Ákvörðun um að fara úr landi hefði verið tekin í stundarbrjálæði Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 15:08 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. Davíð Karl Wiium bróðir Jóns Þrastar segir ekkert nýtt að frétta af framgangi rannsóknarinnar en telur þó afar ólíklegt að bróðir sinn hafi farið úr landi. Slík ákvörðun hefði verið tekið í stundarbrjálæði. Davíð segir samtali við Vísi að ekki hafi orðið nýjar vendingar í leitinni síðan fyrir helgi. Sjálfur flaug Davíð heim til Íslands frá Írlandi um helgina en þrír fjölskyldumeðlimir Jóns Þrastar eru enn úti.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálpDavíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er í rauninni bara mjög svipuð staða uppi á teningnum ef ég á að segja alveg eins og er. Það er náttúrulega bara mikið um deilingar og viðbrögð á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum eftir helgina. Og fólk var duglegt við að prenta út og hjálpa okkur að hengja upp bæklinga og annað,“ segir Davíð. „Maður er að verða svolítið uppiskroppa með svör. Þetta er farið að verða svolítið skrýtið.“Lögregla fær ábendingar daglega Fjölskyldan hefur gist á hótelum og leigt íbúðir en hafa einnig fengið inni hjá góðhjörtuðum Írum. Davíð segir boð heimamanna hafa sparað fjölskyldunni mikinn pening en leitin og umstangið í kringum hana hefur reynst afar dýrt. Aðspurður segir Davíð að enn berist ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar. „Það hafa komið margar ábendingar, og eru enn að berast ábendingar sem er verið að vinna úr, en ekkert sem hefur komið okkur á sporið hingað til. Það er vonandi bara tímaspursmál en það koma inn ábendingar daglega, þó það hafi auðvitað dregið úr því.“Þessi mynd úr öryggismyndavél á hóteli Jóns í Dyflinni var birt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall.Erfitt að halda virkri leit áfram Jón Þröstur fór út af hóteli sínu í Dyflinni klukkan ellefu að morgni laugardagsins 9. febrúar. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans síðan. Interpol lýsti í síðustu viku eftir Jóni Þresti að beiðni lögreglu á Írlandi en ekki hefur verið útilokað að hann hafi farið úr landi. Sjálfur telur Davíð það afar ólíklegt. „Bara vegna þess að hann er ekki með skilríki eða gögn á sér. Og miðað við hvernig þetta æxlaðist allt saman, þegar hann fór út og annað, finnst mér það ólíklegt. Það hefði þá verið í einhverju stundarbrjálæði eða allavega mjög illa skipulagt. Þannig að mér finnst það mjög ólíklegt en það er auðvitað ekki hægt að útiloka neitt og það kemur alveg til greina eins og allt annað.“ Davíð gerir ráð fyrir að móðir hans, systir og bróðir, sem enn eru úti í Dyflinni, fundi með lögreglu í dag og fari yfir stöðu mála. Þangað til reyni fjölskyldan að vera sýnileg en á þessum tímapunkti gagnist lítið að leita. „Eins og ég segi, hann gæti verið hvar sem er. Það er erfitt að halda einhverri virkri leit áfram en þetta er aðallega bara að vera til staðar og vera tilbúin og láta á sér bera.“ Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Lögreglu á Írlandi berast enn daglega ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar, Íslendings sem saknað hefur verið þar í landi síðan í febrúar. Davíð Karl Wiium bróðir Jóns Þrastar segir ekkert nýtt að frétta af framgangi rannsóknarinnar en telur þó afar ólíklegt að bróðir sinn hafi farið úr landi. Slík ákvörðun hefði verið tekið í stundarbrjálæði. Davíð segir samtali við Vísi að ekki hafi orðið nýjar vendingar í leitinni síðan fyrir helgi. Sjálfur flaug Davíð heim til Íslands frá Írlandi um helgina en þrír fjölskyldumeðlimir Jóns Þrastar eru enn úti.Sjá einnig: Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálpDavíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er í rauninni bara mjög svipuð staða uppi á teningnum ef ég á að segja alveg eins og er. Það er náttúrulega bara mikið um deilingar og viðbrögð á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum eftir helgina. Og fólk var duglegt við að prenta út og hjálpa okkur að hengja upp bæklinga og annað,“ segir Davíð. „Maður er að verða svolítið uppiskroppa með svör. Þetta er farið að verða svolítið skrýtið.“Lögregla fær ábendingar daglega Fjölskyldan hefur gist á hótelum og leigt íbúðir en hafa einnig fengið inni hjá góðhjörtuðum Írum. Davíð segir boð heimamanna hafa sparað fjölskyldunni mikinn pening en leitin og umstangið í kringum hana hefur reynst afar dýrt. Aðspurður segir Davíð að enn berist ábendingar vegna hvarfs Jóns Þrastar. „Það hafa komið margar ábendingar, og eru enn að berast ábendingar sem er verið að vinna úr, en ekkert sem hefur komið okkur á sporið hingað til. Það er vonandi bara tímaspursmál en það koma inn ábendingar daglega, þó það hafi auðvitað dregið úr því.“Þessi mynd úr öryggismyndavél á hóteli Jóns í Dyflinni var birt í írska sjónvarpsþættinum Crimecall.Erfitt að halda virkri leit áfram Jón Þröstur fór út af hóteli sínu í Dyflinni klukkan ellefu að morgni laugardagsins 9. febrúar. Hann sést í eftirlitsmyndavélum ganga frá Swords Road til Collins Avenue, en ekkert er vitað um ferðir hans síðan. Interpol lýsti í síðustu viku eftir Jóni Þresti að beiðni lögreglu á Írlandi en ekki hefur verið útilokað að hann hafi farið úr landi. Sjálfur telur Davíð það afar ólíklegt. „Bara vegna þess að hann er ekki með skilríki eða gögn á sér. Og miðað við hvernig þetta æxlaðist allt saman, þegar hann fór út og annað, finnst mér það ólíklegt. Það hefði þá verið í einhverju stundarbrjálæði eða allavega mjög illa skipulagt. Þannig að mér finnst það mjög ólíklegt en það er auðvitað ekki hægt að útiloka neitt og það kemur alveg til greina eins og allt annað.“ Davíð gerir ráð fyrir að móðir hans, systir og bróðir, sem enn eru úti í Dyflinni, fundi með lögreglu í dag og fari yfir stöðu mála. Þangað til reyni fjölskyldan að vera sýnileg en á þessum tímapunkti gagnist lítið að leita. „Eins og ég segi, hann gæti verið hvar sem er. Það er erfitt að halda einhverri virkri leit áfram en þetta er aðallega bara að vera til staðar og vera tilbúin og láta á sér bera.“
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48 Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00 Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Fjölskylda Jóns biður Íra um hjálp Vilja að Írar prenti út plaköt af Jóni Þresti. 15. mars 2019 10:48
Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Interpol lýsir eftir Jón Þresti. 14. mars 2019 11:00
Stöðva umferð þar sem Jón Þröstur sást síðast Í dag er mánuður frá hvarfi Jóns í Dublin. 9. mars 2019 13:19