Innlent

Unnusta Jóns Þrastar: „Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa“

Birgir Olgeirsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa
Síðast sást til Jóns þegar hann hélt út af Hótel Bonnington, hvar hann og unnusta hans dvöldu, að morgni sunnudagsins 9. febrúar.
Síðast sást til Jóns þegar hann hélt út af Hótel Bonnington, hvar hann og unnusta hans dvöldu, að morgni sunnudagsins 9. febrúar. Lögreglan á Írlandi
Unnusta Jóns Þrastar Jónssonar, sem leitað er að í Dyflinni á Írlandi, segir að ekki komi til greina að hætta leitinni. Síðast sást til Jóns þegar hann hélt út af Hótel Bonnington, hvar hann og unnusta hans dvöldu, að morgni laugardagsins 9. febrúar.

Lögreglunni hafa borist fjöldi ábendinga frá almenningi í tengslum við hvarfið en margir segjast hafa séð hann á gangi. Lögreglan vinnur hörðum höndum að því að rannsaka ábendingarnar.

„Staðan er þannig að lögreglan er enn þá að vinna úr upplýsingum sem þeir fengu í hendurnar á laugardaginn síðasta,“ segir Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar, í samtali við fréttastofu. Munu ættingjar Jóns eiga fund með lögreglunni seinnipartinn í dag þar sem farið verður yfir málið en meðal þess sem lögreglan reynir nú að gera er að sannreyna ábendingarnar og fá úr því skorið hvort þeir sem hringdu inn hafi raunverulega séð Jón Þröst.

Bræður Jóns verða gestir í írska sjónvarpsþættinum CrimeCall sem er sýndur á RTE One þar sem þeir ræða hvarf Jóns en Jana segir þáttinn með mikið áhorf.

Hún segir þau staðráðin í að finna Jón Þröst. „Við ætlum ekkert að hætta. Þetta er ekkert maður sem lætur sig hverfa. Það getur ekki verið. Við verðum að finna manninn og við verðum að komast að því hvað kom fyrir.“


Tengdar fréttir

Jón Þröstur með greiðslukort á sér þegar hann hvarf

Michael Mulligan, rannsóknarlögreglumaður sem stýrir rannsókninni á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar, segir að Jón hafi verið með greiðslukort á sér þegar hann hvarf og því sé það ekki útilokað að hann hafi farið úr landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×