Ríkið sýknað af skaðabótakröfu Ástu Kristínar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2019 10:23 Ásta Kristín var sýknuð af ákæru ríkissaksóknara í málinu gegn henni. Hún krafðist skaðabóta vegna málsóknarinnar. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012. Ásta var sýknuð af ákærunni og fór hún fram á miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríki hins vegar af miskabótakröfu Ástu. Landsréttur staðfesti þann dóm 28. september síðastliðinn. Hæstiréttur samþykkti málskotsbeiðni Ástu og áfrýjaði hún því málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán Í umfjöllun um málið á vef Hæstaréttar segir að útgáfa ákæru og höfðun sakamáls gæti ekki leitt til bótaskyldu á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða. Þeir einir ættu rétt á bótum er sætt hefðu nánar tilgreindum rannsóknaraðgerðum svo sem símahlustun, handtöku eða gæsluvarðhaldi. Ásta sætti hins vegar ekki slíkum aðgerðum var kröfu hennar um bætur á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða því hafnað. Þá var ekki talið að færðar hefðu verið sönnur á að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar í skilningi skaðabótalaga. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu konunnar. Í viðtali við fréttastofu eftir að dómur Landsréttar féll á síðasta ári sagði Ásta að niðurstaðan væri mikið áfall. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar.„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ sagði Ásta. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. 16. nóvember 2018 07:00 „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00 Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu hjúkrunafræðings sem var sýknuð af ákæru um gáleysi í starfi sem leiddi til dauða sjúklings. Árið 2015 var Ásta Kristín Andrésdóttir ákærð fyrir manndráp af gáleysi og fyrir brot á hjúkrunarlögum á þeim grundelli að hún hefði gleymt að tæma loft úr kraga barkaraufarrennu þegar hún tók sjúkling úr öndunarvél 3. október 2012. Ásta var sýknuð af ákærunni og fór hún fram á miskabætur vegna málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríki hins vegar af miskabótakröfu Ástu. Landsréttur staðfesti þann dóm 28. september síðastliðinn. Hæstiréttur samþykkti málskotsbeiðni Ástu og áfrýjaði hún því málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.Fréttablaðið/Stefán Í umfjöllun um málið á vef Hæstaréttar segir að útgáfa ákæru og höfðun sakamáls gæti ekki leitt til bótaskyldu á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða. Þeir einir ættu rétt á bótum er sætt hefðu nánar tilgreindum rannsóknaraðgerðum svo sem símahlustun, handtöku eða gæsluvarðhaldi. Ásta sætti hins vegar ekki slíkum aðgerðum var kröfu hennar um bætur á grundvelli hlutlægrar bótaábyrgða því hafnað. Þá var ekki talið að færðar hefðu verið sönnur á að íslenska ríkið hefði með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar í skilningi skaðabótalaga. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu konunnar. Í viðtali við fréttastofu eftir að dómur Landsréttar féll á síðasta ári sagði Ásta að niðurstaðan væri mikið áfall. Rannsóknin hefði haft gríðarleg áhrif á mannorð hennar og einkalíf fjölskyldu hennar.„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína. Barnið mitt sem er unglingur þurfti að fullorðnast þegar ég sagði henni frá þessu og það hefur áhrif á okkar samskipti og hvernig henni og mér líður,“ sagði Ásta. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Tengdar fréttir Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. 16. nóvember 2018 07:00 „Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00 Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Bótamál hjúkrunarfræðings fer til Hæstaréttar Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Ástu Kristínar Andrésdóttur um áfrýjun dóms Landsréttar sem hafnaði kröfu hennar um skaðabætur frá ríkinu. 16. nóvember 2018 07:00
„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“ Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum. 29. september 2018 20:00
Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. 28. september 2018 15:37