Börnin þurfa að glíma við afleiðingarnar Björk Eiðsdóttir skrifar 5. mars 2019 07:30 Sævar segir okkur öll þurfa að leggjast á eitt en sjálfur hafi hann skorið niður allan óþarfa. Ný íslensk þáttaröð, Hvað höfum við gert?, hefur göngu sína sunnudaginn 10. mars á RÚV en umsjónarmaður þáttanna er Sævar Helgi Bragason. Þáttunum sem verða 10 talsins er ætlað að útskýra loftslagsmál á mannamáli. Rýnt verður í afleiðingar og áhrif loftslagsbreytinga á lífríki jarðar og samfélög um allan heim. Skoðað verður hvernig neysluhyggja nútímans hefur haft áhrif á loftslagsbreytingar og hvað fólk þarf að gera til að draga úr breytingunum og aðlagast nýjum lifnaðarháttum. Sævar Helgi segir vinnslu við þættina hafa hafist fyrir næstum þremur árum þegar þau Þórhallur Gunnarsson og Elín Hirst hittust og lögðu drög að þeim. „Mín aðkoma hófst snemma á síðasta ári þegar mér var boðið að vera umsjónarmaður þáttanna. Þau vildu að umsjónarmaðurinn hefði bakgrunn í vísindum og gæti útskýrt flókna hluti á einfaldan hátt, sem ég vona innilega að hafi tekist. Þetta er draumur að rætast.“ Aðspurður segir Sævar þættina vera ætlaða ungmennum og upp úr en sennilegast sé markhópurinn einna helst fullorðið fólk. „Loftslagsmál varða okkur öll svo ég ætla að vona að fólk á öllum aldri horfi á þættina og foreldrar með börnunum sínum. Börnin eru nú einu sinni þau sem þurfa að glíma við afleiðingar gjörða foreldra sinna og kynslóðanna á undan. Svo veit ég að grunnskólakennarar eru mjög spenntir fyrir þáttunum.“Í fyrsta þætti Hvað höfum við gert? verður fjallað um loftslagsbreytingar á jörðinni. Hvað veldur þessum breytingum og hvenær byrjuðu þær? Hvaða áhrif hafa þær á jörðina og hvernig er hægt að bregðast við þeim?Erfiðast að fækka flugferðum Sævar sem er jarðfræðingur að mennt segist hafa verið ástfanginn af náttúrunni frá því hann man eftir sér enda sé ekkert jafn heillandi eins og heimurinn sem við búum í. „Ég hef séð meira af alheiminum en margir aðrir og uppgötvað smæð jarðar en um leið hversu ótrúlega dýrmæt hún er. Hún er viðkvæm og það þarf ekki mikið til þess að breyta henni. Eftir að ég áttaði mig á því hef ég verið mikill umhverfisverndari og reyni mitt allra besta í að fræða aðra og ganga á undan með góðu fordæmi. Síðustu kannski tvö til þrjú árin hef ég reynt að tala enn meira um umhverfismál því þau eru mikilvægustu málefnin. Án heilnæms vistkerfis og umhverfis erum við ekkert.“ Sjálfur segist Sævar hafa gert margar breytingar á eigin neysluvenjum. „Allar breytingar sem ég hef gert í átt að vistvænum lífsstíl hafa verið jákvæðar. Allar. Ég hef algerlega skorið niður allan óþarfa. Þá á ég meiri pening sem ég get notað í mikilvægari hluti. Ég reyni mitt allra besta til að draga úr matarsóun og hjóla og geng meira. Með meiri hreyfingu lagast svefninn og heilsan er betri. Ég hef líka fækkað flugferðum en það er erfiðast finnst mér, því ég hef eins og svo margir óskaplega gaman af því að skoða jörðina. Það er útilokað að vera fullkominn og lifa kolefnishlutlausu lífi en allar breytingar sem við gerum á lífsstíl okkar, sem því miður einkennist af sóun, eru af hinu góða.“Ef þú gætir ráðlagt þjóðinni að breyta einhverju einu, hvað væri það helst? „Góð en erfið spurning því við þurfum að taka okkur taki á öllum sviðum – og allir, hver einn og einasti, þarf að leggja sitt af mörkum. En ætli ég mundi ekki byrja á að ráðleggja fólki á að draga úr matarsóun. Matarsóun er ótrúlega sóðaleg, ekki bara umhverfislega séð heldur líka fjárhagslega. Það kemur sér vel fyrir budduna hjá öllum að minnka matarsóun og nýta þá tækifærið í leiðinni til þess að hreyfa sig meira. Frábær leið til að spara er að draga úr sóun en þannig lífsstíll er líka umhverfisvænn. Bara kýla á breytingarnar með jákvæðu hugarfari,“ segir Sævar að lokum.Sævar segir að ef hann gæti ráðlagt þjóðinni að breyta einhverju einu þá væri það að draga úr matarsóun enda sé hún ótrúlega sóðaleg, ekki bara umhverfislega séð heldur líka fjárhagslega. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Umhverfismál Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ný íslensk þáttaröð, Hvað höfum við gert?, hefur göngu sína sunnudaginn 10. mars á RÚV en umsjónarmaður þáttanna er Sævar Helgi Bragason. Þáttunum sem verða 10 talsins er ætlað að útskýra loftslagsmál á mannamáli. Rýnt verður í afleiðingar og áhrif loftslagsbreytinga á lífríki jarðar og samfélög um allan heim. Skoðað verður hvernig neysluhyggja nútímans hefur haft áhrif á loftslagsbreytingar og hvað fólk þarf að gera til að draga úr breytingunum og aðlagast nýjum lifnaðarháttum. Sævar Helgi segir vinnslu við þættina hafa hafist fyrir næstum þremur árum þegar þau Þórhallur Gunnarsson og Elín Hirst hittust og lögðu drög að þeim. „Mín aðkoma hófst snemma á síðasta ári þegar mér var boðið að vera umsjónarmaður þáttanna. Þau vildu að umsjónarmaðurinn hefði bakgrunn í vísindum og gæti útskýrt flókna hluti á einfaldan hátt, sem ég vona innilega að hafi tekist. Þetta er draumur að rætast.“ Aðspurður segir Sævar þættina vera ætlaða ungmennum og upp úr en sennilegast sé markhópurinn einna helst fullorðið fólk. „Loftslagsmál varða okkur öll svo ég ætla að vona að fólk á öllum aldri horfi á þættina og foreldrar með börnunum sínum. Börnin eru nú einu sinni þau sem þurfa að glíma við afleiðingar gjörða foreldra sinna og kynslóðanna á undan. Svo veit ég að grunnskólakennarar eru mjög spenntir fyrir þáttunum.“Í fyrsta þætti Hvað höfum við gert? verður fjallað um loftslagsbreytingar á jörðinni. Hvað veldur þessum breytingum og hvenær byrjuðu þær? Hvaða áhrif hafa þær á jörðina og hvernig er hægt að bregðast við þeim?Erfiðast að fækka flugferðum Sævar sem er jarðfræðingur að mennt segist hafa verið ástfanginn af náttúrunni frá því hann man eftir sér enda sé ekkert jafn heillandi eins og heimurinn sem við búum í. „Ég hef séð meira af alheiminum en margir aðrir og uppgötvað smæð jarðar en um leið hversu ótrúlega dýrmæt hún er. Hún er viðkvæm og það þarf ekki mikið til þess að breyta henni. Eftir að ég áttaði mig á því hef ég verið mikill umhverfisverndari og reyni mitt allra besta í að fræða aðra og ganga á undan með góðu fordæmi. Síðustu kannski tvö til þrjú árin hef ég reynt að tala enn meira um umhverfismál því þau eru mikilvægustu málefnin. Án heilnæms vistkerfis og umhverfis erum við ekkert.“ Sjálfur segist Sævar hafa gert margar breytingar á eigin neysluvenjum. „Allar breytingar sem ég hef gert í átt að vistvænum lífsstíl hafa verið jákvæðar. Allar. Ég hef algerlega skorið niður allan óþarfa. Þá á ég meiri pening sem ég get notað í mikilvægari hluti. Ég reyni mitt allra besta til að draga úr matarsóun og hjóla og geng meira. Með meiri hreyfingu lagast svefninn og heilsan er betri. Ég hef líka fækkað flugferðum en það er erfiðast finnst mér, því ég hef eins og svo margir óskaplega gaman af því að skoða jörðina. Það er útilokað að vera fullkominn og lifa kolefnishlutlausu lífi en allar breytingar sem við gerum á lífsstíl okkar, sem því miður einkennist af sóun, eru af hinu góða.“Ef þú gætir ráðlagt þjóðinni að breyta einhverju einu, hvað væri það helst? „Góð en erfið spurning því við þurfum að taka okkur taki á öllum sviðum – og allir, hver einn og einasti, þarf að leggja sitt af mörkum. En ætli ég mundi ekki byrja á að ráðleggja fólki á að draga úr matarsóun. Matarsóun er ótrúlega sóðaleg, ekki bara umhverfislega séð heldur líka fjárhagslega. Það kemur sér vel fyrir budduna hjá öllum að minnka matarsóun og nýta þá tækifærið í leiðinni til þess að hreyfa sig meira. Frábær leið til að spara er að draga úr sóun en þannig lífsstíll er líka umhverfisvænn. Bara kýla á breytingarnar með jákvæðu hugarfari,“ segir Sævar að lokum.Sævar segir að ef hann gæti ráðlagt þjóðinni að breyta einhverju einu þá væri það að draga úr matarsóun enda sé hún ótrúlega sóðaleg, ekki bara umhverfislega séð heldur líka fjárhagslega.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Umhverfismál Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira