Efling segir túlkun SA á kröfum verkalýðsfélaga vitlausa Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 21:29 Verkalýðsfélögin á almenna markaðnum segja af og frá að þau séu að krefjast hækkunar launa upp á sjötíu til áttatíu og fimm prósent eins og ýmsir hafi fullyrt. Félögin krefjist krónutöluhækkana sem þýði að lægstu launin hækki hlutfallslega mest eða um tæplega 42 prósent á samningstímanum. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að launakröfur félaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þýði að laun meginþorra félagsmanna muni hækka um 70 til 85 prósent á næstu þremur árum. Efling sendi frá sér í dag útlistun á sameiginlegum kröfum félaganna og segir útlistun Fréttablaðsins fjarri lagi.Hver er misskilningurinn að ykkar mati í framsetningu Fréttablaðsins á þessum málum? „Hann er alveg augljós. Þeir eru að reikna út frá allra lægstu töxtum, eins til dæmis lægsti taxti okkar sem er 267 þúsund krónur á mánuði. Málið er hins vegar að allir búa við lágmarkslaunattryggingu sem eru 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Stefán Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu Eflingar. Kröfur verkalýðsfélaganna byggi á aðöll laun hækki um sömu krónutöluna á hverju ári næstu þrjú árin. „Já það er grundvallaratriðið. Krafan er um fjörutíu og tvö þúsund króna hækkun sem gengur þá upp stigann frá þrjú hundruðþúsund krónunum,“ segir Stefán. Það þýðir að lægstu launin myndu hækka úr 300 þúsundum í 425 þúsund áþremur árum, eða um 13,9 prósent á ári sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um 41,7 prósent á samningstímanum. Þeir sem eru með 900 þúsund á mánuði í upphafi samningstíma fengju hins vegar 4,6 prósenta hækkun launa á ári eða 13,9 prósent áþremur árum sem svarar til árlegra hækkana lægstu launanna í prósentum talið. „Þannig að þegar Samtök atvinnulífsins tala í gær eins og það sé verið að fara fram á sextíu til áttatíu prósenta hækkun þvert yfir atvinnulífiðþá er það eins vitlaust og nokkuð getur mögulega verið. Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun,“ segir Stefán Ólafsson.Stöð 2 Kjaramál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Verkalýðsfélögin á almenna markaðnum segja af og frá að þau séu að krefjast hækkunar launa upp á sjötíu til áttatíu og fimm prósent eins og ýmsir hafi fullyrt. Félögin krefjist krónutöluhækkana sem þýði að lægstu launin hækki hlutfallslega mest eða um tæplega 42 prósent á samningstímanum. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að launakröfur félaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins þýði að laun meginþorra félagsmanna muni hækka um 70 til 85 prósent á næstu þremur árum. Efling sendi frá sér í dag útlistun á sameiginlegum kröfum félaganna og segir útlistun Fréttablaðsins fjarri lagi.Hver er misskilningurinn að ykkar mati í framsetningu Fréttablaðsins á þessum málum? „Hann er alveg augljós. Þeir eru að reikna út frá allra lægstu töxtum, eins til dæmis lægsti taxti okkar sem er 267 þúsund krónur á mánuði. Málið er hins vegar að allir búa við lágmarkslaunattryggingu sem eru 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Stefán Ólafsson sérfræðingur á skrifstofu Eflingar. Kröfur verkalýðsfélaganna byggi á aðöll laun hækki um sömu krónutöluna á hverju ári næstu þrjú árin. „Já það er grundvallaratriðið. Krafan er um fjörutíu og tvö þúsund króna hækkun sem gengur þá upp stigann frá þrjú hundruðþúsund krónunum,“ segir Stefán. Það þýðir að lægstu launin myndu hækka úr 300 þúsundum í 425 þúsund áþremur árum, eða um 13,9 prósent á ári sem þýddi að lægstu laun hækkuðu um 41,7 prósent á samningstímanum. Þeir sem eru með 900 þúsund á mánuði í upphafi samningstíma fengju hins vegar 4,6 prósenta hækkun launa á ári eða 13,9 prósent áþremur árum sem svarar til árlegra hækkana lægstu launanna í prósentum talið. „Þannig að þegar Samtök atvinnulífsins tala í gær eins og það sé verið að fara fram á sextíu til áttatíu prósenta hækkun þvert yfir atvinnulífiðþá er það eins vitlaust og nokkuð getur mögulega verið. Meðalhækkun kröfugerðarinnar fyrir atvinnulífið er 6,5 prósent á regluleg laun,“ segir Stefán Ólafsson.Stöð 2
Kjaramál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira