Nektarmyndartakan olli mömmu áhyggjum Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2019 10:30 Albert Brynjar og Ásgeir Börkur slá í gegn með fallegri mynd. „Án gríns bara frá því ég sá þessa mynd í desember, hef ég alltaf pælt í því hvernig þetta gat bara atvikast. Vinkonur á nærfötunum upp í rúmi að fá sér kaffibolla, það eitt og sér er auðvitað bara geggjað og alltaf spáð svo mikið í því hvernig það væri ef ég myndi reyna fá einhvern af vinum mínum í eitthvað svona, hver viðbrögðin yrðu,“ segir knattspyrnumaðurinn Albert Brynjar Ingason um færslu sínu á Twitter sem slegið hefur í gegn. Forsaga málsins er að Albert birti skjáskot af færslu hjá Sunnevu Einarsdóttur, einni vinsælustu samfélagsmiðlastjörnu landsins. Hún hafði birt mynd af sér og vinkonu sinni með kaffibolla á nærfötunum. Albert sendi öðrum knattspyrnumanni, Ásgeiri Berki Ásgeirssyni, skilaboð á Facebook. Í þeim skilaboðum stóð: „Sælir. Kíkja á mig í kaffibolla á nærfötunum upp í rúmi?“ Ásgeir svaraði: „Ertu loksins búinn að missa allt vit?“Eftir að hafa séð þessa mynd á Instagram hjá Sunnevu Einars fór ég að hugsa... Ætli ég geti fengið vin minn yfir í svona heimsókn. Svo ég ákvað bara að athuga og sendi skilaboð á vin minn Ásgeir Börk. pic.twitter.com/zIeC7nqI08 — Albert Ingason. (@Snjalli) February 27, 2019 „Langaði bara að gera tilraun út frá þessum pælingum, og senda á einn af mínum betri vinum og bjóða honum í kaffibolla á nærfötunum,“ segir Albert en tvö þúsund manns hafa núna líkað við þá færslu. En hann átti eftir að setja inn aðra enn vinsælli færslu í framhaldinu og það var þegar Ásgeir Börkur, þessi grjótharði knattspyrnumaður, mætti í verkefnið. Þar má sjá eftirlíkingu þeirra á myndinni frægu. Þegar þessi grein er skrifuð hafa 3500 manns líkað við þá færslu og telst það mjög mikið á Twitter.Náði honum! pic.twitter.com/pSlzClm8kc — Albert Ingason. (@Snjalli) March 2, 2019Er þetta langvinsælasta færslan þín?„Þetta er það nú sirka þrisvar sinnum vinsælli færsla en sú sem ég pinnaði fyrir nokkru síðan. Sú færsla var einmitt þegar það var æsingur í þjóðfélaginu yfir því að karlkyns þjálfarateymið úr íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu hafi staðið fremstir í röð á myndatöku fyrir liðið áður en farið var á stórmót. Svo ég auðvitað bara sem partur af þjóðfélaginu smitaðist af því, eðlilega. Sé svo karlmann fyrir framan konu í röð í Krónunni, varð gjörsamlega misboðið og labbaði út.“Sá karlmann standa fyrir FRAMAN konu í röð í krónunni áðan, var gjörsamlega MISBOÐIÐ og labbaði út. — Albert Ingason. (@Snjalli) July 16, 2017En var ekkert erfitt að sannfæra Ásgeir Börk að koma í myndatökuna?„Þetta er bara eins og í boltanum, þá þarftu góðan liðsfélaga til þess að leggja upp á þig færin ef þú ætlar að skora eitthvað. Í þessu tilfelli var það Lager bjórinn sem bjó til þetta færi fyrir mig.“ Albert segist vera ánægður með myndina. „Mér finnst Börkur ná sinni dömu frábærlega en ég er í ruglinu, ég hræðist mitt eigið andlit á þessari mynd,“ segir Albert sem sendi blaðamanni nærmynd af andliti sínu.Albert var ekkert sérstaklega sáttur við svip sinn.„Sunnevan mín er scary. Ég er líka bara alls ekki að horfa í sömu átt og Sunneva gerir og vinstri höndin á mér er á röngum stað sem og fóturinn á mér. Við tókum nokkrar myndir og ég bara gat ekki náð Sunnevu alveg 100 prósent. Við vorum bara tveir reynslulitlir menn og settum 10 sekúndna tímastillingu á símann. Ég var farinn að svitna svakalega úr stressi því Börkur hafði ekki þolinmæðina í þetta og módelbransinn er harður. Svo eftir mynd númer 5 eða eitthvað þá sagði bara Börkur að þetta væri bara myndin sem við myndum nota, fleygði svo í mig blautþurrkum fyrir handarkrikann. Stemningin var skrítin næsta korterið.“ Svo kom að því að móðir Alberts tók eftir færslunni. Hún hafði greinilega áhyggjur af sínum manni og sendi honum þessi skilaboð: „Albert, ég var að sjá myndina af þér og vini þínum í rúminu, þetta er nú ekki alveg eðlilegt hvað þér dettur í hug, þú eignast aldrei konu ef þú heldur svona áfram, og hana nú.“Móðir mín hefur nú tjáð sig um myndina. Og hana nú. pic.twitter.com/zhy0XW2Hs9 — Albert Ingason. (@Snjalli) March 5, 2019Af hverju hefur mamma þín svona miklar áhyggjur?„Held að það séu tvær ástæður. Aðallega held ég að það sé út af því að hún vill að ég einbeiti mér að einhverju öðru en að bögga sig, ég heiti t.d. enn þá Geit í símanum hennar eftir að ég breytti mér þar, ásamt því að setja mynd af geit og svo hringdi ég og jarmaði á hana í dágóðan tíma. Einnig held ég að hún treysti mér bara ekki fyrir sjálfum mér, hún er sennilega á þeirri skoðun að það sé bara tímaspursmál hvenær ég kveiki óvart í sjálfum mér.“ Albert segir að Sunneva hafi ekki haft samband við hann í kjölfar myndanna. „Vonandi tóku þessar dömur nú þessu ekkert illa. Bara létt grín hjá okkur, vonandi var kaffið þeirra gott og vonandi fór betur um þær heldur en mig og Börkinn og hver veit stelpur, hellið upp á kakó næst og þá er aldrei að vita hvort að ein sveitt Sunneva Alberts mæti á svæðið.“ Pepsi Max-deild karla Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00 Hver mynd getur tekið allt upp í þrjá tíma "Það fer mjög mikið eftir því hvort ég er að eiga góðan dag eða ekki. Ef hárið er í lagi eða make-upið en þetta getur tekið upp í tvo til þrjá tíma,“ 4. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
„Án gríns bara frá því ég sá þessa mynd í desember, hef ég alltaf pælt í því hvernig þetta gat bara atvikast. Vinkonur á nærfötunum upp í rúmi að fá sér kaffibolla, það eitt og sér er auðvitað bara geggjað og alltaf spáð svo mikið í því hvernig það væri ef ég myndi reyna fá einhvern af vinum mínum í eitthvað svona, hver viðbrögðin yrðu,“ segir knattspyrnumaðurinn Albert Brynjar Ingason um færslu sínu á Twitter sem slegið hefur í gegn. Forsaga málsins er að Albert birti skjáskot af færslu hjá Sunnevu Einarsdóttur, einni vinsælustu samfélagsmiðlastjörnu landsins. Hún hafði birt mynd af sér og vinkonu sinni með kaffibolla á nærfötunum. Albert sendi öðrum knattspyrnumanni, Ásgeiri Berki Ásgeirssyni, skilaboð á Facebook. Í þeim skilaboðum stóð: „Sælir. Kíkja á mig í kaffibolla á nærfötunum upp í rúmi?“ Ásgeir svaraði: „Ertu loksins búinn að missa allt vit?“Eftir að hafa séð þessa mynd á Instagram hjá Sunnevu Einars fór ég að hugsa... Ætli ég geti fengið vin minn yfir í svona heimsókn. Svo ég ákvað bara að athuga og sendi skilaboð á vin minn Ásgeir Börk. pic.twitter.com/zIeC7nqI08 — Albert Ingason. (@Snjalli) February 27, 2019 „Langaði bara að gera tilraun út frá þessum pælingum, og senda á einn af mínum betri vinum og bjóða honum í kaffibolla á nærfötunum,“ segir Albert en tvö þúsund manns hafa núna líkað við þá færslu. En hann átti eftir að setja inn aðra enn vinsælli færslu í framhaldinu og það var þegar Ásgeir Börkur, þessi grjótharði knattspyrnumaður, mætti í verkefnið. Þar má sjá eftirlíkingu þeirra á myndinni frægu. Þegar þessi grein er skrifuð hafa 3500 manns líkað við þá færslu og telst það mjög mikið á Twitter.Náði honum! pic.twitter.com/pSlzClm8kc — Albert Ingason. (@Snjalli) March 2, 2019Er þetta langvinsælasta færslan þín?