Öruggast að hafa góða lýsingu og nálabox á almenningssalernum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. febrúar 2019 20:30 Blá ljós á salernum fæla fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð heldur valda einstaklingum meiri skaða og gera salernin óöruggari fyrir almenning að sögn verkefnastýru hjá Rauða krossinum. Hún fagnar því að Reykjavíkurborg hafi samþykkt að gera notkun blárra ljósa óheimila og hvetur aðra til að fylgja á eftir. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti í lok síðustu viku að hætta nú þegar notkun blárra ljósa á salernum í húsnæði borgarinnar og leita samkomulags við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um hið sama. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lýsingin fæli fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð á salernum. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum í Reykjavík, fagnar ákvörðuninni. „Fólk mun hvort sem er nota vímuefni í æð. Hvort sem það eru blá ljós á salerninu eða ekki.“ Þetta hafi rannsóknir sýnt fram á, sem og skjólstæðingar hennar sagt henni. „Ljósin valda því að fólk stingur oftar inn í æðina til þess að reyna ná inn í æð og það getur valdið meiri blæðingu sem getur síðan orðið eftir inn á salerninu.“ Það valdi því að notandinn sé líklegri til að fá sár og sýkingu. Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirBlá ljós eru notuð mun víðar en í húsnæði á vegum borgarinnar, til dæmis í verslunarmiðstöðvum. „Heilbrigðiskerfið okkar er einnig að nota þessi bláu ljós og önnur sveitarfélög, í þeirri von að fólk muni ekki nota vímuefni í æð.“ Svala leggur til að aðilar taki Reykjavíkurborg til fyrirmyndar og hugi að öryggisþáttum þegar kemur að almenningssalernum. „Ég hvet heilbrigðisyfirvöld og önnur sveitarfélög og einkarekin fyrirtæki að huga að þessu. Því það sem er öruggast fyrir alla á almenningssalernum er að vera með góða lýsingu og nálabox þannig að notandinn geti skilað af sér sprautubúnaðinum á öruggum stað.“ Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Blá ljós á salernum fæla fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð heldur valda einstaklingum meiri skaða og gera salernin óöruggari fyrir almenning að sögn verkefnastýru hjá Rauða krossinum. Hún fagnar því að Reykjavíkurborg hafi samþykkt að gera notkun blárra ljósa óheimila og hvetur aðra til að fylgja á eftir. Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar samþykkti í lok síðustu viku að hætta nú þegar notkun blárra ljósa á salernum í húsnæði borgarinnar og leita samkomulags við leigjendur húsnæðis í eigu borgarinnar um hið sama. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lýsingin fæli fólk ekki frá því að nota vímuefni í æð á salernum. Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar hjá Rauða krossinum í Reykjavík, fagnar ákvörðuninni. „Fólk mun hvort sem er nota vímuefni í æð. Hvort sem það eru blá ljós á salerninu eða ekki.“ Þetta hafi rannsóknir sýnt fram á, sem og skjólstæðingar hennar sagt henni. „Ljósin valda því að fólk stingur oftar inn í æðina til þess að reyna ná inn í æð og það getur valdið meiri blæðingu sem getur síðan orðið eftir inn á salerninu.“ Það valdi því að notandinn sé líklegri til að fá sár og sýkingu. Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Frú Ragnheiðar.VísirBlá ljós eru notuð mun víðar en í húsnæði á vegum borgarinnar, til dæmis í verslunarmiðstöðvum. „Heilbrigðiskerfið okkar er einnig að nota þessi bláu ljós og önnur sveitarfélög, í þeirri von að fólk muni ekki nota vímuefni í æð.“ Svala leggur til að aðilar taki Reykjavíkurborg til fyrirmyndar og hugi að öryggisþáttum þegar kemur að almenningssalernum. „Ég hvet heilbrigðisyfirvöld og önnur sveitarfélög og einkarekin fyrirtæki að huga að þessu. Því það sem er öruggast fyrir alla á almenningssalernum er að vera með góða lýsingu og nálabox þannig að notandinn geti skilað af sér sprautubúnaðinum á öruggum stað.“
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Hætta notkun blárra ljósa á salernum Ljósin eiga að fæla fólk frá því að sprauta sig með fíkniefnum en eru ekki talin skila árangri og auka skaða. 22. febrúar 2019 21:39