Innlent

Guðlaugur og Coveney funda um Jón Þröst

Lovísa Arnarsdóttir skrifar
Jón Þröstur Jónsson
Jón Þröstur Jónsson
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar í dag með Simon Coveney, utanríkis- og viðskiptaráðherra Írlands, vegna hvarfs Jóns Þrastar Jónssonar. Guðlaugur Þór segir í samtali við Fréttablaðið að fundurinn með Coveney hafi verið löngu ákveðinn vegna málefna Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna.

Guðlaugur Þór hefur þó óskað eftir að fá að ræða einnig mál Jóns við ráðherrann.

Umfangsmikil leit að Jóni Þresti í Dyflinni bar ekki árangur um helgina. Aðstandendur Jóns Þrastar skipulögðu leitina en þeir nutu liðsinnis fjölda írskra sjálfboðaliða. 



Guðlaugur Þór Þórðarson.
Aðstandendurnir hafa sagt að nýjar vísbendingar um hvarfið hafi fundist og hafi þeim verið komið til írsku lögreglunnar. Síðast sást til Jóns Þrastar fyrir utan hótel sitt í Dyflinni um klukkan 11.00 þann 9. febrúar.

„Ég taldi mikilvægt að nýta tækifærið þegar ég hitti ráðherrann,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég veit að hann er vel upplýstur og meira en tilbúinn til að ræða þessi mál. Vonandi verður eitthvað búið að gerast fyrir þann tíma.“

Aðspurður hvort hann muni þrýsta á að björgunarsveitir á Írlandi hefji formlega leit segir Guðlaugur: „Þetta er eitthvað sem við munum fara yfir. Þetta er á forræði Íra, en þeir hafa tekið vel í allar okkar málaleitanir.“


Tengdar fréttir

Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf

Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×