„Þetta er það nú sirka þrisvar sinnum vinsælli færsla en sú sem ég pinnaði fyrir nokkru síðan. Sú færsla var einmitt þegar það var æsingur í þjóðfélaginu yfir því að karlkyns þjálfarateymið úr íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu hafi staðið fremstir í röð á myndatöku fyrir liðið áður en farið var á stórmót. Svo ég auðvitað bara sem partur af þjóðfélaginu smitaðist af því, eðlilega. Sé svo karlmann fyrir framan konu í röð í Krónunni, varð gjörsamlega misboðið og labbaði út.“Sá karlmann standa fyrir FRAMAN konu í röð í krónunni áðan, var gjörsamlega MISBOÐIÐ og labbaði út. — Albert Ingason. (@Snjalli) July 16, 2017En var ekkert erfitt að sannfæra Ásgeir Börk að koma í myndatökuna?„Þetta er bara eins og í boltanum, þá þarftu góðan liðsfélaga til þess að leggja upp á þig færin ef þú ætlar að skora eitthvað. Í þessu tilfelli var það Lager bjórinn sem bjó til þetta færi fyrir mig.“ Albert segist vera ánægður með myndina. „Mér finnst Börkur ná sinni dömu frábærlega en ég er í ruglinu, ég hræðist mitt eigið andlit á þessari mynd,“ segir Albert sem sendi blaðamanni nærmynd af andliti sínu.Albert var ekkert sérstaklega sáttur við svip sinn.„Sunnevan mín er scary. Ég er líka bara alls ekki að horfa í sömu átt og Sunneva gerir og vinstri höndin á mér er á röngum stað sem og fóturinn á mér. Við tókum nokkrar myndir og ég bara gat ekki náð Sunnevu alveg 100 prósent. Við vorum bara tveir reynslulitlir menn og settum 10 sekúndna tímastillingu á símann. Ég var farinn að svitna svakalega úr stressi því Börkur hafði ekki þolinmæðina í þetta og módelbransinn er harður. Svo eftir mynd númer 5 eða eitthvað þá sagði bara Börkur að þetta væri bara myndin sem við myndum nota, fleygði svo í mig blautþurrkum fyrir handarkrikann. Stemningin var skrítin næsta korterið.“ Svo kom að því að móðir Alberts tók eftir færslunni. Hún hafði greinilega áhyggjur af sínum manni og sendi honum þessi skilaboð: „Albert, ég var að sjá myndina af þér og vini þínum í rúminu, þetta er nú ekki alveg eðlilegt hvað þér dettur í hug, þú eignast aldrei konu ef þú heldur svona áfram, og hana nú.“Móðir mín hefur nú tjáð sig um myndina. Og hana nú. pic.twitter.com/zhy0XW2Hs9 — Albert Ingason. (@Snjalli) March 5, 2019Af hverju hefur mamma þín svona miklar áhyggjur?„Held að það séu tvær ástæður. Aðallega held ég að það sé út af því að hún vill að ég einbeiti mér að einhverju öðru en að bögga sig, ég heiti t.d. enn þá Geit í símanum hennar eftir að ég breytti mér þar, ásamt því að setja mynd af geit og svo hringdi ég og jarmaði á hana í dágóðan tíma. Einnig held ég að hún treysti mér bara ekki fyrir sjálfum mér, hún er sennilega á þeirri skoðun að það sé bara tímaspursmál hvenær ég kveiki óvart í sjálfum mér.“ Albert segir að Sunneva hafi ekki haft samband við hann í kjölfar myndanna. „Vonandi tóku þessar dömur nú þessu ekkert illa. Bara létt grín hjá okkur, vonandi var kaffið þeirra gott og vonandi fór betur um þær heldur en mig og Börkinn og hver veit stelpur, hellið upp á kakó næst og þá er aldrei að vita hvort að ein sveitt Sunneva Alberts mæti á svæðið.“
Pepsi Max-deild karla Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00 Hver mynd getur tekið allt upp í þrjá tíma "Það fer mjög mikið eftir því hvort ég er að eiga góðan dag eða ekki. Ef hárið er í lagi eða make-upið en þetta getur tekið upp í tvo til þrjá tíma,“ 4. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00
Hver mynd getur tekið allt upp í þrjá tíma "Það fer mjög mikið eftir því hvort ég er að eiga góðan dag eða ekki. Ef hárið er í lagi eða make-upið en þetta getur tekið upp í tvo til þrjá tíma,“ 4. nóvember 2018 10:00