Íhugar að endurvekja bólusetningatillögu: „Eitthvað þurfum við að gera“ Sylvía Hall skrifar 7. mars 2019 17:34 Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Hildur lagði fram slíka tillögu í september á síðasta ári en hún var felld með þrettán atkvæðum gegn tíu. Hildur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Nýverið hafa borist fregnir af mislingatilfellum hér á landi eftir að mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest hér á landi í kjölfarið, tveir fullorðnir og tvö börn.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Hildur segir full ástæða vera til að velta því fyrir sér hvort tillagan eigi erindi á borð borgarstjórnar á ný eftir fréttir síðustu daga. Hún hafi lagt tillöguna fram síðasta haust eftir að Alþjóða heilbrigðisstofnunin sendi frá sér tilkynningu vegna mislingafaraldar í Evrópu og kallaði eftir aðgerðum. „Við erum að sjá það að tíðni bólusettra barna á Íslandi fer minnkandi og það er ekki vegna þess að þeim foreldrum sem eru á móti bólusetningum fari fjölgandi heldur virðist vera sem fólk sé bara hreinlega að gleyma sér,“ segir Hildur og bætir við að tillagan gæti orðið til þess að fólk yrði meðvitaðara um bólusetningar ef það væri skilyrði fyrir leikskólaplássi.Sjá einnig: Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Þá segir Hildur að við séum að sjá afleiðingar þess að fólk vanræki það að bólusetja börnin sín og þetta sé það sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin varaði við. „Það er alveg ástæða til að hugsa hvort við eigum að endurtaka tillöguna eða eigum við kannski að finna einhverja aðra leið. Mér hefur dottið í hug hvort að leikskólar og heilsugæsla eiga að fara í meira samstarf. Það má finna einhvern flöt á því en eitthvað þurfum við að gera.“Bólusetningar ekki pólitískt mál Aðspurð hvort hún haldi að tillagan hafi verið felld á sínum tíma vegna þess að hún kom úr „rangri átt“ segir Hildur það geta verið. Það virðist skipta máli hvaðan gott kemur en þannig eigi það ekki að vera, sérstaklega ekki í málum sem varða nær alla í samfélaginu. „Þetta er náttúrulega ekki flokkspólitískt mál, þetta er bara heilbrigðismál og öryggismál.“ Þá segist Hildur hafa fundið mikinn meðbyr með tillögunni á sínum tíma enda sé foreldrum mjög annt um hag og heilsu barna sinna. „Við flest förum og tryggjum börnunum okkar þessar almennu bólusetningar og þá er auðvitað ótækt að aðrir séu að setja börnin okkar í hættu sem sjá ekki um þetta,“ segir Hildur. Hún segir það hafa verið nokkuð pirrandi að heyra af mislingatilfellum eftir að hafa reynt að koma í veg fyrir slíkt með tillögunni. Á þeim tíma hafi verið ljóst að grípa þyrfti til aðgerða og fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Maður óttast auðvitað að þessum tilfellum fari fjölgandi af því nú erum við svo opin fyrir umheiminum. Við erum að fá stríðan straum ferðamanna til landsins og við sjálf erum að ferðast um heiminn,“ segir Hildur og bætir við að við þurfum að passa upp á heilsu okkar og barnanna okkar. Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, íhugar að leggja aftur fram tillögu þess efnis að almennar bólusetningar verði gerðar að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar. Hildur lagði fram slíka tillögu í september á síðasta ári en hún var felld með þrettán atkvæðum gegn tíu. Hildur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Nýverið hafa borist fregnir af mislingatilfellum hér á landi eftir að mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Fjögur mislingasmit hafa verið staðfest hér á landi í kjölfarið, tveir fullorðnir og tvö börn.Sjá einnig: Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Hildur segir full ástæða vera til að velta því fyrir sér hvort tillagan eigi erindi á borð borgarstjórnar á ný eftir fréttir síðustu daga. Hún hafi lagt tillöguna fram síðasta haust eftir að Alþjóða heilbrigðisstofnunin sendi frá sér tilkynningu vegna mislingafaraldar í Evrópu og kallaði eftir aðgerðum. „Við erum að sjá það að tíðni bólusettra barna á Íslandi fer minnkandi og það er ekki vegna þess að þeim foreldrum sem eru á móti bólusetningum fari fjölgandi heldur virðist vera sem fólk sé bara hreinlega að gleyma sér,“ segir Hildur og bætir við að tillagan gæti orðið til þess að fólk yrði meðvitaðara um bólusetningar ef það væri skilyrði fyrir leikskólaplássi.Sjá einnig: Segir eftirfylgni bólusetninga ekki vera að skila nægum árangri Þá segir Hildur að við séum að sjá afleiðingar þess að fólk vanræki það að bólusetja börnin sín og þetta sé það sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin varaði við. „Það er alveg ástæða til að hugsa hvort við eigum að endurtaka tillöguna eða eigum við kannski að finna einhverja aðra leið. Mér hefur dottið í hug hvort að leikskólar og heilsugæsla eiga að fara í meira samstarf. Það má finna einhvern flöt á því en eitthvað þurfum við að gera.“Bólusetningar ekki pólitískt mál Aðspurð hvort hún haldi að tillagan hafi verið felld á sínum tíma vegna þess að hún kom úr „rangri átt“ segir Hildur það geta verið. Það virðist skipta máli hvaðan gott kemur en þannig eigi það ekki að vera, sérstaklega ekki í málum sem varða nær alla í samfélaginu. „Þetta er náttúrulega ekki flokkspólitískt mál, þetta er bara heilbrigðismál og öryggismál.“ Þá segist Hildur hafa fundið mikinn meðbyr með tillögunni á sínum tíma enda sé foreldrum mjög annt um hag og heilsu barna sinna. „Við flest förum og tryggjum börnunum okkar þessar almennu bólusetningar og þá er auðvitað ótækt að aðrir séu að setja börnin okkar í hættu sem sjá ekki um þetta,“ segir Hildur. Hún segir það hafa verið nokkuð pirrandi að heyra af mislingatilfellum eftir að hafa reynt að koma í veg fyrir slíkt með tillögunni. Á þeim tíma hafi verið ljóst að grípa þyrfti til aðgerða og fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. „Maður óttast auðvitað að þessum tilfellum fari fjölgandi af því nú erum við svo opin fyrir umheiminum. Við erum að fá stríðan straum ferðamanna til landsins og við sjálf erum að ferðast um heiminn,“ segir Hildur og bætir við að við þurfum að passa upp á heilsu okkar og barnanna okkar.
Borgarstjórn Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01 Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13 Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00 Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Óbólusett börn á Barnalæknaþjónustunni í mislingahættu Barn með mislinga var á biðstofu Barnalæknaþjónustunnar síðastliðinn sunnudag. 6. mars 2019 23:01
Rafvirki á Reyðarfirði lýsir því hvernig var að veikjast af mislingum Hafði samband við lækni þegar útbrotin létu sjá sig en hafði áður upplifað skelfilega daga í veikindunum. 6. mars 2019 19:13
Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Ekkert nýsmit var skráð í gær en mikið var að gera á símavakt Læknavaktarinnar í gær. Sóttvarnalæknir segir tugi einstaklinga undir smásjá heilbrigðisyfirvalda vegna hugsanlegs smits. Nýsmit gætu komið fram á næstu tíu dögum. 7. mars 2019 06:00
Segir foreldrana hafa fengið staðfest að barnið væri ekki með mislinga Framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar segir að foreldrar átján mánaða barns sem greindist með mislinga hafi fengið staðfest að barnið hefði ekki smitast. Þess vegna hafi foreldrarnir farið með barnið á leikskólann, þvert á ráðleggingar sem landlæknisembættið gefur út þegar um mögulegt smit er að ræða. 6. mars 2019 12:06