Fengu ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 18:37 Davíð Karl Wiium (til hægri) er nú staddur í Dyflinni þar sem hann leitar bróður síns, Jóns Þrastar Jónssonar (til vinstri). Sjálfboðaliðar sem tóku þátt í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingnum sem hvarf í Dyflinni á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn, fengu í dag ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns. Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni um hábjartan dag um þarsíðustu helgi, án síma, veskis og vegabréfs. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt út til Dyflinnar fljótlega eftir að hann hvarf en boðað var til fjölmennrar sjálfboðaliðaleitar í dag.Sjá einnig: Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að leitin hafi gengið mjög vel en hátt í hundrað manns tóku þátt í leitinni, þar af um sjötíu írskir sjálfboðaliðar. „Þetta gekk allt áfallalaust fyrir sig og við komust yfir allt sem við ætluðum okkur í dag. Við náðum að afla miklu af góðum gögnum sem við náðum að taka saman og skiluðum inn til lögreglunnar eftir að leit lauk og við erum ótrúlega sátt með daginn.“Hvaða gögn létuð þið lögreglu fá?„Við náðum einhverjum myndavélum sem eru í einkaeigu, sem við höfum grun um að lögregla hafi ekki getað komist yfir, það er náttúrulega erfitt,“ segir Davíð.Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leituðu hans í Dyflinni í dag.Þá hafi leitarhópurinn einbeitt sér að því að ganga í hús á leitarsvæðunum. „Þannig að við gengum hús í hús, nokkur hundruð eða þúsund hús, töluðum við nágranna og sýndum þeim mynd af Jóni og spurðum þau hvort þau vissu eitthvað eða hefðu séð eitthvað og út frá því fengum við margar góðar ábendingar frá fólki sem taldi sig mögulega hafa séð hann. Og fengum eitthvað myndefni af því svæði þar sem hann sást síðast, sem lögreglan er að vinna úr.“ Fjölskylda Jóns mun halda áfram leit í Dyflinni næstu daga. Þau vonast til þess að björgunarsveitir á Írlandi taki við keflinu. „En ef það gerist ekkert nýtt á næstu dögum þá verður eflaust hrint af stað annarri stórleit,“ segir Davíð.Fjallað verður ítarlega um leitina að Jóni Þresti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sjálfboðaliðar sem tóku þátt í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingnum sem hvarf í Dyflinni á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn, fengu í dag ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns. Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni um hábjartan dag um þarsíðustu helgi, án síma, veskis og vegabréfs. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt út til Dyflinnar fljótlega eftir að hann hvarf en boðað var til fjölmennrar sjálfboðaliðaleitar í dag.Sjá einnig: Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að leitin hafi gengið mjög vel en hátt í hundrað manns tóku þátt í leitinni, þar af um sjötíu írskir sjálfboðaliðar. „Þetta gekk allt áfallalaust fyrir sig og við komust yfir allt sem við ætluðum okkur í dag. Við náðum að afla miklu af góðum gögnum sem við náðum að taka saman og skiluðum inn til lögreglunnar eftir að leit lauk og við erum ótrúlega sátt með daginn.“Hvaða gögn létuð þið lögreglu fá?„Við náðum einhverjum myndavélum sem eru í einkaeigu, sem við höfum grun um að lögregla hafi ekki getað komist yfir, það er náttúrulega erfitt,“ segir Davíð.Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leituðu hans í Dyflinni í dag.Þá hafi leitarhópurinn einbeitt sér að því að ganga í hús á leitarsvæðunum. „Þannig að við gengum hús í hús, nokkur hundruð eða þúsund hús, töluðum við nágranna og sýndum þeim mynd af Jóni og spurðum þau hvort þau vissu eitthvað eða hefðu séð eitthvað og út frá því fengum við margar góðar ábendingar frá fólki sem taldi sig mögulega hafa séð hann. Og fengum eitthvað myndefni af því svæði þar sem hann sást síðast, sem lögreglan er að vinna úr.“ Fjölskylda Jóns mun halda áfram leit í Dyflinni næstu daga. Þau vonast til þess að björgunarsveitir á Írlandi taki við keflinu. „En ef það gerist ekkert nýtt á næstu dögum þá verður eflaust hrint af stað annarri stórleit,“ segir Davíð.Fjallað verður ítarlega um leitina að Jóni Þresti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25
Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13
Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00