Bjórinn 30 ára: „Megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni“ Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. mars 2019 21:00 Bjórinn á stórafmæli í dag þar sem bjórbanni var aflétt fyrir þrjátíu árum. Íslendingar yfir tvítugu drukku að meðaltali um tvö og hálfan stóran bjór á viku á síðasta ári en eru þó enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða í bjórdrykkju. Sunna Sæmundsdóttir hefur kynnt sér málið. Sjötíu og fjögurra ára bjórbanni var aflétt 1. mars 1989 eftir að andstæðingar höfðu lengi varað við mikilli lýðheilsuvá. Meðal þeirra var Svavar Gestsson, þáverandi þingmaður Alþýðubandalagsins en hann bað þingið á sínum tíma að „skoða hugsi ábyrgðina sem fylgi því að hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina.“ Stór áfangi var árið 1980 þegar Davíð Scheving Thorsteinsson fór með bjór í gegnum tollinn í fríhöfninni í trássi við reglur. Bjórinn var gerður upptækur en í kjölfarið var reglum breytt og almenningi leyft að koma með bjór inn í landið.Hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun á sínum tíma að fara með bjór í gegn um tollinn?„Það var vegna þess að dóttir mín var flugfreyja. Hún mátti koma með bjór en ekki ég. Þetta var bara frekja, ekkert annað en frekjukast.“Drykkja í vinnunni helsta áhyggjuefni bjórandstæðinga „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta myndi auka unglingadrykkju, sem það gerði svo sem tímabundið. Áfengisakstur var einnig sérstakt áhyggjuefni en megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og einn helsti bjórsérfræðingur landsins. Bjórsala hefur vissulega aukist, en árið 1998 drukku Íslendingar um sjö milljónir lítra af bjór en í fyrra sautján milljónir lítra. Íslendingum hefur reyndar fjölgað líka og miðað við selda lítra má ætla að hver Íslendingur yfir tvítugu hafi drukkuð 67 lítra af bjór í fyrra eða um tvo og hálfan bjór á viku. „Við höfum alla tíð drukkið minnst allra kristinna Evrópuþjóða. Við erum reyndar að draga dálítið hratt á hina núna en við erum miklir eftirbátar flestra annarra Evrópubúa,“ segir Stefán.Fréttamaður Stöðvar 2 fór á stúfana í tilefni stórafmælis bjórsins en innslagið má sjá hér að ofan. Áfengi og tóbak Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Bjórinn á stórafmæli í dag þar sem bjórbanni var aflétt fyrir þrjátíu árum. Íslendingar yfir tvítugu drukku að meðaltali um tvö og hálfan stóran bjór á viku á síðasta ári en eru þó enn miklir eftirbátar annarra Evrópuþjóða í bjórdrykkju. Sunna Sæmundsdóttir hefur kynnt sér málið. Sjötíu og fjögurra ára bjórbanni var aflétt 1. mars 1989 eftir að andstæðingar höfðu lengi varað við mikilli lýðheilsuvá. Meðal þeirra var Svavar Gestsson, þáverandi þingmaður Alþýðubandalagsins en hann bað þingið á sínum tíma að „skoða hugsi ábyrgðina sem fylgi því að hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina.“ Stór áfangi var árið 1980 þegar Davíð Scheving Thorsteinsson fór með bjór í gegnum tollinn í fríhöfninni í trássi við reglur. Bjórinn var gerður upptækur en í kjölfarið var reglum breytt og almenningi leyft að koma með bjór inn í landið.Hvað varð til þess að þú tókst þessa ákvörðun á sínum tíma að fara með bjór í gegn um tollinn?„Það var vegna þess að dóttir mín var flugfreyja. Hún mátti koma með bjór en ekki ég. Þetta var bara frekja, ekkert annað en frekjukast.“Drykkja í vinnunni helsta áhyggjuefni bjórandstæðinga „Menn höfðu áhyggjur af því að þetta myndi auka unglingadrykkju, sem það gerði svo sem tímabundið. Áfengisakstur var einnig sérstakt áhyggjuefni en megináhyggjuefnið var að menn myndu fara að drekka í vinnunni,“ segir Stefán Pálsson sagnfræðingur og einn helsti bjórsérfræðingur landsins. Bjórsala hefur vissulega aukist, en árið 1998 drukku Íslendingar um sjö milljónir lítra af bjór en í fyrra sautján milljónir lítra. Íslendingum hefur reyndar fjölgað líka og miðað við selda lítra má ætla að hver Íslendingur yfir tvítugu hafi drukkuð 67 lítra af bjór í fyrra eða um tvo og hálfan bjór á viku. „Við höfum alla tíð drukkið minnst allra kristinna Evrópuþjóða. Við erum reyndar að draga dálítið hratt á hina núna en við erum miklir eftirbátar flestra annarra Evrópubúa,“ segir Stefán.Fréttamaður Stöðvar 2 fór á stúfana í tilefni stórafmælis bjórsins en innslagið má sjá hér að ofan.
Áfengi og tóbak Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira