Fagnaði í 10 til 15 sekúndur en áttaði sig síðan á því hverju hann hafði lofað á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2019 12:30 Ole Gunnar Solskjær fagnar í París. Getty/Chris Brunskill Norðmaðurinn Tor Henrik Stensland er mikill stuðningsmaður Manchester United og hann hefur upplifað skemmtilegar vikur eftir að landi hans Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford. Stensland bjóst aftur á móti ekki við sigri í París. Norska Dagbladet segir frá loforði Tor Henrik Stensland í vikunni, loforði sem gerði allt annað en að gleðja mömmu og hans og pabba. Stensland hafði svo litla trú á því að Manchester United liðið færi áfram í Meistaradeildinni að hann lofaði því inn á Twitter að fá sér húðflúr með andliti Ole Gunnar Solskjær ef það tækist.Skulle Man Utd snu det å gå videre idag tattoverer jeg ansiktet til Solskjær i et ratt. Null sjanse, kan ikke gå. — Tor Henrik Stensland (@Toricharito) March 6, 2019„Ég taldi að það væri svo litlar líka á því að þeir kæmust áfram. Stuðullinn var 1,03 á PSG, það voru tíu menn meiddir hjá United og fullt af táningum á bekknum. Þetta átti ekki að geta gerst,“ sagði Tor Henrik Stensland við Dagbladet. „Mamma og pabbi voru ekki ánægð. Þau eru stödd í fríi á strönd í Tælandi og eru mjög súr yfir þessu,“ sagði Stensland. Stensland er nú byrjaður að safna fyrir húðflúrinu á Twitter og segir allan umfram pening fara til góðgerðamála. Margir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu gríðarlega þegar Marcus Rashford kom liðinu í 3-1 í uppbótatíma leiksins í París á miðvikudagskvöldið. Stensland horfði á leikinn heima hjá sér og var einn af þeim en svo runnu á hann tvær grímur."To be a part of those celebrations is fantastic." Here's a word from Ole #MUFCpic.twitter.com/gkzhr6z8fy — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019„Ég var mjög ánægður í tíu til fimmtán sekúndur. Síðan áttaði ég mig á því hvað myndi gerast þegar Twitter færi á flug. Þá tók við smá þunglyndi. Núna er ég sáttur með þetta,“ sagði Stensland. Og ætlar hann að fá sér þetta húðflúr af Ole Gunnari? „Já, ég verð að gera það. Nú hefur allur Twitter séð þessa yfirlýsingu mína og ég á því ekkert val. Húðflúrið verður væntanlega á lærinu sem er viðeigandi,“ sagði Stensland. „Mörgum finnst þetta vera mjög fyndið og þetta verður örugglega saga til að segja barnabörnunum í framtíðinni,“ sagði Stensland.A look at who else will be in the hat on 15 March... #MUFC#UCL — Manchester United (@ManUtd) March 7, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Norðmaðurinn Tor Henrik Stensland er mikill stuðningsmaður Manchester United og hann hefur upplifað skemmtilegar vikur eftir að landi hans Ole Gunnar Solskjær settist í stjórastólinn á Old Trafford. Stensland bjóst aftur á móti ekki við sigri í París. Norska Dagbladet segir frá loforði Tor Henrik Stensland í vikunni, loforði sem gerði allt annað en að gleðja mömmu og hans og pabba. Stensland hafði svo litla trú á því að Manchester United liðið færi áfram í Meistaradeildinni að hann lofaði því inn á Twitter að fá sér húðflúr með andliti Ole Gunnar Solskjær ef það tækist.Skulle Man Utd snu det å gå videre idag tattoverer jeg ansiktet til Solskjær i et ratt. Null sjanse, kan ikke gå. — Tor Henrik Stensland (@Toricharito) March 6, 2019„Ég taldi að það væri svo litlar líka á því að þeir kæmust áfram. Stuðullinn var 1,03 á PSG, það voru tíu menn meiddir hjá United og fullt af táningum á bekknum. Þetta átti ekki að geta gerst,“ sagði Tor Henrik Stensland við Dagbladet. „Mamma og pabbi voru ekki ánægð. Þau eru stödd í fríi á strönd í Tælandi og eru mjög súr yfir þessu,“ sagði Stensland. Stensland er nú byrjaður að safna fyrir húðflúrinu á Twitter og segir allan umfram pening fara til góðgerðamála. Margir stuðningsmenn Manchester United fögnuðu gríðarlega þegar Marcus Rashford kom liðinu í 3-1 í uppbótatíma leiksins í París á miðvikudagskvöldið. Stensland horfði á leikinn heima hjá sér og var einn af þeim en svo runnu á hann tvær grímur."To be a part of those celebrations is fantastic." Here's a word from Ole #MUFCpic.twitter.com/gkzhr6z8fy — Manchester United (@ManUtd) March 6, 2019„Ég var mjög ánægður í tíu til fimmtán sekúndur. Síðan áttaði ég mig á því hvað myndi gerast þegar Twitter færi á flug. Þá tók við smá þunglyndi. Núna er ég sáttur með þetta,“ sagði Stensland. Og ætlar hann að fá sér þetta húðflúr af Ole Gunnari? „Já, ég verð að gera það. Nú hefur allur Twitter séð þessa yfirlýsingu mína og ég á því ekkert val. Húðflúrið verður væntanlega á lærinu sem er viðeigandi,“ sagði Stensland. „Mörgum finnst þetta vera mjög fyndið og þetta verður örugglega saga til að segja barnabörnunum í framtíðinni,“ sagði Stensland.A look at who else will be in the hat on 15 March... #MUFC#UCL — Manchester United (@ManUtd) March 7, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira