Lífið

Á erfitt með að hlusta á þungarokk eftir andlát sonar síns

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar
Sonur Ólafs, Bjarni Jóhannes, var 26 ára gamall þegar hann svipti sig lífi.
Sonur Ólafs, Bjarni Jóhannes, var 26 ára gamall þegar hann svipti sig lífi. Vísir
Ólafur Sigurðsson, faðir tónlistarmannsins Bjarna Jóhannesar Ólafssonar, segist aldrei hafa orðið reiður út í son sinn eftir að hann svipti sig lífi. Hann hafi þó kannski orðið svolítið sár yfir því að hann hafi ekki leitað til sín eða leitað sér hjálpar.

Bjarni Jóhannes svipti sig lífi 26 ára gamall en hann hafði glímt við kvíða og þunglyndi. Bjarni var söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Churchhouse Creepers.

Faðir Bjarna er meðal viðmælenda í 3. Þætti af Viltu í alvöru deyja á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20:40 og verður þar rætt við Erlu Hlynsdóttur sem missti föður sinn á aðfangadag eða jóladag árið 2017 sem og Ólaf og hljómsveitina Dimmu um fráfall Bjarna Jóhannesar.

Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.

Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:

Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinn

Talaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.is

Eða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is


Tengdar fréttir

Fundu gamalt myndefni af syninum

Þegar Lóa Pind var að undirbúa gerð heimildaþátta um sjálfsvíg kom í ljós að sonur hennar, 28 ára gamall kvikmyndanemi, hafði tekið upp myndefni af Ingólfi Bjarna Kristinssyni rúmu ári áður en hann svipti sig lífi.

Hafði aldrei komið í íbúð pabba síns

Erla Hlynsdóttir var einkadóttir föður síns en hann svipti sig lífi á aðfangadag eða jóladag árið 2017. Hann skildi eftir sig skýr fyrirmæli um hvernig brotthvarfi hans úr þessum heimi skyldi háttað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.