Nýtt myndband með Benny Crespos Gang frumflutt á Vísi Frosti Logason skrifar 29. apríl 2014 11:09 Benny Crespo’s Gang hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarin ár, ef frá er talin útgáfa smáskífunnar Night Time árið 2010 sem naut talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. Nú, sjö árum eftir útgáfu fyrstu breiðskífunnar, leggur hljómsveitin lokahönd á aðra breiðskífu sína. Aðdáendur sveitarinnar geta nú fengið forsmekk af plötunni því í dag sendir hljómsveitin frá sér myndband við lagið Birthmarks. Myndbandið er framleitt af New Age Icelandic Films sem samanstendur af þeim Ásþóri Aroni Þorgrímssyni og Gunnari Gunnarssyni. Hljómsveitin var stofnuð árið 2003 og hefur starfað með misstuttum hléum síðan þá. Þau Helgi Rúnar Gunnarsson, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low), Bassi Ólafsson og Magnús Øder Kristinsson skipa hljómsveitina. Benny Crespo‘s Gang er ein besta tónleikasveit landsins og eru áhorfendur á tónlistarhátíðum á borð við Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður og Eistnaflugi til vitnis um það. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar leit dagsins ljós árið 2007. Hún hlaut einróma lof gagnrýnenda og hlaut hljómsveitin í kjölfarið þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna, meðal annars sem bjartasta vonin og fyrir plötu ársins. Harmageddon Video Skroll Harmageddon Mest lesið Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: Að dreifa svínshræjum á lóð múslima svipað og skrifa greinar gegn kirkjunni í Morgunblaðið Harmageddon Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Fólkið í Pírötum Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon Rokkprófið - Aðalbjörn í Sólstöfum vs. Regína Ósk Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Harmageddon
Benny Crespo’s Gang hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarin ár, ef frá er talin útgáfa smáskífunnar Night Time árið 2010 sem naut talsverðra vinsælda á öldum ljósvakans. Nú, sjö árum eftir útgáfu fyrstu breiðskífunnar, leggur hljómsveitin lokahönd á aðra breiðskífu sína. Aðdáendur sveitarinnar geta nú fengið forsmekk af plötunni því í dag sendir hljómsveitin frá sér myndband við lagið Birthmarks. Myndbandið er framleitt af New Age Icelandic Films sem samanstendur af þeim Ásþóri Aroni Þorgrímssyni og Gunnari Gunnarssyni. Hljómsveitin var stofnuð árið 2003 og hefur starfað með misstuttum hléum síðan þá. Þau Helgi Rúnar Gunnarsson, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir (Lay Low), Bassi Ólafsson og Magnús Øder Kristinsson skipa hljómsveitina. Benny Crespo‘s Gang er ein besta tónleikasveit landsins og eru áhorfendur á tónlistarhátíðum á borð við Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður og Eistnaflugi til vitnis um það. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar leit dagsins ljós árið 2007. Hún hlaut einróma lof gagnrýnenda og hlaut hljómsveitin í kjölfarið þrjár tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna, meðal annars sem bjartasta vonin og fyrir plötu ársins.
Harmageddon Video Skroll Harmageddon Mest lesið Bangsahommahátíð í Reykjavík Harmageddon Sannleikurinn: Að dreifa svínshræjum á lóð múslima svipað og skrifa greinar gegn kirkjunni í Morgunblaðið Harmageddon Sigurður Einarsson kominn á Kvíabryggju Harmageddon Vonarstræti heldur áfram að slá í gegn Harmageddon Fólkið í Pírötum Harmageddon Orðljótur rappari úr Garðabænum Harmageddon Davíð Oddsson skilur ekki þróunarkenninguna Harmageddon Rokkprófið - Aðalbjörn í Sólstöfum vs. Regína Ósk Harmageddon Ragnar Sólberg svitnaði og skalf Harmageddon Reykjavíkurdætur fjölbreyttur hópur með fjölbreyttar skoðanir Harmageddon
Sannleikurinn: Að dreifa svínshræjum á lóð múslima svipað og skrifa greinar gegn kirkjunni í Morgunblaðið Harmageddon
Sannleikurinn: Að dreifa svínshræjum á lóð múslima svipað og skrifa greinar gegn kirkjunni í Morgunblaðið Harmageddon