Sérfræðingur Eflingar segir ríkisstjórnina ögra verkalýðshreyfingunni Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2019 19:30 Sérfræðingur Eflingar í skattamálum segir stjórnvöld ógna verkalýðshreyfingunni mikið með tillögum sínum í skattamálum sem skili ekki einu sinni til baka þeim bótum sem skertar hafi verið á undanförnum árum hjá lægst launaða fólkinu. Ríkisstjórnin ætli öllum sömu lágu krónutöluna í skattalækkunum í stað þess að lækka skatta mest á lægst launuðu hópana eins og svigrúm sé til. Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson mótuðu skattatillögur fyrir verkalýðshreyfinguna sem kynnt var fyrir skömmu og segir Stefán tillögur ríkisstjórnarinnar frá í gær gerólíkar þeirra tillögum. „Meðal annars að því leytinu til að að þeir eru með svipaða krónutöluhækkun í skattalækkun sem gengur upp allan stigann. Líka fyrir hátekjufólk nema fyrir hluta af þeim sem verið hafa að nýta samsköttun hjóna,“ segir Stefán. Í raun ætli ríkisstjórnin að veita fjórum milljörðum að rúmlega fjórtán til að lækka skatta hátekjufólks með 900 þúsund krónur og meira í tekjur, þannig að allir fengju um 6.700 krónur í skattalækkun á mánuði. „Okkar tillögur gerðu ráð fyrir allt að 20 þúsund króna skattalækkun hjá fullvinnandi fólki með laun á bilinu 350 til 400 þúsund. Lífeyrisþegar eru þar mikið til líka. Síðan átti skattalækkunin í okkar tillögum að fara rólega lækkandi upp að 900 þúsund og stoppa þar,“ segir Stefán. Verkalýðshreyfingin hafi viljað nýta svigrúmið fyrir þá lægst launuðu. Þá sé svigrúm ríkissjóðs mun meira en stjórnvöld haldi fram. „Tillaga okkar sem færir um það bil þrisvar sinnum meiri skattalækkun á allan þorra vinnandi fólks heldur en þessi tillaga hefði kostað ríkið um 30 milljarða í tekjutap,“ segir Stefán. Það sé um helmingi meira í tekjutap en tillögur ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir. Hægt sé að fjármagna tillögur verkalýðshreyfingar með því að lækka afgang á fjárlögum úr 29 milljörðum í 16. „Þetta var eins átakalaust og nokkuð getur verið í okkar þjóðarbúskap að gera. En viljann til að gera þetta með þeim hætti vantaði greinilega hjá ríksistjórninni.“ Það sé kredda að ríghalda í afgang á fjárlögum samkvæmt fjármálaáætlun. „Ríkisstjórnin er að ögra í grundvallaratriðum verkalýðshreyfingunni mikið með þessu. Við þurfum ekki annað en horfa á að þeir eru að bjóða skattalækkun upp á 14,7 milljarða. Ríkið sparaði sér 19,7 milljarða í útgjöldum til húsnæðisstuðnings á síðustu sjö árum. Þeir eru ekki einu sinni að skila því til baka. Þannig að þetta er mjög snautlegt framlag,“ segir Stefán Ólafsson. Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Sérfræðingur Eflingar í skattamálum segir stjórnvöld ógna verkalýðshreyfingunni mikið með tillögum sínum í skattamálum sem skili ekki einu sinni til baka þeim bótum sem skertar hafi verið á undanförnum árum hjá lægst launaða fólkinu. Ríkisstjórnin ætli öllum sömu lágu krónutöluna í skattalækkunum í stað þess að lækka skatta mest á lægst launuðu hópana eins og svigrúm sé til. Indriði Þorláksson og Stefán Ólafsson mótuðu skattatillögur fyrir verkalýðshreyfinguna sem kynnt var fyrir skömmu og segir Stefán tillögur ríkisstjórnarinnar frá í gær gerólíkar þeirra tillögum. „Meðal annars að því leytinu til að að þeir eru með svipaða krónutöluhækkun í skattalækkun sem gengur upp allan stigann. Líka fyrir hátekjufólk nema fyrir hluta af þeim sem verið hafa að nýta samsköttun hjóna,“ segir Stefán. Í raun ætli ríkisstjórnin að veita fjórum milljörðum að rúmlega fjórtán til að lækka skatta hátekjufólks með 900 þúsund krónur og meira í tekjur, þannig að allir fengju um 6.700 krónur í skattalækkun á mánuði. „Okkar tillögur gerðu ráð fyrir allt að 20 þúsund króna skattalækkun hjá fullvinnandi fólki með laun á bilinu 350 til 400 þúsund. Lífeyrisþegar eru þar mikið til líka. Síðan átti skattalækkunin í okkar tillögum að fara rólega lækkandi upp að 900 þúsund og stoppa þar,“ segir Stefán. Verkalýðshreyfingin hafi viljað nýta svigrúmið fyrir þá lægst launuðu. Þá sé svigrúm ríkissjóðs mun meira en stjórnvöld haldi fram. „Tillaga okkar sem færir um það bil þrisvar sinnum meiri skattalækkun á allan þorra vinnandi fólks heldur en þessi tillaga hefði kostað ríkið um 30 milljarða í tekjutap,“ segir Stefán. Það sé um helmingi meira í tekjutap en tillögur ríkisstjórnarinnar geri ráð fyrir. Hægt sé að fjármagna tillögur verkalýðshreyfingar með því að lækka afgang á fjárlögum úr 29 milljörðum í 16. „Þetta var eins átakalaust og nokkuð getur verið í okkar þjóðarbúskap að gera. En viljann til að gera þetta með þeim hætti vantaði greinilega hjá ríksistjórninni.“ Það sé kredda að ríghalda í afgang á fjárlögum samkvæmt fjármálaáætlun. „Ríkisstjórnin er að ögra í grundvallaratriðum verkalýðshreyfingunni mikið með þessu. Við þurfum ekki annað en horfa á að þeir eru að bjóða skattalækkun upp á 14,7 milljarða. Ríkið sparaði sér 19,7 milljarða í útgjöldum til húsnæðisstuðnings á síðustu sjö árum. Þeir eru ekki einu sinni að skila því til baka. Þannig að þetta er mjög snautlegt framlag,“ segir Stefán Ólafsson.
Kjaramál Tengdar fréttir „Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07 Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58 Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Þetta er svigrúmið sem við höfum í skattalækkanir“ Fjármálaráðherra er ánægður með skattatillögur ríkisstjórnarinnar. 19. febrúar 2019 19:07
Segja skattatillögurnar ekki ganga nógu langt í átt að jöfnuði Formannaráð BSRB telur að tillögur stjórnvalda að breytingum á skattkerfinu, sem kynntar voru í gær, gangi ekki nægilega langt í átt að jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. 20. febrúar 2019 13:58
Verkalýðsforystan lýsir miklum vonbrigðum og talar um smánarlegar skattalækkanir Formaður Eflingar segir að skattalækkunin sé smánarleg. 19. febrúar 2019 19:42