Efling segir túlkun SA á kröfum verkalýðsfélaga vitlausa Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 21:29 Verkalýðsfélögin á almenna markaðnum segja af og frá að þau séu að krefjast hækkunar launa upp á sjötíu til áttatíu og fimm prósent eins og ýmsir hafi fullyrt. Félögin krefjist krónutöluhækkana sem þýði að lægstu launin hækki hlutfallslega mest eða um tæplega 42 prósent á samningstímanum. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að launakröfur félaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þýði að laun meginþorra félagsmanna muni hækka um 70 til 85 prósent á næstu þremur árum. Efling sendi frá sér í dag útlistun á sameiginlegum kröfum félaganna og segir útlistun Fréttablaðsins fjarri lagi.Hver er misskilningurinn að ykkar mati í framsetningu Fréttablaðsins á þessum málum? „Hann er alveg augljós. Þeir eru að reikna út frá allra lægstu töxtum, eins til dæmis lægsti taxti okkar sem er 267 þúsund krónur á mánuði. Málið er hins vegar að allir búa við lágmarkslaunattryggingu sem eru 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Stefán Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu Eflingar. Kröfur verkalýðsfélaganna byggi á aðöll laun hækki um sömu krónutöluna á hverju ári næstu þrjú árin. „Já það er grundvallaratriðið. Krafan er um fjörutíu og tvö þúsund króna hækkun sem gengur þá upp stigann frá þrjú hundruðþúsund krónunum,“ segir Stefán. Það þýðir að lægstu launin myndu hækka úr 300 þúsundum í 425 þúsund áþremur árum, eða um 13,9 prósent á ári sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um 41,7 prósent á samningstímanum. Þeir sem eru með 900 þúsund á mánuði í upphafi samningstíma fengju hins vegar 4,6 prósenta hækkun launa á ári eða 13,9 prósent áþremur árum sem svarar til árlegra hækkana lægstu launanna í prósentum talið. „Þannig að þegar Samtök atvinnulífsins tala í gær eins og það sé verið að fara fram á sextíu til áttatíu prósenta hækkun þvert yfir atvinnulífiðþá er það eins vitlaust og nokkuð getur mögulega verið. Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun,“ segir Stefán Ólafsson.Stöð 2 Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Verkalýðsfélögin á almenna markaðnum segja af og frá að þau séu að krefjast hækkunar launa upp á sjötíu til áttatíu og fimm prósent eins og ýmsir hafi fullyrt. Félögin krefjist krónutöluhækkana sem þýði að lægstu launin hækki hlutfallslega mest eða um tæplega 42 prósent á samningstímanum. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að launakröfur félaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þýði að laun meginþorra félagsmanna muni hækka um 70 til 85 prósent á næstu þremur árum. Efling sendi frá sér í dag útlistun á sameiginlegum kröfum félaganna og segir útlistun Fréttablaðsins fjarri lagi.Hver er misskilningurinn að ykkar mati í framsetningu Fréttablaðsins á þessum málum? „Hann er alveg augljós. Þeir eru að reikna út frá allra lægstu töxtum, eins til dæmis lægsti taxti okkar sem er 267 þúsund krónur á mánuði. Málið er hins vegar að allir búa við lágmarkslaunattryggingu sem eru 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Stefán Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu Eflingar. Kröfur verkalýðsfélaganna byggi á aðöll laun hækki um sömu krónutöluna á hverju ári næstu þrjú árin. „Já það er grundvallaratriðið. Krafan er um fjörutíu og tvö þúsund króna hækkun sem gengur þá upp stigann frá þrjú hundruðþúsund krónunum,“ segir Stefán. Það þýðir að lægstu launin myndu hækka úr 300 þúsundum í 425 þúsund áþremur árum, eða um 13,9 prósent á ári sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um 41,7 prósent á samningstímanum. Þeir sem eru með 900 þúsund á mánuði í upphafi samningstíma fengju hins vegar 4,6 prósenta hækkun launa á ári eða 13,9 prósent áþremur árum sem svarar til árlegra hækkana lægstu launanna í prósentum talið. „Þannig að þegar Samtök atvinnulífsins tala í gær eins og það sé verið að fara fram á sextíu til áttatíu prósenta hækkun þvert yfir atvinnulífiðþá er það eins vitlaust og nokkuð getur mögulega verið. Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun,“ segir Stefán Ólafsson.Stöð 2
Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira