Tekur um hálfan mánuð að undirbúa verkfall Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. febrúar 2019 13:06 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkfallsjóði félagsins sterka. Magnús Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir það taka um tvær vikur að undirbúa stór verkföll. Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir verkfallsjóðinn standa vel og geti greitt út tekjutap fólks komi til verkfalla. Verkfall má framkvæma með ýmsum hætti án þess að það teljist ólöglegt. Hægt er að setja á yfirvinnubann, að ekki sé unnið um helgar, að hluti hópsins á vinnustað leggi niður störf í tiltekinn tíma eða að vissir þættir starfs séu ekki unnir. „Verkalýðsfélögin ákveða það hvaða hópa þau vilja láta verkfallið taka til. Þau geta látið það taka til allra félagsmanna sinna, eða þau geta takmarkað það við starfsmenn á tilteknum vinnustöðum, ákveðin verk sem eru framkvæmd, það eru allskonar möguleikar opnir í því,“ segir Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ. Ákvörðun um verkfall verður að taka í almennri leynilegri atkvæðagreiðslu hjá þeim hópi sem fara á í verkfallið. Meirihlutinn þarf að samþykkja. Þeir sem ekki samþykkja fara þó í verkfall komi til þess. Stéttarfélögin ráða framkvæmd verkfallsins. Þegar ákvörðun liggur fyrir þarf að tilkynna ríkissáttasemjara, og þeim sem verkfallið beinist gegn, með sjö daga fyrirvara. Magnús segir misjafnt hve langan tíma undirbúningurinn tekur. „Ætli maður myndi ekki giska rúman hálfan mánuð ef um er að ræða stórt verkfall en það er hægt að gera þetta á skemmri tíma. Kannski tíu dögum hálfum mánuði,“ segir Magnús aðspurður hvað ferlið gæti tekið langan tíma.Sterkir verkfallssjóðir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélög geta komið til móts við tekjutap fólks, komi til verkfalla. „Verkfallssjóðirnir standa svo sannarlega undir því. Vinnudeilusjóður VR stendur í um fjórum milljörðum í dag. Síðan er það hvernig þú boðar til vinnudeilna. Ef við færum til dæmis í allsherjar verkfall eins og boðað var til 2015 þá myndu vinnudeilusjóðir okkar duga skammt í að bæta fólki upp tekjutap. En ef við færum í staðbundin verkföll, þar sem farið væri kannski í aðgerðir á smærri vinnustöðum. Þá munum við hafa getu til að borga fólki full laun og bæta að fullu upp tekjutap sem að fólk verður fyrir í slíkum vinnudeilum,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Það tekur allajafna rúman hálfan mánuð að undirbúa stór verkföll, en verkfall má framkvæma með ýmsum hætti. Stéttarfélögin hafa í valdi sínu hversu víðtæk þau eru. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir verkfallsjóðinn standa vel og geti greitt út tekjutap fólks komi til verkfalla. Verkfall má framkvæma með ýmsum hætti án þess að það teljist ólöglegt. Hægt er að setja á yfirvinnubann, að ekki sé unnið um helgar, að hluti hópsins á vinnustað leggi niður störf í tiltekinn tíma eða að vissir þættir starfs séu ekki unnir. „Verkalýðsfélögin ákveða það hvaða hópa þau vilja láta verkfallið taka til. Þau geta látið það taka til allra félagsmanna sinna, eða þau geta takmarkað það við starfsmenn á tilteknum vinnustöðum, ákveðin verk sem eru framkvæmd, það eru allskonar möguleikar opnir í því,“ segir Magnús Norðdahl lögfræðingur ASÍ. Ákvörðun um verkfall verður að taka í almennri leynilegri atkvæðagreiðslu hjá þeim hópi sem fara á í verkfallið. Meirihlutinn þarf að samþykkja. Þeir sem ekki samþykkja fara þó í verkfall komi til þess. Stéttarfélögin ráða framkvæmd verkfallsins. Þegar ákvörðun liggur fyrir þarf að tilkynna ríkissáttasemjara, og þeim sem verkfallið beinist gegn, með sjö daga fyrirvara. Magnús segir misjafnt hve langan tíma undirbúningurinn tekur. „Ætli maður myndi ekki giska rúman hálfan mánuð ef um er að ræða stórt verkfall en það er hægt að gera þetta á skemmri tíma. Kannski tíu dögum hálfum mánuði,“ segir Magnús aðspurður hvað ferlið gæti tekið langan tíma.Sterkir verkfallssjóðir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélög geta komið til móts við tekjutap fólks, komi til verkfalla. „Verkfallssjóðirnir standa svo sannarlega undir því. Vinnudeilusjóður VR stendur í um fjórum milljörðum í dag. Síðan er það hvernig þú boðar til vinnudeilna. Ef við færum til dæmis í allsherjar verkfall eins og boðað var til 2015 þá myndu vinnudeilusjóðir okkar duga skammt í að bæta fólki upp tekjutap. En ef við færum í staðbundin verkföll, þar sem farið væri kannski í aðgerðir á smærri vinnustöðum. Þá munum við hafa getu til að borga fólki full laun og bæta að fullu upp tekjutap sem að fólk verður fyrir í slíkum vinnudeilum,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira