Gagnrýni Ragnars Þórs kom Almenna leigufélaginu á sporið Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 12:15 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Mynd/Samsett Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Framkvæmdastjóri félagsins segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og hefur félagið nú boðið leigjendunum eins langan umhugsunarfrest og þeir telja sig þurfa. Mistökin hafi jafnframt ekki uppgötvast fyrr en formaður VR vakti athygli á málinu í fjölmiðlum á mánudag.Kröfur Ragnars Þórs Almenna leigufélagið sendi tilteknum hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Á mánudag gerði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, kröfu um að Kvika banki drægi til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka leiguverð. Ragnar stóð í þeirri trú að Kvika ætti Gamma þegar hann setti kröfuna fram en hótaði því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, yrði Kvika ekki við kröfunni.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Kaup Kviku á Gamma ganga þó ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Þegar Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku benti á þetta setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar drægi VR áðurnefnda 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Biðjast afsökunar og lengja umhugsunarfrest Í tölvupósti sem Almenna leigufélagið sendi viðskiptavinum sínum í gær, 19. febrúar, og fréttastofa hefur undir höndum er beðist afsökunar á hinum stutta fyrirvara sem gefinn var í tilkynningunni þann 7. febrúar. Fyrirvarinn er skrifaður á „mannleg mistök“ og er leigjendum félagsins gefinn sá umhugsunarfrestur sem þeir telja sig þurfa til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Dæmi um slíkan tölvupóst má sjá hér að neðan:Kæri leigjandi,Við sendum þér tölvupóst þann 7. febrúar varðandi boð um endurnýjun á leigusamningi. Í þeim tölvupósti óskuðum við eftir viðbrögðum innan ákveðins tímaramma. Um mannleg mistök var að ræða og sjálfsagt er að þú fáir þann umhugsunarfrest sem þú þarft. Við viljum biðjast afsökunar á þessum mistökum og þeim óþægindum sem þessi tölvupóstur kann hafa valdið.Ef þú hefur nú þegar tekið ákvörðun og svarað tölvupóstinum eða jafnvel gengið frá leigusamningi en myndir vilja frekari umhugsunarfrest þá er það sjálfsagt mál af okkar hálfu. „Aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins“ María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins ítrekar í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um mannleg mistök nýs starfsmanns hafi verið að ræða þegar tölvupósturinn með tilkynningu um leiguhækkun var sendur. Hinn knappi umhugsunarfrestur sé ekki í samræmi við verklagsreglur félagsins. „Þetta voru mannleg mistök að því leyti að starfsmaður sem annaðist útsendingu tölvupóstsins setti inn þessa dagsetningu sem brýtur í bága við þær verklagsreglur sem eru í gildi hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn hefur einungis starfað hjá fyrirtækinu um skamma hríð og var að sinna þessu verkefni í fyrsta sinn og gerði þessi mistök í hugsunarleysi,“ segir María. „Um var að ræða tilboð um endurnýjun sem sent var á leigjendur sem voru með leigusamninga sem runnu út á tilteknu tímabili. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins.“ Mistökin uppgötvuðust í fjölmiðlum Félagið hafi jafnframt ekki orðið vart við mistökin fyrr en fjölmiðlar fjölluðu um kröfu Ragnars Þórs. „Mistökin uppgötvuðust hins vegar ekki fyrr en formaður VR benti á þau í fjölmiðlum og var þá strax hafist handa við að leiðrétta þau,“ segir í svari Maríu. Í yfirlýsingu sem Almenna leigufélagið sendi frá sér á mánudag var útspil Ragnars Þórs sagt ómakleg árás. Undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér. Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Almenna leigufélagið hefur beðið viðskiptavini sína afsökunar á því að hafa boðið þeim knappan umhugsunarfrest til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Framkvæmdastjóri félagsins segir að um mannleg mistök hafi verið að ræða og hefur félagið nú boðið leigjendunum eins langan umhugsunarfrest og þeir telja sig þurfa. Mistökin hafi jafnframt ekki uppgötvast fyrr en formaður VR vakti athygli á málinu í fjölmiðlum á mánudag.Kröfur Ragnars Þórs Almenna leigufélagið sendi tilteknum hópi leigjenda sinna tilkynningu um hækkun á leigu á húsnæði félagsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Var leigjendunum gefinn fjögurra daga umhugsunarfrestur, eða til 11. febrúar, til að ákveða hvort þeir hygðust endurnýja samninginn. Á mánudag gerði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, kröfu um að Kvika banki drægi til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka leiguverð. Ragnar stóð í þeirri trú að Kvika ætti Gamma þegar hann setti kröfuna fram en hótaði því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, um 4,2 milljarða króna, yrði Kvika ekki við kröfunni.Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku.Kaup Kviku á Gamma ganga þó ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Þegar Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku benti á þetta setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar drægi VR áðurnefnda 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Biðjast afsökunar og lengja umhugsunarfrest Í tölvupósti sem Almenna leigufélagið sendi viðskiptavinum sínum í gær, 19. febrúar, og fréttastofa hefur undir höndum er beðist afsökunar á hinum stutta fyrirvara sem gefinn var í tilkynningunni þann 7. febrúar. Fyrirvarinn er skrifaður á „mannleg mistök“ og er leigjendum félagsins gefinn sá umhugsunarfrestur sem þeir telja sig þurfa til að taka afstöðu til nýs leigusamnings. Dæmi um slíkan tölvupóst má sjá hér að neðan:Kæri leigjandi,Við sendum þér tölvupóst þann 7. febrúar varðandi boð um endurnýjun á leigusamningi. Í þeim tölvupósti óskuðum við eftir viðbrögðum innan ákveðins tímaramma. Um mannleg mistök var að ræða og sjálfsagt er að þú fáir þann umhugsunarfrest sem þú þarft. Við viljum biðjast afsökunar á þessum mistökum og þeim óþægindum sem þessi tölvupóstur kann hafa valdið.Ef þú hefur nú þegar tekið ákvörðun og svarað tölvupóstinum eða jafnvel gengið frá leigusamningi en myndir vilja frekari umhugsunarfrest þá er það sjálfsagt mál af okkar hálfu. „Aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins“ María Björk Einarsdóttir framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins ítrekar í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að um mannleg mistök nýs starfsmanns hafi verið að ræða þegar tölvupósturinn með tilkynningu um leiguhækkun var sendur. Hinn knappi umhugsunarfrestur sé ekki í samræmi við verklagsreglur félagsins. „Þetta voru mannleg mistök að því leyti að starfsmaður sem annaðist útsendingu tölvupóstsins setti inn þessa dagsetningu sem brýtur í bága við þær verklagsreglur sem eru í gildi hjá fyrirtækinu. Starfsmaðurinn hefur einungis starfað hjá fyrirtækinu um skamma hríð og var að sinna þessu verkefni í fyrsta sinn og gerði þessi mistök í hugsunarleysi,“ segir María. „Um var að ræða tilboð um endurnýjun sem sent var á leigjendur sem voru með leigusamninga sem runnu út á tilteknu tímabili. Þetta hefur aldrei komið fyrir áður í 5 ára sögu félagsins.“ Mistökin uppgötvuðust í fjölmiðlum Félagið hafi jafnframt ekki orðið vart við mistökin fyrr en fjölmiðlar fjölluðu um kröfu Ragnars Þórs. „Mistökin uppgötvuðust hins vegar ekki fyrr en formaður VR benti á þau í fjölmiðlum og var þá strax hafist handa við að leiðrétta þau,“ segir í svari Maríu. Í yfirlýsingu sem Almenna leigufélagið sendi frá sér á mánudag var útspil Ragnars Þórs sagt ómakleg árás. Undanfarið hafi félagið þurft að aðlaga leigusamninga að meðalleigu á markaði svo reksturinn stæði undir sér.
Húsnæðismál Kjaramál Tengdar fréttir Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00 Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33
Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Hlutur VR í eignastýringu Kviku nemur um einu prósenti 19. febrúar 2019 11:00
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42