„Algjörlega stórkostlegur dagur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. mars 2019 21:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félögum sínum í kröfugöngu í dag. vísir/vilhelm Það verður ekki annað sagt en að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sé í skýjunum með það hvernig verkfallsaðgerðir félagsins tókust til í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við hana og Ragnheiði Valgarðsdóttur, verkfallsvörð, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en um 700 félagsmenn í Eflingu sem starfa við þrif á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf klukkan 10 í morgun. Verkfall þeirra stendur til miðnættis í kvöld. „Mér finnst hafa tekist ótrúlega vel til,“ sagði Sólveig Anna spurð út hvernig dagurinn hafi gengið. „Þetta hefur verið algjörlega stórkostlegur dagur, mögnuð samstaða, ótrúlega gaman að fá að vera hérna í dag og spjalla við allar konurnar. Við skiptumst á sögum og lífsreynslu okkar sem láglaunakonur. Gangan okkar var stórkostlega vel heppnuð þannig að já, þetta er búinn að vera frábær dagur.“ Ragnheiður sagði að verkfallsverðir hefðu náð að heimsækja flest öll hótelin á höfuðborgarsvæðinu þar sem hótelþernur höfðu lagt niður störf. Hún sagði eitthvað hafa verið um verkfallsbrot en ekki neinar ryskingar. „Á einu hóteli fengum við ekki að komast inn en það var mikið um að deildarstjórar og millistjórnendur á hótelum hafi verið að ganga í störf hótelþerna og eitthvað um að hótelþernur hafi verið sjálfar að störfum,“ sagði Ragnheiður. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu Eflingar og VR um mun víðtækari verkfallsaðgerðir sem hefjast síðar í mánuðinum ef þær verða samþykktar og ef ekki hefur tekist að semja um nýja kjarasamninga. Aðspurð hvort hún telji að af þeim aðgerðum verði sagði Sólvegi Anna: „Við skulum sjá hvernig fer. En það er allavega eitt sem er alveg ljóst eftir þennan dag að við sem höfum litla reynslu af verkfallsundirbúningi erum búin að sýna og sanna að við getum sannarlega skipulagt mjög glæsilegar aðgerðir og ef til verkfalla kemur þá getum við staðið í verkfallsvörslu og gert allt sem við þurfum að gera.“Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í dag þegar verkfallsaðgerðirnar stóðu sem hæst í miðborg Reykjavíkur.Framkvæmdastjórinn Melissa Munguia hjá Center Hotels gekk í störf þerna í dag þegar verkfallið hófst.vísir/vilhelmHótelþernur í verkfalli fjölmenntu í verkfallsmiðstöðina í Gamla bíói.vísir/vilhelmÍ hádeginu streymdu þernurnar úr Gamla bíói og niður á Lækjartorg til samstöðufundar.vísir/vilhelmZsófia Sidlovits, trúnaðarkona hótelþerna á Hótel Borg, var ein þeirra sem tók til máls á samstöðufundinum.vísir/vilhelmFánar Eflingar blöktu í nöprum vindi á torginu og verkafólkið bar kröfuspjöld.vísir/vilhelmRúnar Björn Herrera, formaður NPA, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, tók líka til máls á fundinum á Lækjartorgi í dag.vísir/vilhelmSamstaða og einhugur var hjá verkafólkinu sem lagði niður störf í dag.vísir/vilhelm Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37 Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sé í skýjunum með það hvernig verkfallsaðgerðir félagsins tókust til í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður, ræddi við hana og Ragnheiði Valgarðsdóttur, verkfallsvörð, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en um 700 félagsmenn í Eflingu sem starfa við þrif á hótelum og gistiheimilum lögðu niður störf klukkan 10 í morgun. Verkfall þeirra stendur til miðnættis í kvöld. „Mér finnst hafa tekist ótrúlega vel til,“ sagði Sólveig Anna spurð út hvernig dagurinn hafi gengið. „Þetta hefur verið algjörlega stórkostlegur dagur, mögnuð samstaða, ótrúlega gaman að fá að vera hérna í dag og spjalla við allar konurnar. Við skiptumst á sögum og lífsreynslu okkar sem láglaunakonur. Gangan okkar var stórkostlega vel heppnuð þannig að já, þetta er búinn að vera frábær dagur.“ Ragnheiður sagði að verkfallsverðir hefðu náð að heimsækja flest öll hótelin á höfuðborgarsvæðinu þar sem hótelþernur höfðu lagt niður störf. Hún sagði eitthvað hafa verið um verkfallsbrot en ekki neinar ryskingar. „Á einu hóteli fengum við ekki að komast inn en það var mikið um að deildarstjórar og millistjórnendur á hótelum hafi verið að ganga í störf hótelþerna og eitthvað um að hótelþernur hafi verið sjálfar að störfum,“ sagði Ragnheiður. Á morgun lýkur atkvæðagreiðslu Eflingar og VR um mun víðtækari verkfallsaðgerðir sem hefjast síðar í mánuðinum ef þær verða samþykktar og ef ekki hefur tekist að semja um nýja kjarasamninga. Aðspurð hvort hún telji að af þeim aðgerðum verði sagði Sólvegi Anna: „Við skulum sjá hvernig fer. En það er allavega eitt sem er alveg ljóst eftir þennan dag að við sem höfum litla reynslu af verkfallsundirbúningi erum búin að sýna og sanna að við getum sannarlega skipulagt mjög glæsilegar aðgerðir og ef til verkfalla kemur þá getum við staðið í verkfallsvörslu og gert allt sem við þurfum að gera.“Hér fyrir neðan má sjá myndir sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, tók í dag þegar verkfallsaðgerðirnar stóðu sem hæst í miðborg Reykjavíkur.Framkvæmdastjórinn Melissa Munguia hjá Center Hotels gekk í störf þerna í dag þegar verkfallið hófst.vísir/vilhelmHótelþernur í verkfalli fjölmenntu í verkfallsmiðstöðina í Gamla bíói.vísir/vilhelmÍ hádeginu streymdu þernurnar úr Gamla bíói og niður á Lækjartorg til samstöðufundar.vísir/vilhelmZsófia Sidlovits, trúnaðarkona hótelþerna á Hótel Borg, var ein þeirra sem tók til máls á samstöðufundinum.vísir/vilhelmFánar Eflingar blöktu í nöprum vindi á torginu og verkafólkið bar kröfuspjöld.vísir/vilhelmRúnar Björn Herrera, formaður NPA, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, tók líka til máls á fundinum á Lækjartorgi í dag.vísir/vilhelmSamstaða og einhugur var hjá verkafólkinu sem lagði niður störf í dag.vísir/vilhelm
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37 Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58 Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Segir hótelin ofurseld VR og Eflingu Verkfallið í dag og fyrirhugaðar aðgerðir á næstu vikum og mánuðum eru þegar farnar að hafa verulega alvarleg áhrif að sögn Kristófers Oliverssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Center Hotels og formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu. 8. mars 2019 19:37
Trúnaðarkona hótelþerna: „Við værum ekki hér í dag ef við þjáðumst ekki“ Zsófia hefur unnið í fullu starfi sem ræstitæknir í tæp tvö ár en hún var í hálfu starfi þar á undan. Hún er trúnaðarmaður starfsfólks í þrifum á Hótel Borg. 8. mars 2019 12:58
Þerna óttast höfrungahlaup og segir húsnæðiskostnaðinn aðalatriðið Peter, þerna á City Park hotel, segist óttast höfrungahlaup í launahækkunum í kjölfar verkfallsaðgerða Eflingar. 8. mars 2019 11:36