Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 15:08 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. Davíð Karl Wiium bróðir Jóns Þrastar segir ekkert nýtt að frétta af framgangi rannsóknarinnar en telur þó afar ólíklegt að bróðir sinn hafi farið úr landi. Slík ákvörðun hefði verið tekið í stundarbrjálæði. Davíð segir samtali við Vísi að ekki hafi orðið nýjar vendingar í leitinni síðan fyrir helgi. Sjálfur flaug Davíð heim til Íslands frá Írlandi um helgina en þrír fjölskyldumeðlimir Jóns Þrastar eru enn úti.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálpDavíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er í rauninni bara mjög svipuð staða uppi á teningnum ef ég á að segja alveg eins og er. Það er náttúrulega bara mikið um deilingar og viðbrögð á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum eftir helgina. Og fólk var duglegt við að prenta út og hjálpa okkur að hengja upp bæklinga og annað,“ segir Davíð. „Maður er að verða svolítið uppiskroppa með svör. Þetta er farið að verða svolítið skrýtið.“Lögregla fær ábendingar daglega Fjölskyldan hefur gist á hótelum og leigt íbúðir en hafa einnig fengið inni hjá góðhjörtuðum Írum. Davíð segir boð heimamanna hafa sparað fjölskyldunni mikinn pening en leitin og umstangið í kringum hana hefur reynst afar dýrt. Aðspurður segir Davíð að enn berist ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar. „Það hafa komið margar ábendingar, og eru enn að berast ábendingar sem er verið að vinna úr, en ekkert sem hefur komið okkur á sporið hingað til. Það er vonandi bara tímaspursmál en það koma inn ábendingar daglega, þó það hafi auðvitað dregið úr því.“Þessi mynd úr öryggismyndavél á hóteli Jóns í Dyflinni var birt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall.Erfitt að halda virkri leit áfram Jón Þröstur fór út af hóteli sínu í Dyflinni klukkan ellefu að morgni laugardagsins 9. febrúar. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans síðan. Interpol lýsti í síðustu viku eftir Jóni Þresti að beiðni lögreglu á Írlandi en ekki hefur verið útilokað að hann hafi farið úr landi. Sjálfur telur Davíð það afar ólíklegt. „Bara vegna þess að hann er ekki með skilríki eða gögn á sér. Og miðað við hvernig þetta æxlaðist allt saman, þegar hann fór út og annað, finnst mér það ólíklegt. Það hefði þá verið í einhverju stundarbrjálæði eða allavega mjög illa skipulagt. Þannig að mér finnst það mjög ólíklegt en það er auðvitað ekki hægt að útiloka neitt og það kemur alveg til greina eins og allt annað.“ Davíð gerir ráð fyrir að móðir hans, systir og bróðir, sem enn eru úti í Dyflinni, fundi með lögreglu í dag og fari yfir stöðu mála. Þangað til reyni fjölskyldan að vera sýnileg en á þessum tímapunkti gagnist lítið að leita. „Eins og ég segi, hann gæti verið hvar sem er. Það er erfitt að halda einhverri virkri leit áfram en þetta er aðallega bara að vera til staðar og vera tilbúin og láta á sér bera.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. Davíð Karl Wiium bróðir Jóns Þrastar segir ekkert nýtt að frétta af framgangi rannsóknarinnar en telur þó afar ólíklegt að bróðir sinn hafi farið úr landi. Slík ákvörðun hefði verið tekið í stundarbrjálæði. Davíð segir samtali við Vísi að ekki hafi orðið nýjar vendingar í leitinni síðan fyrir helgi. Sjálfur flaug Davíð heim til Íslands frá Írlandi um helgina en þrír fjölskyldumeðlimir Jóns Þrastar eru enn úti.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálpDavíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er í rauninni bara mjög svipuð staða uppi á teningnum ef ég á að segja alveg eins og er. Það er náttúrulega bara mikið um deilingar og viðbrögð á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum eftir helgina. Og fólk var duglegt við að prenta út og hjálpa okkur að hengja upp bæklinga og annað,“ segir Davíð. „Maður er að verða svolítið uppiskroppa með svör. Þetta er farið að verða svolítið skrýtið.“Lögregla fær ábendingar daglega Fjölskyldan hefur gist á hótelum og leigt íbúðir en hafa einnig fengið inni hjá góðhjörtuðum Írum. Davíð segir boð heimamanna hafa sparað fjölskyldunni mikinn pening en leitin og umstangið í kringum hana hefur reynst afar dýrt. Aðspurður segir Davíð að enn berist ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar. „Það hafa komið margar ábendingar, og eru enn að berast ábendingar sem er verið að vinna úr, en ekkert sem hefur komið okkur á sporið hingað til. Það er vonandi bara tímaspursmál en það koma inn ábendingar daglega, þó það hafi auðvitað dregið úr því.“Þessi mynd úr öryggismyndavél á hóteli Jóns í Dyflinni var birt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall.Erfitt að halda virkri leit áfram Jón Þröstur fór út af hóteli sínu í Dyflinni klukkan ellefu að morgni laugardagsins 9. febrúar. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans síðan. Interpol lýsti í síðustu viku eftir Jóni Þresti að beiðni lögreglu á Írlandi en ekki hefur verið útilokað að hann hafi farið úr landi. Sjálfur telur Davíð það afar ólíklegt. „Bara vegna þess að hann er ekki með skilríki eða gögn á sér. Og miðað við hvernig þetta æxlaðist allt saman, þegar hann fór út og annað, finnst mér það ólíklegt. Það hefði þá verið í einhverju stundarbrjálæði eða allavega mjög illa skipulagt. Þannig að mér finnst það mjög ólíklegt en það er auðvitað ekki hægt að útiloka neitt og það kemur alveg til greina eins og allt annað.“ Davíð gerir ráð fyrir að móðir hans, systir og bróðir, sem enn eru úti í Dyflinni, fundi með lögreglu í dag og fari yfir stöðu mála. Þangað til reyni fjölskyldan að vera sýnileg en á þessum tímapunkti gagnist lítið að leita. „Eins og ég segi, hann gæti verið hvar sem er. Það er erfitt að halda einhverri virkri leit áfram en þetta er aðallega bara að vera til staðar og vera tilbúin og láta á sér bera.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48
Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00
Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19