Öruggur sigur Arsenal Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 19:45 Aubameyang og félagar gátu fagnað í kvöld vísir/getty Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir auðveldan sigur á BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi á Emirates. BATE var með eins marks forskot eftir fyrri leikinn en það var ljóst strax frá fyrstu mínútu að það var annað Arsenal-lið úti á vellinum í kvöld en fyrir viku síðan. Á fjórðu mínútu leiksins skoraði Zakhar Volkov sjálfsmark þegar fyrirgjöf Pierre-Emerick Aubameyang fór af fæti Volkov og í netið. Leikplanið líklega strax farið í vaskinn hjá Alyaksey Baha, stjóra BATE. Hans menn áttu þó tvær mjög hættulegar skyndisóknir með stuttu millibili fljótlega eftir mark Arsenal og sú seinni endaði með því að Stephen Lichtsteiner hreinsaði skot Stanislav Dragun af marklínunni. Þessar tvær sóknir áttu þó eftir að vera um það bil það eina sem BATE gerði sóknarlega í leiknum. Lið Arsenal lá á gestunum og átti færi ofan á færi. Annað markið kom loks á 39. mínútu þegar Shkodran Mustafi skoraði eftir hornspyrnu, áttundu hornspyrnu Arsenal í leiknum þegar þar var komið til leiks. Arsenal því komið yfir í einvíginu þegar liðin fóru inn í hálfleik og verkefnið orðið ærið fyrir BATE. Þegar stutt var liðið á seinni hálfleik kom Sokratis Papastathopoulos inn á og aðeins fjórum mínútum síðar var hann búinn að skora. Markið kom aftur upp úr hornspyrnu og skallaði Papastathopoulos boltann af öryggi í markið og einvígið þar með úti. Arsenal vann afar öruggan 3-0 sigur og tók því einvígið samanlagt 3-1. Á morgun kemur í ljós hvaða liði Skytturnar mæta í 16-liða úrslitunum. Evrópudeild UEFA
Arsenal er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir auðveldan sigur á BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi á Emirates. BATE var með eins marks forskot eftir fyrri leikinn en það var ljóst strax frá fyrstu mínútu að það var annað Arsenal-lið úti á vellinum í kvöld en fyrir viku síðan. Á fjórðu mínútu leiksins skoraði Zakhar Volkov sjálfsmark þegar fyrirgjöf Pierre-Emerick Aubameyang fór af fæti Volkov og í netið. Leikplanið líklega strax farið í vaskinn hjá Alyaksey Baha, stjóra BATE. Hans menn áttu þó tvær mjög hættulegar skyndisóknir með stuttu millibili fljótlega eftir mark Arsenal og sú seinni endaði með því að Stephen Lichtsteiner hreinsaði skot Stanislav Dragun af marklínunni. Þessar tvær sóknir áttu þó eftir að vera um það bil það eina sem BATE gerði sóknarlega í leiknum. Lið Arsenal lá á gestunum og átti færi ofan á færi. Annað markið kom loks á 39. mínútu þegar Shkodran Mustafi skoraði eftir hornspyrnu, áttundu hornspyrnu Arsenal í leiknum þegar þar var komið til leiks. Arsenal því komið yfir í einvíginu þegar liðin fóru inn í hálfleik og verkefnið orðið ærið fyrir BATE. Þegar stutt var liðið á seinni hálfleik kom Sokratis Papastathopoulos inn á og aðeins fjórum mínútum síðar var hann búinn að skora. Markið kom aftur upp úr hornspyrnu og skallaði Papastathopoulos boltann af öryggi í markið og einvígið þar með úti. Arsenal vann afar öruggan 3-0 sigur og tók því einvígið samanlagt 3-1. Á morgun kemur í ljós hvaða liði Skytturnar mæta í 16-liða úrslitunum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti