Líklegt að verkalýðsfélögin fjögur slíti viðræðum á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 18:49 Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins ákvað hins vegar að vísa deilu sinni við atvinnurekendur ekki til ríkissáttasemjara eftir fund deiluaðila í dag. Töluverðs titrings gætir innan stjórnarliðsins og Samtaka atvinnulífsins eftir mjög hörð viðbrögð verkalýðsforystunnar við útspili stjórnvalda inn í kjaraviðræðurnar í gær. Það gæti allt eins gerst að verkalýðsfélögin fjögur sem búin eru að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðunum á morgun. Samkvæmt okkar heimildum eru þau tilbúin með verkfallsáætlun komi til aðgerða. Forystufólk félaganna fjögurra hafa fundað sín í milli í allan dag og síðdegis hófust fundir einstakra formanna með samninganefndum þeirra og baklandi. Félögin mæta síðan til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun en staðan í viðræðum þeirra við atvinnurekendur var þegar orðin stirð eftir að tilboði og gagntilboði var hafnað í síðustu viku. Gangurinn er nokkur annar í viðræðum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur sem hittu samninganefnd sambandsins á fundi í dag. Þá voru líkur á að Starfsgreinasambandið vísaði deilu sinni til ríkissáttasemjara en niðurstaðan varð að halda viðræðum eitthvað áfram á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var vongóður eftir fundinn í dag. „Við ræddum aftur ýmis mál sem hafa verið að þroskast í umræðum okkar á milli undanfarna daga og vikur. Við munum taka afstöðu beggja vegna til ýmissra þátta,” segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að deilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara en vill alla vega láta fundinn á morgun líða. „Við vorum að fara yfir okkar kröfugerð og þá punkta sem við höfum verið að ræða við Samtök atvinnulífsins á undanförnum vikum. Við vorum svona að skerpa á þeirri sýn. Það var niðurstaðan að við ætlum að hittast aftur á morgun,” segir Björn. Fundurinn með Starfsgreinasambandinu á morgun er að loknum fundi með verkalýðsfélögunum fjórum hjá ríkissáttasemjara. Ef þau slíta viðræðum sínum gæti Starfsgreinasambandið ákveðið að vísa sinni deilu einnig til ríkissáttasemjara. Kjaramál Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Mjög líklegt er að verkalýðsfélögin fjögur sem vísað hafa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins á morgun og fari að undirbúa aðgerðir. Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins ákvað hins vegar að vísa deilu sinni við atvinnurekendur ekki til ríkissáttasemjara eftir fund deiluaðila í dag. Töluverðs titrings gætir innan stjórnarliðsins og Samtaka atvinnulífsins eftir mjög hörð viðbrögð verkalýðsforystunnar við útspili stjórnvalda inn í kjaraviðræðurnar í gær. Það gæti allt eins gerst að verkalýðsfélögin fjögur sem búin eru að vísa deilu sinni til ríkissáttasemjara slíti viðræðunum á morgun. Samkvæmt okkar heimildum eru þau tilbúin með verkfallsáætlun komi til aðgerða. Forystufólk félaganna fjögurra hafa fundað sín í milli í allan dag og síðdegis hófust fundir einstakra formanna með samninganefndum þeirra og baklandi. Félögin mæta síðan til fundar hjá ríkissáttasemjara á morgun en staðan í viðræðum þeirra við atvinnurekendur var þegar orðin stirð eftir að tilboði og gagntilboði var hafnað í síðustu viku. Gangurinn er nokkur annar í viðræðum sextán aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við atvinnurekendur sem hittu samninganefnd sambandsins á fundi í dag. Þá voru líkur á að Starfsgreinasambandið vísaði deilu sinni til ríkissáttasemjara en niðurstaðan varð að halda viðræðum eitthvað áfram á morgun. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, var vongóður eftir fundinn í dag. „Við ræddum aftur ýmis mál sem hafa verið að þroskast í umræðum okkar á milli undanfarna daga og vikur. Við munum taka afstöðu beggja vegna til ýmissra þátta,” segir Halldór Benjamín. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, útilokar ekki að deilu sambandsins verði vísað til ríkissáttasemjara en vill alla vega láta fundinn á morgun líða. „Við vorum að fara yfir okkar kröfugerð og þá punkta sem við höfum verið að ræða við Samtök atvinnulífsins á undanförnum vikum. Við vorum svona að skerpa á þeirri sýn. Það var niðurstaðan að við ætlum að hittast aftur á morgun,” segir Björn. Fundurinn með Starfsgreinasambandinu á morgun er að loknum fundi með verkalýðsfélögunum fjórum hjá ríkissáttasemjara. Ef þau slíta viðræðum sínum gæti Starfsgreinasambandið ákveðið að vísa sinni deilu einnig til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Tengdar fréttir Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01 Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Kynnir breytingar í skattamálum síðdegis Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í ráðuneytinu í dag klukkan 17 þar sem hann mun kynna fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um breytingar í skattamálum. 19. febrúar 2019 15:34
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42
Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. 19. febrúar 2019 14:01
Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart SA eftir útspil ríkisstjórnar Verkalýðsfélög herða á kröfum sínum gagnvart Samtökum atvinnulífsins eftir útspil stjórnvalda í gær, sem forysta félaganna er einhuga um að ekki dugi til að liðka fyrir kjarasamningum. 20. febrúar 2019 12:30