Vinnudeilurnar hangi eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 12:30 Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að SA stefni ótrauð áfram að því verkefni að eyða óvissu sem fylgi lausum kjarasamningum og bæði mögulegum og boðuðum verkföllum. Hann segir að það sé mikið hættuspil að fara með kjaradeilur í átakafarveg í kólnandi hagkerfi. „Það er landsmönnum öllum í hag að þeirri óvissu létti sem fyrst og að þessar vinnudeilur hangi ekki eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu í heild sinni,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Sjá nánar: Iðnaðarmenn slíta viðræðum „Við höfum verið [hjá ríkissáttasemjara] með þeim undanfarnar vikur að leggja grunn að nýjum kjarasamningi gagnvart þessum aðilum. Þessir aðilar telja, að því er virðist, allir á sama tímapunkti að ekki verði lengra komist að sinni. Sú vinna sem við höfum unnið undanfarna daga og vikur hún fer ekkert frá okkur og verður aftur grunnur að kjarasamningi þegar réttar aðstæður hafa skapast.“Hættuspil að fara með kjaradeilu í átakafarveg Halldór segir að verkefnið fari ekkert frá þeim sama þó svo að viðsemjendurnir lýsi yfir árangsurslausum viðræðum. „Eftir sem áður munum við þurfa að halda áfram að hittast á vettvangi ríkissáttasemjara með það að markmiði að ná kjarasamningi.“ Hann varar við þeirri þróun að fara með kjaradeiluna í átakafarveg. „Ég hef varað við þeim átakafarvegi sem verið er að stilla upp í sér í lagi á þeim forsendum að við erum í kólnandi hagkerfi,“ segir Halldór og tekur mið af stöðu flugfélaganna, loðnubresti og stöðunni í efnahagsmálum. „Það að fara með kjaradeilu í átakafarveg á meðan að svona er ástatt í hagkerfinu er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“ Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að SA stefni ótrauð áfram að því verkefni að eyða óvissu sem fylgi lausum kjarasamningum og bæði mögulegum og boðuðum verkföllum. Hann segir að það sé mikið hættuspil að fara með kjaradeilur í átakafarveg í kólnandi hagkerfi. „Það er landsmönnum öllum í hag að þeirri óvissu létti sem fyrst og að þessar vinnudeilur hangi ekki eins og sverð Damóklesar yfir hagkerfinu í heild sinni,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Næsta föstudag hefjast sólarhringsverkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum sem eru félagsmenn Eflingar og VR. Aðgerðahópur Starfsgreinasambands Íslands leggja í dag drög að verkfallsaðgerðum um 20.000 félagsmanna og laust fyrir hádegisbilið í dag sleit samninganefnd iðnaðarmanna viðræðum við SA eftir að hafa setið fund hjá ríkissáttasemjara. Sjá nánar: Iðnaðarmenn slíta viðræðum „Við höfum verið [hjá ríkissáttasemjara] með þeim undanfarnar vikur að leggja grunn að nýjum kjarasamningi gagnvart þessum aðilum. Þessir aðilar telja, að því er virðist, allir á sama tímapunkti að ekki verði lengra komist að sinni. Sú vinna sem við höfum unnið undanfarna daga og vikur hún fer ekkert frá okkur og verður aftur grunnur að kjarasamningi þegar réttar aðstæður hafa skapast.“Hættuspil að fara með kjaradeilu í átakafarveg Halldór segir að verkefnið fari ekkert frá þeim sama þó svo að viðsemjendurnir lýsi yfir árangsurslausum viðræðum. „Eftir sem áður munum við þurfa að halda áfram að hittast á vettvangi ríkissáttasemjara með það að markmiði að ná kjarasamningi.“ Hann varar við þeirri þróun að fara með kjaradeiluna í átakafarveg. „Ég hef varað við þeim átakafarvegi sem verið er að stilla upp í sér í lagi á þeim forsendum að við erum í kólnandi hagkerfi,“ segir Halldór og tekur mið af stöðu flugfélaganna, loðnubresti og stöðunni í efnahagsmálum. „Það að fara með kjaradeilu í átakafarveg á meðan að svona er ástatt í hagkerfinu er mikið hættuspil með óljósa útkomu.“
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00 SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15 Verkfallsboðun VR samþykkt 302 greiddu atkvæði með verkfalli. 12. mars 2019 13:09 Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Sjá meira
Verkföll byrjuð að valda þrýstingi segir framkvæmdastjóri SAF Efling og VR boða áframhaldandi verkföll á föstudag í næstu viku. 12. mars 2019 08:00
SGS teiknar upp næstu skref og aðgerðir eftir viðræðuslit Starfsgreinasambandið (SGS) sleit í gær kjaraviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) eftir árangurslausan fund hjá ríkissáttasemjara. Aðgerðahópur SGS kemur saman í dag til að teikna upp aðgerðir. 19. mars 2019 06:15
Erlend fyrirtæki nýta sér verkföllin Erlend hópferðafyrirtæki taka viðskipti frá íslenskum fyrirtækjum með því að bjóðast til að veita þjónustu meðan á verkföllum stendur. 14. mars 2019 08:00