Er ég tuddi á skólalóð? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 24. febrúar 2019 07:00 Ég hef mikla samúð með öllum þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna sínu starfi af alúð og samviskusemi. Að vinna á vinnustað þar sem æðstu valdhafar borgarinnar hafa brugðist skyldum sínum og viðhaft ámælisverða stjórnsýslu hefur skaðleg áhrif á vinnustaðamenningu og starfsfólkið. Þegar vinnustaður er umtalaður vegna ámælisverðrar stjórnsýslu eða einhvers annars líður öllum illa. Ég get vel ímyndað mér að starfsmönnum Landsbankans hafi t.d. liðið illa þegar verið var að gagnrýna ofurlaun bankastjórans og fjölmörg önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Hverjum hefði dottið í hug að öll þessi mál, tveir dómar, skýrsla Innri endurskoðunar um braggann, ákvörðun Persónuverndar vegna kosninganna í vor og fleiri ættu eftir að koma upp á yfirborðið á aðeins örfáum mánuðum? Í skýrslu Innri endurskoðunar er sagt frá því að einstaka starfsmenn hafi broti reglur og yfirmenn brugðist skyldum sínum þegar kemur að eftirliti og framkvæmd. Þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir þá sem bornir eru alvarlegum sökum af Innri endurskoðun og Persónuvernd sem dæmi. Þetta hefur eðlilega kallað á sterk viðbrögð minnihlutans og borgarbúa. Hefði minnihlutinn ekki brugðist við væri hann ekki að vinna vinnuna sína. Í stuttu máli er staðan sú að ef æðstu embættismenn hefðu sinnt skyldum sínum og ábyrgð sem og sinnt eftirliti hefðu þessi mál ekki orðið til, alla vega ekki öll. Þá væri umræðan í borginni sennilega léttari og jákvæðari. En eru borgarfulltrúar minnihlutans tuddar á skólalóð? Eða eitthvað þaðan af síður verra þegar þeir fara yfir innihald þessara gagna og kalla eftir ábyrgð æðstu yfirmanna? Varla. Væri ekki nær að þeir sem segja þetta líti í eigin barm og spyrja sig af hverju eru öll þessi læti? Það er fyrst og fremst ábyrgðarleysi og þöggunartilburðir æðstu yfirmanna borgarinnar sem er ástæða þess að fjöldi starfsmanna líður illa í vinnunni sinni. Með því að kalla borgarfulltrúa minnihlutans, einhverja eða alla, tudda eða hrekkjusvín eru þessir æðstu embættismenn að dreifa athyglinni frá sér og sínu klúðri í störfum sínum. Það er ekki erfitt að sjá í gegnum þetta. Umræðan hefur verið býsna einsleit, alla vega í einstaka fjölmiðlum. Ég er ekki tuddi á skólalóð. Ég hef ekki tekið þessi orð borgarritara til mín enda ekki hallmælt starfsfólki sem vinnur sína vinnu af samviskusemi og alúð. Ég hef hins vegar í pontu lesið upp úr skýrslu Innri endurskoðunar, dómsúrskurðum og skýrslu Persónuverndar þar sem fram kemur með skýrum hætti að borgin fór á svig við persónuverndarlög. Starfsmenn borgarinnar eiga alla mína samúð ekki síst vegna þess að þeir vinna undir stjórn einstaklinga sem hafa ekki sinnt skyldum sínum. Ég kalla eftir að æðstu valdhafar taki ábyrgð á þessum alvarlegu málum svo starfsmenn borgarinnar geti stundað sína vinnu áhyggjulausir.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef mikla samúð með öllum þeim starfsmönnum borgarinnar sem sinna sínu starfi af alúð og samviskusemi. Að vinna á vinnustað þar sem æðstu valdhafar borgarinnar hafa brugðist skyldum sínum og viðhaft ámælisverða stjórnsýslu hefur skaðleg áhrif á vinnustaðamenningu og starfsfólkið. Þegar vinnustaður er umtalaður vegna ámælisverðrar stjórnsýslu eða einhvers annars líður öllum illa. Ég get vel ímyndað mér að starfsmönnum Landsbankans hafi t.d. liðið illa þegar verið var að gagnrýna ofurlaun bankastjórans og fjölmörg önnur sambærileg dæmi mætti nefna. Hverjum hefði dottið í hug að öll þessi mál, tveir dómar, skýrsla Innri endurskoðunar um braggann, ákvörðun Persónuverndar vegna kosninganna í vor og fleiri ættu eftir að koma upp á yfirborðið á aðeins örfáum mánuðum? Í skýrslu Innri endurskoðunar er sagt frá því að einstaka starfsmenn hafi broti reglur og yfirmenn brugðist skyldum sínum þegar kemur að eftirliti og framkvæmd. Þetta er ekki auðvelt og allra síst fyrir þá sem bornir eru alvarlegum sökum af Innri endurskoðun og Persónuvernd sem dæmi. Þetta hefur eðlilega kallað á sterk viðbrögð minnihlutans og borgarbúa. Hefði minnihlutinn ekki brugðist við væri hann ekki að vinna vinnuna sína. Í stuttu máli er staðan sú að ef æðstu embættismenn hefðu sinnt skyldum sínum og ábyrgð sem og sinnt eftirliti hefðu þessi mál ekki orðið til, alla vega ekki öll. Þá væri umræðan í borginni sennilega léttari og jákvæðari. En eru borgarfulltrúar minnihlutans tuddar á skólalóð? Eða eitthvað þaðan af síður verra þegar þeir fara yfir innihald þessara gagna og kalla eftir ábyrgð æðstu yfirmanna? Varla. Væri ekki nær að þeir sem segja þetta líti í eigin barm og spyrja sig af hverju eru öll þessi læti? Það er fyrst og fremst ábyrgðarleysi og þöggunartilburðir æðstu yfirmanna borgarinnar sem er ástæða þess að fjöldi starfsmanna líður illa í vinnunni sinni. Með því að kalla borgarfulltrúa minnihlutans, einhverja eða alla, tudda eða hrekkjusvín eru þessir æðstu embættismenn að dreifa athyglinni frá sér og sínu klúðri í störfum sínum. Það er ekki erfitt að sjá í gegnum þetta. Umræðan hefur verið býsna einsleit, alla vega í einstaka fjölmiðlum. Ég er ekki tuddi á skólalóð. Ég hef ekki tekið þessi orð borgarritara til mín enda ekki hallmælt starfsfólki sem vinnur sína vinnu af samviskusemi og alúð. Ég hef hins vegar í pontu lesið upp úr skýrslu Innri endurskoðunar, dómsúrskurðum og skýrslu Persónuverndar þar sem fram kemur með skýrum hætti að borgin fór á svig við persónuverndarlög. Starfsmenn borgarinnar eiga alla mína samúð ekki síst vegna þess að þeir vinna undir stjórn einstaklinga sem hafa ekki sinnt skyldum sínum. Ég kalla eftir að æðstu valdhafar taki ábyrgð á þessum alvarlegu málum svo starfsmenn borgarinnar geti stundað sína vinnu áhyggjulausir.Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar