Bumbur minnka og minnka í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. mars 2019 20:30 Það er líf og fjör í eina uppblásna íþróttahúsi landsins, Hamarshöllinni í Hveragerði þessa dagana því þar taka um áttatíu íbúar bæjarins, sextíu ára og eldri í heilsueflingarverkefni sem Hveragerðisbær býður upp á. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins“, segir einn þátttakandi.Það fer vel um 60 plús hópinn í Hamarshöllinni þar sem þau gera styrktaræfingar undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur sem býr í Hveragerði. Verkefnið er hluti af Heilsueflandi Samfélagi sem Hveragerðisbær tekur þátt í. Dagskrá átaksins byggir á styrktarþjálfun, þolþjálfun og fræðslufyrirlestrum um næringu, líkamsrækt og andlegt heilbrigði.„Það er bara einhver heilsubylting í gangi hér í Hveragerði, þökk sé bæjarfélaginu að bjóða 60 ára og eldri upp á þessa þjónustu í þessu frábæra húsi. Ég er fyrst og fremst að þjálfa fólkið í liðleika, styrk og úthaldi. Við erum einnig að fara yfir lífstílstengda sjúkdóma, sem er alveg nýtt á Íslandi í þessum geira mínum. Þátttakan á námskeiðinu er frábær, ég held að þetta sé bara heimsmet miðað við höfðatölu. Ég er svo orðlaus og rosalega þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni“, segir Jónina. Jónína Benediktsdóttir, sem býr í Hveragerði hefur yfirumsjón með verkefninu sem er ókeypis og stendur yfir í átta vikur.Öll aðstaða í Hamarshöllinni er til fyrirmyndar fyrir hópinn. „Þetta er náttúrulega alveg magnað framtak að vera með þetta í gang, alveg stórkostlegt og þökk sé Jónínu og bæjarfélaginu, þetta er frábært, það hafa allir gott af þessu“, segir Birgir Helgason, þátttakandi á námskeiðinu. Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og þátttakandi á námskeiðinu tekur undir það með Birgi. „Það eru 16 ár síðan ég hætti á Heilsustofnun og þar vann ég í 39 ár. Ég veit hvað er kennt þar og ég hef reynt að hafa þann lífsstíl áfram“. Ísleifur Gíslason, sem er líka þátttakandi á námskeiðinu er alsæll með það. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins og svoleiðis, það er kannski aðal skemmtunin“, segir Ísleifur. Hópurinn við æfingar í Hamarshöllinni.Magnús HlynurHópurinn sem tekur þátt í heilsueflingarverkefni Hveragerðisbæjar þar sem Hamarshöllin nýtist vel undir ýmsar æfingar.Magnús Hlynur Heilsa Hveragerði Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Það er líf og fjör í eina uppblásna íþróttahúsi landsins, Hamarshöllinni í Hveragerði þessa dagana því þar taka um áttatíu íbúar bæjarins, sextíu ára og eldri í heilsueflingarverkefni sem Hveragerðisbær býður upp á. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins“, segir einn þátttakandi.Það fer vel um 60 plús hópinn í Hamarshöllinni þar sem þau gera styrktaræfingar undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur sem býr í Hveragerði. Verkefnið er hluti af Heilsueflandi Samfélagi sem Hveragerðisbær tekur þátt í. Dagskrá átaksins byggir á styrktarþjálfun, þolþjálfun og fræðslufyrirlestrum um næringu, líkamsrækt og andlegt heilbrigði.„Það er bara einhver heilsubylting í gangi hér í Hveragerði, þökk sé bæjarfélaginu að bjóða 60 ára og eldri upp á þessa þjónustu í þessu frábæra húsi. Ég er fyrst og fremst að þjálfa fólkið í liðleika, styrk og úthaldi. Við erum einnig að fara yfir lífstílstengda sjúkdóma, sem er alveg nýtt á Íslandi í þessum geira mínum. Þátttakan á námskeiðinu er frábær, ég held að þetta sé bara heimsmet miðað við höfðatölu. Ég er svo orðlaus og rosalega þakklát fyrir að vera treyst fyrir þessu verkefni“, segir Jónina. Jónína Benediktsdóttir, sem býr í Hveragerði hefur yfirumsjón með verkefninu sem er ókeypis og stendur yfir í átta vikur.Öll aðstaða í Hamarshöllinni er til fyrirmyndar fyrir hópinn. „Þetta er náttúrulega alveg magnað framtak að vera með þetta í gang, alveg stórkostlegt og þökk sé Jónínu og bæjarfélaginu, þetta er frábært, það hafa allir gott af þessu“, segir Birgir Helgason, þátttakandi á námskeiðinu. Jóna Einarsdóttir, íbúi í Hveragerði og þátttakandi á námskeiðinu tekur undir það með Birgi. „Það eru 16 ár síðan ég hætti á Heilsustofnun og þar vann ég í 39 ár. Ég veit hvað er kennt þar og ég hef reynt að hafa þann lífsstíl áfram“. Ísleifur Gíslason, sem er líka þátttakandi á námskeiðinu er alsæll með það. „Maður verður aðeins skárri og bumban minnkar aðeins og svoleiðis, það er kannski aðal skemmtunin“, segir Ísleifur. Hópurinn við æfingar í Hamarshöllinni.Magnús HlynurHópurinn sem tekur þátt í heilsueflingarverkefni Hveragerðisbæjar þar sem Hamarshöllin nýtist vel undir ýmsar æfingar.Magnús Hlynur
Heilsa Hveragerði Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira