Heiðarleiki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 4. mars 2019 10:00 Allt frá hruni hefur þjóðin borið lítið sem ekkert traust til bankakerfisins enda eru stjórnendur þess með ofurlaun á sama tíma og bankinn hirðir alls kyns óþarfa gjöld af viðskiptavinum. Það ætti að vera nánast ómögulegt fyrir aðrar stofnanir að skáka bönkunum í óvinsældum. Íslenskum stjórnmálamönnum hefur samt tekist það. Í nýrri mælingu Gallups á trausti til stofnana kemur í ljós að traust almennings á Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur er enn minna en á bönkunum. Traust til Alþingis var að hífast upp, en þá fóru nokkrir fulltrúar þjóðarinnar á alræmt fyllirí. Þeir sitja enn á þingi, í óþökk þjóðarinnar. Nú er traust til Alþingis 18 prósent og í sömu könnun mælist minnst traust til borgarstjórnar eða 16 prósent. Það hefur ekki farið framhjá þjóðinni að algjör ringulreið ríkir í Ráðhúsinu og hún sér enga ástæðu til að treysta þeim fulltrúum sínum sem þar sitja. Klögumálin sem ganga á milli þessara fylkinga eru ekki sæmandi kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Þar ber minnihlutinn reyndar mun meiri sök en meirihlutinn, en burtséð frá því þá er ljóst að gríðarleg orka fer í argaþras þegar hún ætti að nýtast til uppbyggilegra starfa í þágu borgarbúa. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, á Alþingi og í Ráðhúsinu, eiga mikið verk fyrir höndum ætli þeir sér að endurheimta traust þjóðarinnar. Ekki er sjálfsagt að það takist. Það má samt koma auga á ljósglætu. Á sama tíma og þjóðin er enn eina ferðina að gefast upp á stjórnmálamönnum sínum var forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir, yngsti kvenleiðtogi Evrópu, valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims af viðskiptatímaritinu CEO Magazine. Tímaritið sagði konurnar á listanum eiga það sameiginlegt að vilja og leitast við að gera heiminn betri – og það veitir svo sannarlega ekki af því. Landsmenn ættu að vera stoltir af Katrínu Jakobsdóttur, hvort sem þeir fylgja flokki hennar að málum eða ekki. Hún er heiðarleg og hreinskilin, hörkudugleg og með jarðsamband. Fyrir ekki ýkja mörgum árum áttu Íslendingar aðra konu sem gegndi starfi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og hafði einnig þessa eiginleika til að bera, en á sínum tíma setti Forbes hana á lista yfir valdamestu konur heims. Síst af öllu hafa Katrín og Jóhanna gert sig sekar um að skandalísera úti í bæ, eins og of margir stjórnmálamenn hafa á samviskunni, og yfirleitt komist upp með. Mjög var þjarmað að Jóhönnu á sínum tíma og Katrín fær sömuleiðis sínar skammir. Enginn stjórnmálamaður er hafinn yfir gagnrýni en það mega þessar tvær konur eiga að hvorug þeirra verður kennd við klækjastjórnmál. Það þarf fleiri þeirra líka í stjórnmálin. Það er nóg komið af stjórnmálamönnum sem stunda framapot af mikilli elju, telja ýmiss konar hrossakaup vera sjálfsagðan hluta af starfinu og hafa um leið stórar og miklar hugmyndir um eigið ágæti. Ef heiðarleiki væri ríkjandi afl í íslenskri pólitík væri traust til stjórnmálamanna mun meira en nú er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Sjá meira
Allt frá hruni hefur þjóðin borið lítið sem ekkert traust til bankakerfisins enda eru stjórnendur þess með ofurlaun á sama tíma og bankinn hirðir alls kyns óþarfa gjöld af viðskiptavinum. Það ætti að vera nánast ómögulegt fyrir aðrar stofnanir að skáka bönkunum í óvinsældum. Íslenskum stjórnmálamönnum hefur samt tekist það. Í nýrri mælingu Gallups á trausti til stofnana kemur í ljós að traust almennings á Alþingi og borgarstjórn Reykjavíkur er enn minna en á bönkunum. Traust til Alþingis var að hífast upp, en þá fóru nokkrir fulltrúar þjóðarinnar á alræmt fyllirí. Þeir sitja enn á þingi, í óþökk þjóðarinnar. Nú er traust til Alþingis 18 prósent og í sömu könnun mælist minnst traust til borgarstjórnar eða 16 prósent. Það hefur ekki farið framhjá þjóðinni að algjör ringulreið ríkir í Ráðhúsinu og hún sér enga ástæðu til að treysta þeim fulltrúum sínum sem þar sitja. Klögumálin sem ganga á milli þessara fylkinga eru ekki sæmandi kjörnum fulltrúum þjóðarinnar. Þar ber minnihlutinn reyndar mun meiri sök en meirihlutinn, en burtséð frá því þá er ljóst að gríðarleg orka fer í argaþras þegar hún ætti að nýtast til uppbyggilegra starfa í þágu borgarbúa. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar, á Alþingi og í Ráðhúsinu, eiga mikið verk fyrir höndum ætli þeir sér að endurheimta traust þjóðarinnar. Ekki er sjálfsagt að það takist. Það má samt koma auga á ljósglætu. Á sama tíma og þjóðin er enn eina ferðina að gefast upp á stjórnmálamönnum sínum var forsætisráðherra þjóðarinnar, Katrín Jakobsdóttir, yngsti kvenleiðtogi Evrópu, valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims af viðskiptatímaritinu CEO Magazine. Tímaritið sagði konurnar á listanum eiga það sameiginlegt að vilja og leitast við að gera heiminn betri – og það veitir svo sannarlega ekki af því. Landsmenn ættu að vera stoltir af Katrínu Jakobsdóttur, hvort sem þeir fylgja flokki hennar að málum eða ekki. Hún er heiðarleg og hreinskilin, hörkudugleg og með jarðsamband. Fyrir ekki ýkja mörgum árum áttu Íslendingar aðra konu sem gegndi starfi forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og hafði einnig þessa eiginleika til að bera, en á sínum tíma setti Forbes hana á lista yfir valdamestu konur heims. Síst af öllu hafa Katrín og Jóhanna gert sig sekar um að skandalísera úti í bæ, eins og of margir stjórnmálamenn hafa á samviskunni, og yfirleitt komist upp með. Mjög var þjarmað að Jóhönnu á sínum tíma og Katrín fær sömuleiðis sínar skammir. Enginn stjórnmálamaður er hafinn yfir gagnrýni en það mega þessar tvær konur eiga að hvorug þeirra verður kennd við klækjastjórnmál. Það þarf fleiri þeirra líka í stjórnmálin. Það er nóg komið af stjórnmálamönnum sem stunda framapot af mikilli elju, telja ýmiss konar hrossakaup vera sjálfsagðan hluta af starfinu og hafa um leið stórar og miklar hugmyndir um eigið ágæti. Ef heiðarleiki væri ríkjandi afl í íslenskri pólitík væri traust til stjórnmálamanna mun meira en nú er.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun