Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Frosti Logason skrifar 27. febrúar 2019 14:39 Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson ræddi efnahagsmál og kjaraviðræður í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann dró enga fjöður yfir að ástandið væri dökkt en taldi sig þó sjá ákveðnar lausnir í sjónmáli. Þar væru helst tækifæri í ákveðinni tiltekt í ríkisbúskapnum. Önnur hugmynd sem Sigmar nefndi var þó öllu áhugaverðari en hún snýr að dreifingu fólksfjölda um landsbyggðina eins og hann hefur reyndar talað um áður. „Núna erum við að reyna að þétta byggð hérna í Reykjavík. Við erum að fara búa til einhverjar íbúðir sem eiga að vera ódýrari og eiga vera miðsvæðis. Við hvað á þetta fólk að vinna? Þá kem ég að því sem er ekki vinsæl umræða, af hverju í ósköpunum lítur ekki einstaklingur á lágmarkslaunum sem býr í íbúð í Breiðholti til landsbyggðarinnar til að flytja og hefja nýtt líf?“ Sigmar tók þá dæmi um að slíkur einstaklingur gæti jafnvel selt íbúðina sína á 45 milljónir og keypt einbýlishús í staðinn á tuttugu. „Kaupa sér nýjan bíl, eiga afgang og fá síðan vinnu sem er betur borguð en sú sem er í Reykjavík, ásamt því að hafa meiri frítíma fyrir börn sín og áhugamál.“ Aðspurður fullyrti Sigmar að úti á landi væri næga vinnu að hafa fyrir alla sem það vildu auk þess sem hann taldi lífsgæði þar vera jafn góð ef ekki betri heldur en á höfuðborgarsvæðinu. „Fólkið hér vill fá það sem það á skilið eða öllu heldur það sem því finnst það eiga skilið, þar sem það býr. Það er umræðan. „Ég bý bara hér og hér þarf bara að leysa málin af því ég hef það slæmt.“ Það er eins og að draga framtennurnar úr fólki að tala um að flytja út á land.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Sigmar í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Elektrótónlist með sprengjuleitarvélmenni Ríkislögreglustjóra Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Við erum öll stjörnuryk Harmageddon Sannleikurinn: Enn hætta á að sjósundsgarpar drepist og reki á land í Kolgrafafirði Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Harmageddon
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson ræddi efnahagsmál og kjaraviðræður í útvarpsþættinum Harmageddon í morgun. Hann dró enga fjöður yfir að ástandið væri dökkt en taldi sig þó sjá ákveðnar lausnir í sjónmáli. Þar væru helst tækifæri í ákveðinni tiltekt í ríkisbúskapnum. Önnur hugmynd sem Sigmar nefndi var þó öllu áhugaverðari en hún snýr að dreifingu fólksfjölda um landsbyggðina eins og hann hefur reyndar talað um áður. „Núna erum við að reyna að þétta byggð hérna í Reykjavík. Við erum að fara búa til einhverjar íbúðir sem eiga að vera ódýrari og eiga vera miðsvæðis. Við hvað á þetta fólk að vinna? Þá kem ég að því sem er ekki vinsæl umræða, af hverju í ósköpunum lítur ekki einstaklingur á lágmarkslaunum sem býr í íbúð í Breiðholti til landsbyggðarinnar til að flytja og hefja nýtt líf?“ Sigmar tók þá dæmi um að slíkur einstaklingur gæti jafnvel selt íbúðina sína á 45 milljónir og keypt einbýlishús í staðinn á tuttugu. „Kaupa sér nýjan bíl, eiga afgang og fá síðan vinnu sem er betur borguð en sú sem er í Reykjavík, ásamt því að hafa meiri frítíma fyrir börn sín og áhugamál.“ Aðspurður fullyrti Sigmar að úti á landi væri næga vinnu að hafa fyrir alla sem það vildu auk þess sem hann taldi lífsgæði þar vera jafn góð ef ekki betri heldur en á höfuðborgarsvæðinu. „Fólkið hér vill fá það sem það á skilið eða öllu heldur það sem því finnst það eiga skilið, þar sem það býr. Það er umræðan. „Ég bý bara hér og hér þarf bara að leysa málin af því ég hef það slæmt.“ Það er eins og að draga framtennurnar úr fólki að tala um að flytja út á land.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Sigmar í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon Myndband: Vök með nýtt lag á Nordic Radio Playlist Bar Harmageddon Elektrótónlist með sprengjuleitarvélmenni Ríkislögreglustjóra Harmageddon Undirheimarnir of brútal fyrir skáldsögur Harmageddon Agent Fresco á toppi árslista X977 Harmageddon Við erum öll stjörnuryk Harmageddon Sannleikurinn: Enn hætta á að sjósundsgarpar drepist og reki á land í Kolgrafafirði Harmageddon Samdi Can´t Walk Away í fangelsi Harmageddon Hleypur á snærið hjá Bílastæðasjóði Harmageddon Kæmi ekki til baka nema breyting yrði á forystu flokksins Harmageddon