Rándýr Roma-herferð virðist hafa farið öfugt ofan í Hollywood Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 21:15 Alfonso Cuarón fór ekki tómhentur heim um síðustu helgi. Vísir/Getty Svo virðist sem að rándýr auglýsingaherferð Netflix sem ætluð var til þess að tryggja kvikmyndinni Roma í leikstjórn Alfonso Cuarón Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafi haft þveröfug áhrif.Þetta kemur fram í umfjöllun Vulture um herferðina en talið er að Netflix hafi eytt 25 milljónum dollara, um þremur milljörðum króna, í herferð sem átti að vekja athygli á myndinni og beint var að kjósendum í Bandarísku kvikmyndaakademíunni sem hafa kosningarétt þegar kemur að Óskarsverðlaununum. Sökum herferðarinnar var talið mjög líklegt að Roma, fyrsta tilnefning Netflix í flokki bestu mynda á Óskarsverðlaununum, myndi hreppa verðlaunin. Þau féllu hins vegar í skaut Green Book í leikstjórn Peter Farrelly. Í grein Vulture kemur fram að samkvæmt samtölum við fjölda atkvæðabærra meðlima akademíunnar sem og sérfræðinga í geiranum hafi hin rándýra herferð haft þveröfug áhrif. „Þeir sem ég talaði við sögðu að þeir ætluðu sér ekki að setja myndina í 1. eða 2. sæti hjá sér til þess að senda þau skilaboð að það væri ekki hægt að kaupa verðlaunin,“ er haft eftir einum heimildarmanni Vulture en yfirleitt eyða kvikmyndaver um tíu til fimmtán milljónum dollara, um 1-2 milljörðum króna, til þess að kynna tilteknar myndir fyrir meðlimum akademíunnar.Þá kemur einnig fram að atkvæðagreiðslan hafi að einhverju leyti farið að snúast um Netflix gegn hinum hefðbundnu kvikmyndaframleiðendum. Netflix hefur á undanförnum árum komið sem stormsveipur inn í sjónvarps- og kvikmyndaheiminn og veitt hefðbundnum kvikmyndastúdíóum harða samkeppni með því að framleiða og dreifa eigin efni. Þá hefur tilkoma Netflix einnig glætt framleiðslu sjónvarpsþátta nýju lífi, á kostnað kvikmynda. Mikil pólitík er á bak við tjöldin fyrir hverja Óskarsverðlaunahátíð og hart er barist um hvaða leikarar og hvaða myndir hreppi verðlaunin eftirsóttu. Heill her manna kemur að kynningarmálum og í grein Vulture kemur fram að þeir sem störfuðu að kynningarmálum fyrir aðrar myndir en Roma hafi lagt áherslu á að atkvæði til Roma væri atkvæði í garð Netflix. „Og þar með atkvæði í þágu dauða kvikmynda af hálfu sjónvarps,“ er haft eftir heimildarmanni Vulture. Hvorki Netflix né Cuarón fóru þó tómhent heim eftir Óskarsverðlaunahátíðuna um síðustu helgi. Myndin hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin og Alfonso Cuarón fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmyndatöku fyrir vinnu sína við Roma. Netflix Óskarinn Tengdar fréttir Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00 Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Svo virðist sem að rándýr auglýsingaherferð Netflix sem ætluð var til þess að tryggja kvikmyndinni Roma í leikstjórn Alfonso Cuarón Óskarsverðlaunin sem besta myndin hafi haft þveröfug áhrif.Þetta kemur fram í umfjöllun Vulture um herferðina en talið er að Netflix hafi eytt 25 milljónum dollara, um þremur milljörðum króna, í herferð sem átti að vekja athygli á myndinni og beint var að kjósendum í Bandarísku kvikmyndaakademíunni sem hafa kosningarétt þegar kemur að Óskarsverðlaununum. Sökum herferðarinnar var talið mjög líklegt að Roma, fyrsta tilnefning Netflix í flokki bestu mynda á Óskarsverðlaununum, myndi hreppa verðlaunin. Þau féllu hins vegar í skaut Green Book í leikstjórn Peter Farrelly. Í grein Vulture kemur fram að samkvæmt samtölum við fjölda atkvæðabærra meðlima akademíunnar sem og sérfræðinga í geiranum hafi hin rándýra herferð haft þveröfug áhrif. „Þeir sem ég talaði við sögðu að þeir ætluðu sér ekki að setja myndina í 1. eða 2. sæti hjá sér til þess að senda þau skilaboð að það væri ekki hægt að kaupa verðlaunin,“ er haft eftir einum heimildarmanni Vulture en yfirleitt eyða kvikmyndaver um tíu til fimmtán milljónum dollara, um 1-2 milljörðum króna, til þess að kynna tilteknar myndir fyrir meðlimum akademíunnar.Þá kemur einnig fram að atkvæðagreiðslan hafi að einhverju leyti farið að snúast um Netflix gegn hinum hefðbundnu kvikmyndaframleiðendum. Netflix hefur á undanförnum árum komið sem stormsveipur inn í sjónvarps- og kvikmyndaheiminn og veitt hefðbundnum kvikmyndastúdíóum harða samkeppni með því að framleiða og dreifa eigin efni. Þá hefur tilkoma Netflix einnig glætt framleiðslu sjónvarpsþátta nýju lífi, á kostnað kvikmynda. Mikil pólitík er á bak við tjöldin fyrir hverja Óskarsverðlaunahátíð og hart er barist um hvaða leikarar og hvaða myndir hreppi verðlaunin eftirsóttu. Heill her manna kemur að kynningarmálum og í grein Vulture kemur fram að þeir sem störfuðu að kynningarmálum fyrir aðrar myndir en Roma hafi lagt áherslu á að atkvæði til Roma væri atkvæði í garð Netflix. „Og þar með atkvæði í þágu dauða kvikmynda af hálfu sjónvarps,“ er haft eftir heimildarmanni Vulture. Hvorki Netflix né Cuarón fóru þó tómhent heim eftir Óskarsverðlaunahátíðuna um síðustu helgi. Myndin hlaut verðlaun sem besta erlenda myndin og Alfonso Cuarón fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu kvikmyndatöku fyrir vinnu sína við Roma.
Netflix Óskarinn Tengdar fréttir Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00 Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07 Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Spike Lee sagður hafa orðið fjúkandi reiður þegar Green Book vann Óskarinn Green Book hefur verið gagnrýnd og sögð barnaleg og gamaladags útgáfa af réttindabaráttu þeldökkra. 25. febrúar 2019 13:00
Rándýr gjafapoki stjarnanna á Óskarnum inniheldur ferð til Íslands Andvirði gjafapokans metið á tæpar tólf milljónir króna. 21. febrúar 2019 09:07
Green Book og Colman stálu senunni á Óskarnum Green Book var valin besta kvikmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt, þvert á spár flestra gagnrýnenda. 25. febrúar 2019 06:15