Átak í mislingabólusetningum og grunur um fimmta smitið Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 12:40 Forgangshópar eru hvattir til að mæta í bólusetningu gegn mislingum sem hefjast strax í dag. Vísir/Anton Brink Sóttvarnalæknir og fulltrúar heilbrigðisyfirvalda hvetja fólk sem er fætt árið 1970 eða síðar og er óbólusett við mislingum og þá sem eru útsettir fyrir smiti til að mæta í bólusetningu sem boðið verður upp á frá og með deginum í dag. Grunur er um fimmta mislingasmitið á landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að nokkur mislingasmit greindust á landinu. Grunur vaknaði um fimmta smitið í gær. Sá einstaklingur komst í snertingu við einstakling sem kom með flugi til Egilsstaða 15. febrúar og greindist síðar með mislinga. Niðurstaðna um mögulegt smit er sagt að vænta síðar í dag. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að ákvörðunin um að bjóða upp á bólusetningar við mislingum hafi verið tekin á fundi sóttvarnalæknis með Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalans í morgun. Bólusetningarnar hefjast í dag og munu standa yfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Þeir einstaklingar sem hafa verið bólusettir eða fengið mislinga eru ekki sagðir þurfa frekari bólusetningu. Forgangshóparnir sem eru hvattir til að mæta í bólusetningu eru annars vega fólk fætt á bilinu 1. janúar 1970 til 1. september árið 2018 og hins vegar einstaklingar sem eru útsettir fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Í tilkynningunni segir að þeir sem séu fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þeir séu því ekki í forgangi í bólusetninga. Einstaklingar með sögu um eina bólusetningu séu heldur ekki í forgangi en hægt verði að bjóða þeim bólusetningu síðar. Börn yngri en sex mánaða eru ekki sögð hafa gagn af bólusetningu. Veittar eru upplýsingar vegna mislinga í síma 1700.Upplýsingar um bólusetningarnar á vefsíðu Heilgusgæslu höfuðborgarsvæðisins.Upplýsingar um bólusetningar á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Sóttvarnalæknir og fulltrúar heilbrigðisyfirvalda hvetja fólk sem er fætt árið 1970 eða síðar og er óbólusett við mislingum og þá sem eru útsettir fyrir smiti til að mæta í bólusetningu sem boðið verður upp á frá og með deginum í dag. Grunur er um fimmta mislingasmitið á landinu. Ákvörðunin var tekin eftir að nokkur mislingasmit greindust á landinu. Grunur vaknaði um fimmta smitið í gær. Sá einstaklingur komst í snertingu við einstakling sem kom með flugi til Egilsstaða 15. febrúar og greindist síðar með mislinga. Niðurstaðna um mögulegt smit er sagt að vænta síðar í dag. Í tilkynningu frá embætti landlæknis segir að ákvörðunin um að bjóða upp á bólusetningar við mislingum hafi verið tekin á fundi sóttvarnalæknis með Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalans í morgun. Bólusetningarnar hefjast í dag og munu standa yfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Þeir einstaklingar sem hafa verið bólusettir eða fengið mislinga eru ekki sagðir þurfa frekari bólusetningu. Forgangshóparnir sem eru hvattir til að mæta í bólusetningu eru annars vega fólk fætt á bilinu 1. janúar 1970 til 1. september árið 2018 og hins vegar einstaklingar sem eru útsettir fyrir mislingasmiti ásamt þeirra nánasta umgangshópi. Í tilkynningunni segir að þeir sem séu fæddir fyrir 1970 hafi langflestir fengið mislinga og þeir séu því ekki í forgangi í bólusetninga. Einstaklingar með sögu um eina bólusetningu séu heldur ekki í forgangi en hægt verði að bjóða þeim bólusetningu síðar. Börn yngri en sex mánaða eru ekki sögð hafa gagn af bólusetningu. Veittar eru upplýsingar vegna mislinga í síma 1700.Upplýsingar um bólusetningarnar á vefsíðu Heilgusgæslu höfuðborgarsvæðisins.Upplýsingar um bólusetningar á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30 Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18
Neyðarfundur sóttvarnalæknis vegna fjögurra mislingasmita Neyðarfundur var haldinn hjá sóttvarnalækni vegna mesta fjölda mislingatilvika síðan 1977. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi segir smitbera hafa farið víða og verið sé að hafa uppi á þeim sem gætu hafa smitast af þeim. 6. mars 2019 06:30
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05