„Bara hin besta kjörsókn“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 08:45 Eflingarbíllinn var á ferðinni í vikunni og kom meðal annars við á Sand Hóteli í miðbænum þar sem starfsmönnum bauðst að greiða atkvæði. vísir/vilhelm „Nei, ég held að þetta sé alls ekkert lágt hlutfall - miðað við það sem verið hefur í kosningum í verkalýðshreyfingunni í gegnum árin,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, aðspurður um þátttöku í verkfallsboðun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld.Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru hins vegar 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Viðar segir að það sé talsvert verkefni að hvetja fólk til að taka virkari þátt í verkalýðshreyfingunni og um leið í atkvæðagreiðslu sem þessari. Í því ljósi geti Efling vel við þessa þátttöku unað. „Ég held að þetta sé bara hin besta kjörsókn,“ segir Viðar, sem rætt var við í Bítinu í morgun.Sjá einnig: Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihlutaVerkfallsboðunin taki til um 700 manns og því sé ánægjulegt að 769 hafi samþykkt hana. „Ég tel að það sé bara harla gott.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirSamkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf hins vegar fimmtungur atkvæðisbærra félagsmanna að samþykkja vinnustöðvun. Í lögunum er þó heimild til þess láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Ætla má að það eigi hins vegar ekki við í tilfelli Eflingar, þar sem um 8000 félagsmenn höfðu atkvæðarétt en ekki aðeins þau 700 sem verkfallið nær til. Viðar segir þó að atkvæðagreiðslan hafi verið lögleg. Um almenna atkvæðagreiðslu hafi verið að ræða. „Á kjörskránni eru ekki bara þeir sem verkfallsboðunin tekur til heldur allir sem starfa samkvæmt þeim samningi sem að um ræðir, sem er hótel- og veitingasamningurinn okkar. Það er mun stærri hópur og af þeim sökum er þetta almenn atkvæðagreiðsla og því er ekki þátttökuþröskuldur,“ segir Viðar. Það sé túlkun Eflingar að fyrrnefnt ákvæði um fimmtungsþátttöku sé „heimildarákvæði í lögum en ekki skylduákvæði.“ Gert er ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins muni kæra atkvæðagreiðslu Eflingar. Samtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji hana ólöglega. Viðar segir að þetta hafi verði viðbúið og að Efling geri ráð fyrir að félagsdómur taki kæru SA til meðferðar í dag og að málflutningur fari fram á mánudag. Spjall Viðars við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan. Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Nei, ég held að þetta sé alls ekkert lágt hlutfall - miðað við það sem verið hefur í kosningum í verkalýðshreyfingunni í gegnum árin,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, aðspurður um þátttöku í verkfallsboðun félagsins sem samþykkt var í gærkvöld.Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði féllust á að hefja verkfall meðal hreingerningafólks á hótelum þann 8. mars. Af 862 greiddum atkvæðum samþykktu 769 boðunina, 67 greiddu atkvæði gegn henni og 26 tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru hins vegar 7950 einstaklingar og þátttaka var því rétt tæp 11%. Viðar segir að það sé talsvert verkefni að hvetja fólk til að taka virkari þátt í verkalýðshreyfingunni og um leið í atkvæðagreiðslu sem þessari. Í því ljósi geti Efling vel við þessa þátttöku unað. „Ég held að þetta sé bara hin besta kjörsókn,“ segir Viðar, sem rætt var við í Bítinu í morgun.Sjá einnig: Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihlutaVerkfallsboðunin taki til um 700 manns og því sé ánægjulegt að 769 hafi samþykkt hana. „Ég tel að það sé bara harla gott.“Viðar Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Eflingar.VísirSamkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þarf hins vegar fimmtungur atkvæðisbærra félagsmanna að samþykkja vinnustöðvun. Í lögunum er þó heimild til þess láta vinnustöðvun einungis ná til ákveðins hóps félagsmanna en þá er ákvörðun tekin með atkvæðum þeirra sem vinnustöðvun er ætlað að taka til. Ætla má að það eigi hins vegar ekki við í tilfelli Eflingar, þar sem um 8000 félagsmenn höfðu atkvæðarétt en ekki aðeins þau 700 sem verkfallið nær til. Viðar segir þó að atkvæðagreiðslan hafi verið lögleg. Um almenna atkvæðagreiðslu hafi verið að ræða. „Á kjörskránni eru ekki bara þeir sem verkfallsboðunin tekur til heldur allir sem starfa samkvæmt þeim samningi sem að um ræðir, sem er hótel- og veitingasamningurinn okkar. Það er mun stærri hópur og af þeim sökum er þetta almenn atkvæðagreiðsla og því er ekki þátttökuþröskuldur,“ segir Viðar. Það sé túlkun Eflingar að fyrrnefnt ákvæði um fimmtungsþátttöku sé „heimildarákvæði í lögum en ekki skylduákvæði.“ Gert er ráð fyrir að Samtök atvinnulífsins muni kæra atkvæðagreiðslu Eflingar. Samtökin hafa áður lýst því yfir að þau telji hana ólöglega. Viðar segir að þetta hafi verði viðbúið og að Efling geri ráð fyrir að félagsdómur taki kæru SA til meðferðar í dag og að málflutningur fari fram á mánudag. Spjall Viðars við þáttastjórnendur Bítisins má heyra hér að neðan.
Bítið Kjaramál Tengdar fréttir Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56 Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Verkfall samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Verfallsboðunin var samþykkt með 89% atkvæða. 28. febrúar 2019 23:56
Telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólögmæta og hóta félaginu málsókn Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar um boðun verkfalls starfsfólks á gistihúsum og hótelum ólögmæta en atkvæðagreiðslan hófst klukkan 10 í morgun og stendur til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. 25. febrúar 2019 11:07