Þjökuð af samviskubiti eftir síðasta símtalið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. mars 2019 16:45 Halla Björg Albertsdóttir er 28 ára gömul fjögurra barna móðir sem hefur mátt reyna ýmislegt á sinni stuttu ævi. Fyrir röskum tveimur árum eignaðist hún tvíbura, faðir þeira sat í fangelsi. Tvíburarnir voru veikburða, lágu á vökudeild til að byrja með og öðrum þeirra var ekki hugað líf. Þegar þeir voru rúmlega fimm mánaða áttu hún erfitt símtal við barnsföður sinn úr fangelsinu. Sama dag svipti hann sig lífi. Þegar Lóa Pind hitti Höllu Björg fyrst var hún í miðri óeigingjarnri vegferð. Barnsfaðir hennar nýbúinn að svipta sig lífi og svipta börn þeirra föður. En hún var að búa sig undir að gefa líf. „Ég er smá stressuð sko, það er bara þannig,“ segir Halla Björg. „Við vorum búin að eiga samskipti þennan morgun 4. mars 2017 og þá einhvern veginn kemst ég að því að hann er kominn aftur í neyslu.“ Hún lýsir því hve mikið samviskubit hún hafi verið með á þessum tíma af því að þau hafi ekki átt skemmtilegt símtal. „Og náttúrlega ótrúlega tætt eftir meðgöngu, eftir vökudeild, eftir að hafa fengið þær fréttir að barnið þitt myndi deyja tvisvar.“ Í myndbrotinu sem hér fylgir lýsir hún aðstæðum sínum þessa erfiðu daga í mars árið 2017. Halla er meðal viðmælenda í 2. þætti af „Viltu í alvöru deyja?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Hún lýsir í þættinum hvernig hún missti fótanna eftir sjálfsvíg barnsföður síns en náði á endanum áttum og býr í dag í fallegri íbúð ásamt þremur sonum sínum og gekk nýverið í gegnum eggheimtumeðferð til að hjálpa hjónum að eignast barn. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. En eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Annar þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 21:10 annað kvöld, sunnudag. Þar er rætt við tvær konur sem stóðu ungar í þeim sporum að barnsfeður þeirra sviptu sig lífi og þær sátu einar eftir með börnin og reiðina og sorgina. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is Bíó og sjónvarp Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Halla Björg Albertsdóttir er 28 ára gömul fjögurra barna móðir sem hefur mátt reyna ýmislegt á sinni stuttu ævi. Fyrir röskum tveimur árum eignaðist hún tvíbura, faðir þeira sat í fangelsi. Tvíburarnir voru veikburða, lágu á vökudeild til að byrja með og öðrum þeirra var ekki hugað líf. Þegar þeir voru rúmlega fimm mánaða áttu hún erfitt símtal við barnsföður sinn úr fangelsinu. Sama dag svipti hann sig lífi. Þegar Lóa Pind hitti Höllu Björg fyrst var hún í miðri óeigingjarnri vegferð. Barnsfaðir hennar nýbúinn að svipta sig lífi og svipta börn þeirra föður. En hún var að búa sig undir að gefa líf. „Ég er smá stressuð sko, það er bara þannig,“ segir Halla Björg. „Við vorum búin að eiga samskipti þennan morgun 4. mars 2017 og þá einhvern veginn kemst ég að því að hann er kominn aftur í neyslu.“ Hún lýsir því hve mikið samviskubit hún hafi verið með á þessum tíma af því að þau hafi ekki átt skemmtilegt símtal. „Og náttúrlega ótrúlega tætt eftir meðgöngu, eftir vökudeild, eftir að hafa fengið þær fréttir að barnið þitt myndi deyja tvisvar.“ Í myndbrotinu sem hér fylgir lýsir hún aðstæðum sínum þessa erfiðu daga í mars árið 2017. Halla er meðal viðmælenda í 2. þætti af „Viltu í alvöru deyja?” sem er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Hún lýsir í þættinum hvernig hún missti fótanna eftir sjálfsvíg barnsföður síns en náði á endanum áttum og býr í dag í fallegri íbúð ásamt þremur sonum sínum og gekk nýverið í gegnum eggheimtumeðferð til að hjálpa hjónum að eignast barn. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. En eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Annar þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?“ er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 21:10 annað kvöld, sunnudag. Þar er rætt við tvær konur sem stóðu ungar í þeim sporum að barnsfeður þeirra sviptu sig lífi og þær sátu einar eftir með börnin og reiðina og sorgina. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat.Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is
Bíó og sjónvarp Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira