Segir almenna borgara ekki geta beitt sömu afsökunum og ríkið beiti Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2019 13:13 Guðmundur Ingi Kristinsson, formaður þingflokks Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi harðlega á Alþingi í morgun að enn væri ekki byrjað að greiða öryrkjum leiðréttingar vegna ólöglegra búsetuskerðinga á bótum þeirra. Félagsmálaráðherra sagði engan vafa leika á að leiðrétta ætti greiðslurnar en tíma tæki að reikna út leiðréttingu hvers og eins. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu um mitt ár í fyrra að Tryggingastofnun hafi ekki verið heimilt að skerða örorkubætur allt frá árinu 2009 hjá fólki sem hafði tímabundið búið eða dvalið í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu og hafa stofnunin og stjórnvöld viðurkennt að ekki var farið að lögum. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun væri ekki enn farin að greiða leiðréttingar aftur í tímann. „En þegar það á að fara að endurgreiða þetta, þá er það svo flókið. Þegar einstaklingur brýtur lög gagnvart banka eða ríkinu, getur hann þá sagt ég ætla ekki að borga næstu átján mánuði eða svo af því þetta er svo flókið fyrir mig að reikna þetta út.“Ásmundur Einar Daðason.VísirSpurði Guðmundur Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra hvers vegna ekki væri farið að greiða út þessar leiðréttingar til fólks sem vegna þeirra hafi þurft að lifa á 18 til 80 þúsund krónum á mánuði undanfarin ár. Nú þegar væri farið að greiða út réttar bætur í upphafi hvers mánaðar, sem byggðu á sömu upplýsingum frá systurstofnunum í öðrum löndum og leiðréttingar ættu að byggja á. Ráðherra sagði Tryggingastofnun hafa sett fram áætlun um með hvaða hætti leiðréttingarnar verði greiddar út. „Þar sem að gert er ráð fyrir að það þurfi að hafa samband við systurstofnanir Tryggingastofnunar í þeim löndum sem að einstaklingarnir sem þetta varðar hafa búið í. Hann gerði ráð fyrir að Tryggingastofnun reyndi að vinna þetta eins hratt og mögulegt væri. „Og við þurfum að safna þessum upplýsingum og við þurfum að afla okkur fjárheimilda síðan fyrir þeim. Vera viss um að það rúmist innan þess fjárramma sem að ráðuneytið hefur,“ sagði Ásmundur Einar Daðason „Fjármálaráðherra er búinn að segja að það á að borga þetta. Ef fólk átti þennan rétt þá á bara að borga. Það þarf enga heimild. Við erum að tala um fólk sem ætti að vera með 200 þúsund útborgaðar en eru kannski með 18 til áttatíu þúsund,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson. Alþingi Félagsmál Flokkur fólksins Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi harðlega á Alþingi í morgun að enn væri ekki byrjað að greiða öryrkjum leiðréttingar vegna ólöglegra búsetuskerðinga á bótum þeirra. Félagsmálaráðherra sagði engan vafa leika á að leiðrétta ætti greiðslurnar en tíma tæki að reikna út leiðréttingu hvers og eins. Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu um mitt ár í fyrra að Tryggingastofnun hafi ekki verið heimilt að skerða örorkubætur allt frá árinu 2009 hjá fólki sem hafði tímabundið búið eða dvalið í öðrum löndum á evrópska efnahagssvæðinu og hafa stofnunin og stjórnvöld viðurkennt að ekki var farið að lögum. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að Tryggingastofnun væri ekki enn farin að greiða leiðréttingar aftur í tímann. „En þegar það á að fara að endurgreiða þetta, þá er það svo flókið. Þegar einstaklingur brýtur lög gagnvart banka eða ríkinu, getur hann þá sagt ég ætla ekki að borga næstu átján mánuði eða svo af því þetta er svo flókið fyrir mig að reikna þetta út.“Ásmundur Einar Daðason.VísirSpurði Guðmundur Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra hvers vegna ekki væri farið að greiða út þessar leiðréttingar til fólks sem vegna þeirra hafi þurft að lifa á 18 til 80 þúsund krónum á mánuði undanfarin ár. Nú þegar væri farið að greiða út réttar bætur í upphafi hvers mánaðar, sem byggðu á sömu upplýsingum frá systurstofnunum í öðrum löndum og leiðréttingar ættu að byggja á. Ráðherra sagði Tryggingastofnun hafa sett fram áætlun um með hvaða hætti leiðréttingarnar verði greiddar út. „Þar sem að gert er ráð fyrir að það þurfi að hafa samband við systurstofnanir Tryggingastofnunar í þeim löndum sem að einstaklingarnir sem þetta varðar hafa búið í. Hann gerði ráð fyrir að Tryggingastofnun reyndi að vinna þetta eins hratt og mögulegt væri. „Og við þurfum að safna þessum upplýsingum og við þurfum að afla okkur fjárheimilda síðan fyrir þeim. Vera viss um að það rúmist innan þess fjárramma sem að ráðuneytið hefur,“ sagði Ásmundur Einar Daðason „Fjármálaráðherra er búinn að segja að það á að borga þetta. Ef fólk átti þennan rétt þá á bara að borga. Það þarf enga heimild. Við erum að tala um fólk sem ætti að vera með 200 þúsund útborgaðar en eru kannski með 18 til áttatíu þúsund,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson.
Alþingi Félagsmál Flokkur fólksins Tryggingar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira