Innlent

Farþegafjöldi Icelandair jókst um 9 prósent í febrúar

Birgir Olgeirsson skrifar
Sætanýting var 75,6% samanborið við 74,3% í febrúar í fyrra.
Sætanýting var 75,6% samanborið við 74,3% í febrúar í fyrra. Vísir/Vilhelm
Farþegafjöldi Icelandair var 208 þúsund í febrúar og jókst um níu prósent miðað við febrúar í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en þar segir að framboð hafi verið aukið um átta prósent en sætanýting var 75,6% samanborið við 74,3% í febrúar í fyrra.

Farþegar Air Iceland Connect voru um 20 þúsund og fækkaði um 10% á milli ára. Skýrist það aðallega af flugi til Aberdeen og Belfast sem var lagt niður í maí á síðasta ári. Sætanýting nam 66,0% og jókst um 3,4 prósentustig á milli ára.

Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 16% milli ára vegna færri verkefna en á sama tíma fyrir ári. Fraktflutningar jukust um 6%.

Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 20%. Herbergjanýting var 79,0% samanborið við 84,9% í febrúar 2018. Skýrist það aðallega af lakari herbergjanýtingu á landsbyggðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×