Innlent

Strandar­glópar eftir snjó­flóð á Hrafns­eyrar­heiði

Andri Eysteinsson skrifar
Björgunarsveitin Dýri frá Þingeyri var kölluð út.
Björgunarsveitin Dýri frá Þingeyri var kölluð út. Vísir/Vilhelm
Tveir óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita á Hrafnseyrarheiði í dag eftir að þeir urðu innlyksa eftir að snjóflóð féll á veginn sem þeir óku eftir. Björgunarsveitir frá Vestfjörðum voru kallaðar út á sjöunda tímanum og höfðu fundið bílinn rétt fyrir klukkan átta í kvöld.

Flóðið hafði þó ekki fallið á bílinn en vegna flóða komst bíllinn hvorki lönd né strönd. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landsbjargar, Davíð Má Bjarnasyni, hafði þó nokkuð af snjóflóðum fallið á veginn og hann því varasamur. Unnið var að því að koma fólkinu frá svæðinu en óvíst er hvort náist að færa bílinn í burtu.

Vegurinn um Hrafnseyrarheiði liggur frá Dýrafirði í Arnarfjörð og samkvæmt upplýsingum af vef Vegagerðarinnar er hann ófær. Telja má því að einkar varhugavert sé því að halda um Hrafnseyrarheiði úr þessu en ljóst var að fjöldi snjóflóða hafði fallið á veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×