Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 08:41 Andstæðingur þungunarrofs mótmælir við Hæstarétt Bandaríkjanna. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Dómari í Alabama hefur fallist á að fóstur sem var eytt hafi lagaleg réttindi og að karlmaður geti höfðað mál fyrir hönd þess. Maðurinn ætlar að stefna heilsugæslustöð þar sem fyrrverandi kærasta hans gekkst undir þungunarrof og framleiðanda pillunnar sem henni var gefin. Úrskurðurinn byggir á umdeildum lögum í Alabama um réttindi „ófæddra barna“. Þáverandi kærasta Ryans Magers lét framkvæma þungunarrof í sjöttu viku þrátt fyrir að hann hefði gengið hart að henni að gera það ekki árið 2017. Hann hefur nú fengið dómsúrskurð um að hann geti nefnt fóstrið sem meðstefnanda í stefnu vegna „dauðsfalls“, að sögn Washington Post. Stúlkan var sextán ára gömul þegar hún varð ólétt, að sögn föður hennar. Magers hafi verið 19 ára og atvinnulaus þegar parið komst að því að hún væri þunguð. Faðir stúlkunnar segir að fjölskyldan sé „eyðilögð“ vegna málsóknarinnar. Grundvöllur úrskurðarins er viðauki við stjórnarskrá Alabama sem kjósendur samþykktu í fyrra. Með honum var fóstrum veitt lagaleg réttindi. Baráttuhópar fyrir rétti kvenna til þungunarrofs segja að úrskurðurinn nú setji hættulegt fordæmi þar sem hugmyndir um að veita fósturvísum og fóstrum réttindi á við einstaklinga hafi skotið upp kollinum víða. Dæmi eru um að konur sem neyttu áfengis eða fíkniefna á meðgöngu hafi verið ákærðar fyrir barnamisnotkun þegar þær misstu fóstur. Ilyse Hogue, forseti NARAL, samtaka sem styðja réttinn á þungunarrofi, segir að málshöfðunin í Alabama þýði að réttindi konu séu í þriðja sæti á eftir réttindum karlmannsins sem þungaði þær og fóstursins sem þær eyða. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Sjá meira
Dómari í Alabama hefur fallist á að fóstur sem var eytt hafi lagaleg réttindi og að karlmaður geti höfðað mál fyrir hönd þess. Maðurinn ætlar að stefna heilsugæslustöð þar sem fyrrverandi kærasta hans gekkst undir þungunarrof og framleiðanda pillunnar sem henni var gefin. Úrskurðurinn byggir á umdeildum lögum í Alabama um réttindi „ófæddra barna“. Þáverandi kærasta Ryans Magers lét framkvæma þungunarrof í sjöttu viku þrátt fyrir að hann hefði gengið hart að henni að gera það ekki árið 2017. Hann hefur nú fengið dómsúrskurð um að hann geti nefnt fóstrið sem meðstefnanda í stefnu vegna „dauðsfalls“, að sögn Washington Post. Stúlkan var sextán ára gömul þegar hún varð ólétt, að sögn föður hennar. Magers hafi verið 19 ára og atvinnulaus þegar parið komst að því að hún væri þunguð. Faðir stúlkunnar segir að fjölskyldan sé „eyðilögð“ vegna málsóknarinnar. Grundvöllur úrskurðarins er viðauki við stjórnarskrá Alabama sem kjósendur samþykktu í fyrra. Með honum var fóstrum veitt lagaleg réttindi. Baráttuhópar fyrir rétti kvenna til þungunarrofs segja að úrskurðurinn nú setji hættulegt fordæmi þar sem hugmyndir um að veita fósturvísum og fóstrum réttindi á við einstaklinga hafi skotið upp kollinum víða. Dæmi eru um að konur sem neyttu áfengis eða fíkniefna á meðgöngu hafi verið ákærðar fyrir barnamisnotkun þegar þær misstu fóstur. Ilyse Hogue, forseti NARAL, samtaka sem styðja réttinn á þungunarrofi, segir að málshöfðunin í Alabama þýði að réttindi konu séu í þriðja sæti á eftir réttindum karlmannsins sem þungaði þær og fóstursins sem þær eyða.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Sjá meira