Erlent

Páfagaukur Línu Langsokks allur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Stjarnan Douglas á góðri stundu.
Stjarnan Douglas á góðri stundu. Uli Deck/EPA
Hinn skærrauði arnpáfi Douglas drapst í dýragarðinum í Karlsruhe í Þýskalandi í dag. Leiða má líkur að því að Douglas hafi verið einn þekktasti arnpáfi síðari tíma, en hann lék Rosalindu, páfagauk hinnar ævintýragjörnu og fílsterku Línu Langsokks, í kvikmyndinni Lína á Suðursjó.

Gaukurinn hæfileikaríki náði 51 árs aldri áður en hann drapst, en það telst einkar hár aldur fyrir fugla af þessari tegund.

Douglas hafði í tíu ár búið í skriðdýrahúsinu í dýragarðinum í Malmö í Svíþjóð áður en hann var fluttur til Þýskalands sökum þess að búr hans var úrskurðað of lítið fyrir hann og sambýlisgauk hans.

„Ég sting hnífnum í þig!“ var ein af línum arnpáfans talandi í kvikmyndinni, þar sem Lína heldur ásamt vinum sínum, Tomma og Önnu, í leit að föður hennar sem sjóræningjar höfðu rænt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×