Ég krefst þess að vera ákærð! Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 10:52 Upptökur og samstaða embættismannaÉg krefst að ríkissaksóknari ákæri mig fyrir að ljúga upp á „vammlausan“ mann. Sigríður J. Friðjónsdóttir hefur ekki virt mig svars, þannig að ég ætla að reyna aftur, því það er alveg klárt að einhver er að ljúga – og ef ekki hann, þá er það ég!Bréf skrifað Ríkissaksóknara þann 14. janúar 2019.Það voru brotin lög í meðferð máls hjá sýslumanni. Mistök hins „vammlausa embættismanns“ eru staðfest með upptöku, en hins vegar skrifaði hann sjálfur í bók, að hann hefði gert allt rétt – og það stendur! Skráning í gerðarbók á einhverju sem ekki átti sér stað er gríðarlega alvarlegur hlutur, mikið alvarlegri en hin upphaflegu lögbrot. Það að innan „kerfisins“ skuli svo maður ganga undir manns hönd í gegnum tvö dómsstig og lögregluna til Ríkissaksóknara, til að hylma yfir lögbrotið og fölsunina, er svo enn þá alvarlegri hlutur sem kemur okkur öllum við! „Verðleysi“ einstaklings, sem leitar réttar síns gagnvart „kerfinu“ er algjört, og það er sárt að finna fyrir því ofbeldi, því þetta er ekkert annað. Það er „tikkað í boxin“ því ég fæ vissulega að leita réttar míns fyrir dómstólum, en þar taka varðhundarnir bara við og sjá til þess að málið fari ekki lengra. Fyrir neðan bréf mitt til Ríkissaksóknara hef ég bætt við hugleiðingum um vammleysi og heiðarleika embættismanna sem margir hverjir koma úr stéttinni sem, eins og við vitum öll, er þekkt fyrir heiðarleika sinn og vammleysi, lögfræðingastéttinni. ------------------------------Bréfið tilRíkissaksóknara, Sigríðar J. FriðjónsdótturSæl Sigríður, Mér þykir miður að segja það en ef meðferð þín og embættis þíns í mínu máli er í samræmi við meðferð þína í öðrum málum, þá ert þú óhæf í embætti. Punktur.Ríkissaksóknari sem getur ekki einu sinni látið rannsaka eina 10 mínútna upptöku, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem getur ekki einu sinni skoðað illa unna og órökstudda úrskurði undirmanna sinna er óhæfur.Ríkissaksóknari sem lætur embættismenn sína brjóta á réttindum einstaklinga, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem ekki er hægt að leita réttlætis hjá, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem stendur með spillingu til að „rugga ekki bátnum“ er óhæfur.Ríkissaksóknari sem svarar ekki bréfum þeirra sem embætti hans hefur brotið á, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem ekki getur fært rök fyrir úrskurði embættis síns, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem er tilbúin að hunsa lög og réttindi almennings til að að vernda lögbrot kerfisins, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem leggur blessun sína yfir hroðvirknina sem viðhöfð var í okkar máli, er óhæfur. Málið sem um ræðir er einfalt. Það er klippt og skorið og vel afmarkað. Málin sem koma inn á þitt borð verða varla einfaldari þannig að það vekur áleitnar spurningar að embætti þitt ráði ekki við þetta mál. Hvað ræður það þá við?Einfalt, klippt og skorið – engin álitaefni – bara spillingNokkrar staðreyndir:Staðreynd: Sýslumannsfulltrúi fór ekki að lögum í framkvæmd uppboðsStaðreynd: Sé ekki farið að lögum er uppboðið ólöglegt og skal ganga til bakaStaðreynd: Fjórir voru viðstaddir gjörðina; við hjónin, sýslumannsfulltrúinn og lögfræðingur bankansStaðreynd: Tveir af þessum fjórum hafa borið vitni fyrir dómi, eiðsvarin, um það sem fór fram.Staðreynd: Tveir af þessum fjórum hafa neitað að bera vitni.Staðreynd: Sönnunargögn fyrir því sem fór fram eru tvö, gerðarbók og upptaka.Staðreynd: Upptaka af allri gjörðinni staðfestir vitnisburð okkar hjóna og að ekki var farið að lögum.Staðreynd: Í gerðarbók eru skrifuð atriði sem ekki fóru fram og koma ekki fram á upptöku.Staðreynd: Embættismaður sýslumanns sem ekki var viðstaddur gjörðina er helsta vitni sýslumanns.Staðreynd: Embættismaðurinn, sem ekki var viðstaddur, segir að rétt sé skráð í gerðarbók.Staðreynd: Í gerðarbók eru fleiri en ein rithönd.Staðreynd: Við hjónin staðfestum viðveru okkar með undirskrift í gerðarbók.Staðreynd: Með undirskrift okkar erum við látin bera ábyrgð á því sem síðar var bætt í gerðarbók.Staðreynd: Undirskrift okkar er talin staðfesting á hlutum sem ekki fóru fram.Staðreynd: Engin hefur rannsakað upphaflegu upptökuna.Staðreynd: Við höfum verið ásökuð um að hafa sett upptökuna á svið af því á henni eru „þagnir“.Staðreyndi: Gerðarbók, með þremur rithöndum, er talin sterkari sönnun, en upptaka sem nær yfir alla gjörðina.Staðreynd: Fölsun á gerðarbók, opinberum skjölum, er ein alvarlegasta tegund fölsunar sem til er. Þetta eru bara nokkrar af þeim staðreyndum sem embætti þitt ræður ekki við. Þið felið ykkur á bakvið að um einkamál sé að ræða gegn embættismanni og sönnunarbyrðin sé því mjög sterk okkar megin. En samt hafið þið ekki skoðað sönnunargögnin og kannað hvort við stöndum undir sönnunarbyrðinni: Þið hafið ekki hlustað á upptökuna. Þið hafið hvorki sannreynt né véfengt upptökuna. Þið hafið ekki kallað okkur fyrir. Þið hafið ekki kallað Gaut Elvar Gunnarsson sýslumannsfulltrúa fyrir og spurt hvort hann hafi kallað eftir fyrsta boði eða bara skráð það í gerðarbók. Þið hafið ekki látið Gaut Elvar hlusta á upptökuna og benda á hvar hann kalli eftir boði. Þið hafi ekki kallað Ingvar Haraldsson yfirmann á fullnustusviði, (sem ekki var viðstaddur) fyrir og spurt hann hvernig hann geti staðið við fullyrðingar sínar. Þið hafið ekki látið Ingvar hlusta á upptökuna og spurt hvort hann ætli ennþá að leggja mannorð sitt að veði fyrir gerðarbókina. Þið hafið ekki skoðað rithendurnar í gerðarbókinni. Þið hafið ekki kannað hvort vel-meinandi skrifstofumaður hafi hugsað „Æ, Gautur hefur gleymt að skrá fyrsta boð“ og af greiða- og góðsemi gert það fyrir hann. Þið hafið ekki kannað hvort það sé eitthvert vinnulag hjá sýslumannsembættinu að skrifstofufólkið „hreinsi upp hroðvirkni“ embættismanna. Ég er ekki rannsóknaraðili, en þetta finnst mér blasa við að þurfi að skoða og/eða gera, til að hægt sé að tala um rannsókn. Það er gríðarlegir hagsmunir undir fyrir okkur hjónin; allt okkar lífsstarf og spurningin um hvort að Arion banki fái um 80 milljónir í hreinan gróða með því svipta okkur öllu með ólöglegum hætti. Mál hafa verið rannsökuð vegna minni hagsmuna! Það að vitna í hroðvirknislegan Hæstaréttardóm og mann sem ekki var viðstaddur, er ekki rannsókn og ekki boðlegt embætti sem á að vera hafið yfir allan vafa! Hvað varðar „vörn“ þína með að þetta sé „einkamál“, þá var það ekki mitt val að hafa þetta „einkamál“. Við fórum í mál við sýslumannsembættið og bankinn greip til varna fyrir það.(Það er nú eitt sem vert er að vekja athygli á og verður nú að teljast afskaplega sérstakt fyrirkomulag og hlýtur að stangast á við einhver stjórnsýslulög. Ég ætla ekki að ræða þetta „samkrull“ hér – en Í ALVÖRU!! Sýslumaður gerir mistök og BANKINN grípur til varna og sér um málið!!! Svo þykjumst við hafa áhyggjur af þrískiptingu valds – hvað með aðskilnað FJÁRMÁLAAFLANNA og þeirra sem GÆTA EIGA LAGA OG RÉTTAR! Þetta er bara eitt dæmi um að fjármálafyrirtækin eru komin á kaf inni í embættismannakerfi landsins sem virka orðið eins og afgreiðslustofnun fyrir þau í stað þess að gæta laga og réttinda almennings)Afsakið þennan útúrdúr – gat bara ekki orða bundist. Hvergi nokkurs staðar í þessu ferli hefur sýslumannsfulltrúinn, þessi vammlausi maður sem greinilega er svo óflekkaður að hann er algjörlega hafin yfir allan vafa, hvergi nokkurs staðar hefur þessi engill í mannsmynd verið látin svara fyrir hvað gerðist. Þegar að bæði héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt þvert gegn sönnunargögnum var ekki annað í stöðunni fyrir okkur en að ákæra „vammlausa“ embættismanninn fyrir skjalafals og brot í opinberu starfi. Í fyrsta lagi snýst málið um að brot í opinberu starfi og skjalafals, og í öðru lagi þá á hvorki embættismaður né embætti að komast upp með það. Við erum ekki að fara fram að Gauti Elvari verði refsað – það er alfarið þitt mál. Við erum að fara fram á að ólöglegt uppboð verði ógilt! Á öllum stigum hefur EMBÆTTIÐ svarað! Gautur Elvar hefur aldrei svarað neinu en situr í skjóli ríkisins og bankans sem hann á í svo góðu samstarfi við, varinn í bak og fyrir! Embættismaður, sem ekki var viðstaddur gjörðina, hefur virkilega lagst svo lágt að fremja meinsæri. Hann sendi bréf til dómstóla í nafni embættisins, og sagði að samkvæmt lögum væri allt rétt í gerðarbók og að embættið stæði við hana. HANN VAR EKKI VIÐSTADDUR! Hann veit þar af leiðandi ekkert um málið! Má tala gegn betri vitund í nafni embættis? Við erum hins vegar með upptöku. Upptöku sem hefur verið vottuð af einum helsta hljóðmanni landsins. Hann vottaði að afritin sem dómstólar fengju væru í samræmi við frum-upptökuna og að ekkert hefði verið átt við hana. Hún er heil og óbrotin og nær frá þeim tíma sem við erum ávörpuð með nafni þangað til við erum búin að skrifa undir og komin fram á gang. Á henni heyrist hvert einasta orð. Hvergi á henni heyrist sýslumannsfulltrúin kalla eftir boði í eignina. Á henni eru vissulega þagnir, eins og héraðsdómari benti á, því það er yfirleitt þögn þegar engin segir neitt. Ég hef ekki hugmynd um hvað héraðsdómarinn er vanur að heyra í þögn.Ber almenningur ábyrgð á gjörðum sýslumanna?Eins og alltaf er öllu snúið á hvolf í þessu máli. Við erum einstaklingar í baráttu við kerfi sem fór ekki að lögum og braut gróflega á okkur. En VIÐ, Ásta og Haffi, venjuleg Jón og Gunna, erum gerð ábyrg fyrir því að sýslumaður fór ekki að lögum. Það að við skrifuðum undir gerðarbókina, er gert að stóra málinu. VIÐ hefðum átt að vita betur. Hver er ábyrgð hinna löglærðu fulltrúa ríkisins? Fyrst engrar þekkingar eða ábyrgðar er krafist af þeim getum við alveg eins haft leikskólabörn í þessum hlutverkum. Eru virðing og ábyrgð embætta ríkisins virkilega orðin tóm þegar á reynir? Gautur sagði orðrétt: „Ætlið þið að koma og skrifa undir“ og við gerðum það að sjálfsögðu, við vorum viðstödd og sjálfsagt að staðfesta það. Við vorum í töluverðu uppnámi þegar við skrifuðum undir illa handskrifaða gerðarbókin og gerðum okkur því miður ekki grein fyrir að með undirskrift okkar værum við að skrifa undir það sem ekki hafði gerst eða það sem skrifað yrði í hana eftir undirritun – og gerðarbók er þannig uppsett að það er ekkert mál að breyta henni hvenær sem er eftir að allir hafa skrifað undir. Það var ekki sagt við okkur: Komið og skrifið undir að kallað hafi verið eftir fyrsta boði“. Það var ekki heldur sagt við okkur „Komið og skrifið undir að hér hafi allt farið lögformlega fram“ enda er það ekki á okkar ábyrgð að vita hvort svo sé. Það er á ábyrgð sýslumanna að allt fari fram samkvæmt lögum en í öllum málaferlunum og meðförum ríkissaksóknara er ábyrgðinni á því velt yfir á okkur. Þú Sigríður bregst ekki við neinu af þessu. Þér virðist vera alveg sama um lög, rétt og sannleika. Þú og þitt embætti ræður ekki við einfalt upptökumál. Mál sem er eins klippt og skorið og hægt er að hugsa sér. Það er bara ein spurning sem þú og þitt embætti þurfið að svara:Var kallað eftir fyrsta boði eða ekki?Ekkert annað skiptir máli og allt annað er útúrdúr gerður til að komast hjá þessari spurningu. Ef þú svarar spurningunni játandi, þarftu að sýna fram á hvenær það var gert og þá þarftu að rannsaka upptökuna og sýna fram á fölsun hennar. Ef þú svarar henni neitandi mun ég ekki fara fram á neina eftirmála fyrir embættið eða embættismanninn. Minn tilgangur er fyrst og fremst sá að fá ólögmætu uppboði hnekkt og losna úr snöru bankans. Eftirmálar að öðru leiti væru í höndum ríkisins og allra þeirra embætta sem að komu. Ég fer fram á að þú svarir þessari spurninga án allra málalenginga, og til þess að gera það þarftu bara að skoða ljósrit gerðabókar og hlusta á 10 mínútna upptöku. Er til of mikils mælst? Ef þú ert ekki tilbúin til þess, ítreka ég kröfu mína um að þú ákærir mig fyrir að ljúga upp á vammlausan embættismann og draga hann í gegnum allt dómskerfið og lögreglurannsókn vegna upploginna saka! Að mínu mati er fáir glæpir alvarlegri en að ljúga upp á og eyðileggja mannorð saklauss manns og það er ekki nema um tvennt að ræða, annað hvort er hann að ljúga eða ég og í báðum tilfellum eru gífurlegir hagsmunir í húfi. Ég skora á þig að rannsaka málið og leggja svo fram ákæru gegn mér, getir þú staðið við hana. Ég vil a.m.k. vera hreinsuð af því að hafa logið eiðsvarin fyrir rétti og hafa sett upptöku á svið eða sakfelld á sönnunum fyrir það sama. Kær kveðja Ásthildur Lóa Þórsdóttir -----------------------------------------Hugleiðingar um vammleysi og heiðarleika embættismannaEru embættismenn vammlausir. Lögin ganga út frá því að svo sé. En eru þeir það? Það er sjálfsagt til heiðarlegir lögfræðingar, en ímynd lögfræðinga er slæm. Það eru fáar stéttir sem njóta jafn lítils trausts og lögfræðingar hvort sem það er með réttu eða röngu. Höldum við í alvörunni að ef við dubbum upp (óheiðarlegan) lögfræðing og setjum hann í embætti, hvort sem er hjá sýslumanni eða gerum hann að dómara, að hann breytist allt í einu í mann sem jafnast á við guðlega veru í heiðarleika og dómum? Dómarar, sýslumannsfulltrúar, alþingismenn, ráðherrar, embættismenn í ráðuneytum, eru einfaldlega lögfræðingar … ég meina menn. Menn sem gera mistök eins og aðrir menn. Spilling verður ekki til án þess að margir, menn og konur, séu til í að taka þátt í henni. Það er spilling af versta tagi að láta ranga skráningu í gerðarbók óátalda! Það er spilling af versta tagi þegar rangar embættisfærslur eru varðar í gegnum allt kerfið! Það er spilling af versta tagi þegar lög og réttur eru brotin á almenningi! Það er spilling af versta tagi þegar lögbrotin eru varin með útúrsnúningum í gegnum allt dómskerfið! Það er spilling af versta tagi þegar lögregla neitar að rannsaka og ver spillingu með kjafti og klóm! Erum við kannski að horfa á birtingamynd e.k. „djúpríkis“? Skiptir þetta einhverju máli?Já þetta skiptir máli. Í fyrsta lagi þá er ALDREI í lagi að ríkið eða embætti ríkisins fari ekki að lögum. Sýslumenn höndla með risastór hagsmunamál og þeim ber án undantekninga að fara að lögum og stundum eru þessi lög eina vernd borgaranna fyrir ólöglegum aðgerðum. Í öðru lagi, hvað varðar okkar persónulega mál, þá er ALLT það mál ólöglegt frá upphafi til enda. Þar hefur verið valtað yfir okkur með ólöglegar kröfur í krafti mikilla yfirburða og fjármuna, án tillits til laga og réttlætis. Allt sem stöðvar valtarann sem er að fara yfir okkur gefur okkur tækifæri til sigurs. Í þriðja lagi þá er það eina sem við förum fram á að uppboðið verði ógilt. Það hefði aldrei átt að kosta svona mikla fyrirhöfn eða verða að svona miklu máli. Ef það hefði verið gert strax hefði bankinn bara þurft að byrja upp á nýtt með ferlið sem hefði í „versta“ falli tafið hann um ca. 6 mánuði, okkur hefði munað um það því þegar staðan er skelfilega þá munar um allt. Þessi mikli varnarviðbrögð embættismanna ríkisins vekja fleiri spurningar en þau svara. Af hverju er öllu þessum embættismönnum svona rosalega annt um að fella ekki fordæmisgefandi dóm í máli sem varðar fölsun á gerðarbók? Hvað vita þeir sem við vitum ekki? Er þetta kannski ormagryfja spillingar, sem hver dómarinn og embættismaðurinn á fætur öðrum, er til í að fórna mannorði sínu fyrir, bara til að koma í veg fyrir að hún verði opnuð? Spyr sá sem ekki veit – en ég óttast að nákvæmlega það sé málið. Þetta er orðið sorglegt land sem við búum í – við þurfum að fara að opna fílabeinsturna embættismannanna! Þetta mál er bara einn liður í því! Ég þakka ykkur sem lásuð og sé ykkur ofboðið, bið ég ykkur um dreifa þessari grein sem víðast! Stöndum saman gegn spillingunni sem gegnsýrir réttakerfið og stjórnkerfið! Öðruvísi breytist ekkert! Ásthildur Lóa Þórsdóttirkennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Tengdar fréttir Þú verður að ákæra mig – afbrot var framið! Opið bréf til Ríkissaksóknara, Sigríðar J. Friðjónsdóttur. 13. desember 2018 18:00 Einhver er að ljúga – ég bíð enn eftir ákæru! Annað opið bréf til Ríkissaksóknara, Sigríðar J. Friðjónsdóttur 14. janúar 2019 10:41 Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Upptökur og samstaða embættismannaÉg krefst að ríkissaksóknari ákæri mig fyrir að ljúga upp á „vammlausan“ mann. Sigríður J. Friðjónsdóttir hefur ekki virt mig svars, þannig að ég ætla að reyna aftur, því það er alveg klárt að einhver er að ljúga – og ef ekki hann, þá er það ég!Bréf skrifað Ríkissaksóknara þann 14. janúar 2019.Það voru brotin lög í meðferð máls hjá sýslumanni. Mistök hins „vammlausa embættismanns“ eru staðfest með upptöku, en hins vegar skrifaði hann sjálfur í bók, að hann hefði gert allt rétt – og það stendur! Skráning í gerðarbók á einhverju sem ekki átti sér stað er gríðarlega alvarlegur hlutur, mikið alvarlegri en hin upphaflegu lögbrot. Það að innan „kerfisins“ skuli svo maður ganga undir manns hönd í gegnum tvö dómsstig og lögregluna til Ríkissaksóknara, til að hylma yfir lögbrotið og fölsunina, er svo enn þá alvarlegri hlutur sem kemur okkur öllum við! „Verðleysi“ einstaklings, sem leitar réttar síns gagnvart „kerfinu“ er algjört, og það er sárt að finna fyrir því ofbeldi, því þetta er ekkert annað. Það er „tikkað í boxin“ því ég fæ vissulega að leita réttar míns fyrir dómstólum, en þar taka varðhundarnir bara við og sjá til þess að málið fari ekki lengra. Fyrir neðan bréf mitt til Ríkissaksóknara hef ég bætt við hugleiðingum um vammleysi og heiðarleika embættismanna sem margir hverjir koma úr stéttinni sem, eins og við vitum öll, er þekkt fyrir heiðarleika sinn og vammleysi, lögfræðingastéttinni. ------------------------------Bréfið tilRíkissaksóknara, Sigríðar J. FriðjónsdótturSæl Sigríður, Mér þykir miður að segja það en ef meðferð þín og embættis þíns í mínu máli er í samræmi við meðferð þína í öðrum málum, þá ert þú óhæf í embætti. Punktur.Ríkissaksóknari sem getur ekki einu sinni látið rannsaka eina 10 mínútna upptöku, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem getur ekki einu sinni skoðað illa unna og órökstudda úrskurði undirmanna sinna er óhæfur.Ríkissaksóknari sem lætur embættismenn sína brjóta á réttindum einstaklinga, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem ekki er hægt að leita réttlætis hjá, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem stendur með spillingu til að „rugga ekki bátnum“ er óhæfur.Ríkissaksóknari sem svarar ekki bréfum þeirra sem embætti hans hefur brotið á, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem ekki getur fært rök fyrir úrskurði embættis síns, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem er tilbúin að hunsa lög og réttindi almennings til að að vernda lögbrot kerfisins, er óhæfur.Ríkissaksóknari sem leggur blessun sína yfir hroðvirknina sem viðhöfð var í okkar máli, er óhæfur. Málið sem um ræðir er einfalt. Það er klippt og skorið og vel afmarkað. Málin sem koma inn á þitt borð verða varla einfaldari þannig að það vekur áleitnar spurningar að embætti þitt ráði ekki við þetta mál. Hvað ræður það þá við?Einfalt, klippt og skorið – engin álitaefni – bara spillingNokkrar staðreyndir:Staðreynd: Sýslumannsfulltrúi fór ekki að lögum í framkvæmd uppboðsStaðreynd: Sé ekki farið að lögum er uppboðið ólöglegt og skal ganga til bakaStaðreynd: Fjórir voru viðstaddir gjörðina; við hjónin, sýslumannsfulltrúinn og lögfræðingur bankansStaðreynd: Tveir af þessum fjórum hafa borið vitni fyrir dómi, eiðsvarin, um það sem fór fram.Staðreynd: Tveir af þessum fjórum hafa neitað að bera vitni.Staðreynd: Sönnunargögn fyrir því sem fór fram eru tvö, gerðarbók og upptaka.Staðreynd: Upptaka af allri gjörðinni staðfestir vitnisburð okkar hjóna og að ekki var farið að lögum.Staðreynd: Í gerðarbók eru skrifuð atriði sem ekki fóru fram og koma ekki fram á upptöku.Staðreynd: Embættismaður sýslumanns sem ekki var viðstaddur gjörðina er helsta vitni sýslumanns.Staðreynd: Embættismaðurinn, sem ekki var viðstaddur, segir að rétt sé skráð í gerðarbók.Staðreynd: Í gerðarbók eru fleiri en ein rithönd.Staðreynd: Við hjónin staðfestum viðveru okkar með undirskrift í gerðarbók.Staðreynd: Með undirskrift okkar erum við látin bera ábyrgð á því sem síðar var bætt í gerðarbók.Staðreynd: Undirskrift okkar er talin staðfesting á hlutum sem ekki fóru fram.Staðreynd: Engin hefur rannsakað upphaflegu upptökuna.Staðreynd: Við höfum verið ásökuð um að hafa sett upptökuna á svið af því á henni eru „þagnir“.Staðreyndi: Gerðarbók, með þremur rithöndum, er talin sterkari sönnun, en upptaka sem nær yfir alla gjörðina.Staðreynd: Fölsun á gerðarbók, opinberum skjölum, er ein alvarlegasta tegund fölsunar sem til er. Þetta eru bara nokkrar af þeim staðreyndum sem embætti þitt ræður ekki við. Þið felið ykkur á bakvið að um einkamál sé að ræða gegn embættismanni og sönnunarbyrðin sé því mjög sterk okkar megin. En samt hafið þið ekki skoðað sönnunargögnin og kannað hvort við stöndum undir sönnunarbyrðinni: Þið hafið ekki hlustað á upptökuna. Þið hafið hvorki sannreynt né véfengt upptökuna. Þið hafið ekki kallað okkur fyrir. Þið hafið ekki kallað Gaut Elvar Gunnarsson sýslumannsfulltrúa fyrir og spurt hvort hann hafi kallað eftir fyrsta boði eða bara skráð það í gerðarbók. Þið hafið ekki látið Gaut Elvar hlusta á upptökuna og benda á hvar hann kalli eftir boði. Þið hafi ekki kallað Ingvar Haraldsson yfirmann á fullnustusviði, (sem ekki var viðstaddur) fyrir og spurt hann hvernig hann geti staðið við fullyrðingar sínar. Þið hafið ekki látið Ingvar hlusta á upptökuna og spurt hvort hann ætli ennþá að leggja mannorð sitt að veði fyrir gerðarbókina. Þið hafið ekki skoðað rithendurnar í gerðarbókinni. Þið hafið ekki kannað hvort vel-meinandi skrifstofumaður hafi hugsað „Æ, Gautur hefur gleymt að skrá fyrsta boð“ og af greiða- og góðsemi gert það fyrir hann. Þið hafið ekki kannað hvort það sé eitthvert vinnulag hjá sýslumannsembættinu að skrifstofufólkið „hreinsi upp hroðvirkni“ embættismanna. Ég er ekki rannsóknaraðili, en þetta finnst mér blasa við að þurfi að skoða og/eða gera, til að hægt sé að tala um rannsókn. Það er gríðarlegir hagsmunir undir fyrir okkur hjónin; allt okkar lífsstarf og spurningin um hvort að Arion banki fái um 80 milljónir í hreinan gróða með því svipta okkur öllu með ólöglegum hætti. Mál hafa verið rannsökuð vegna minni hagsmuna! Það að vitna í hroðvirknislegan Hæstaréttardóm og mann sem ekki var viðstaddur, er ekki rannsókn og ekki boðlegt embætti sem á að vera hafið yfir allan vafa! Hvað varðar „vörn“ þína með að þetta sé „einkamál“, þá var það ekki mitt val að hafa þetta „einkamál“. Við fórum í mál við sýslumannsembættið og bankinn greip til varna fyrir það.(Það er nú eitt sem vert er að vekja athygli á og verður nú að teljast afskaplega sérstakt fyrirkomulag og hlýtur að stangast á við einhver stjórnsýslulög. Ég ætla ekki að ræða þetta „samkrull“ hér – en Í ALVÖRU!! Sýslumaður gerir mistök og BANKINN grípur til varna og sér um málið!!! Svo þykjumst við hafa áhyggjur af þrískiptingu valds – hvað með aðskilnað FJÁRMÁLAAFLANNA og þeirra sem GÆTA EIGA LAGA OG RÉTTAR! Þetta er bara eitt dæmi um að fjármálafyrirtækin eru komin á kaf inni í embættismannakerfi landsins sem virka orðið eins og afgreiðslustofnun fyrir þau í stað þess að gæta laga og réttinda almennings)Afsakið þennan útúrdúr – gat bara ekki orða bundist. Hvergi nokkurs staðar í þessu ferli hefur sýslumannsfulltrúinn, þessi vammlausi maður sem greinilega er svo óflekkaður að hann er algjörlega hafin yfir allan vafa, hvergi nokkurs staðar hefur þessi engill í mannsmynd verið látin svara fyrir hvað gerðist. Þegar að bæði héraðsdómur og Hæstiréttur höfðu dæmt þvert gegn sönnunargögnum var ekki annað í stöðunni fyrir okkur en að ákæra „vammlausa“ embættismanninn fyrir skjalafals og brot í opinberu starfi. Í fyrsta lagi snýst málið um að brot í opinberu starfi og skjalafals, og í öðru lagi þá á hvorki embættismaður né embætti að komast upp með það. Við erum ekki að fara fram að Gauti Elvari verði refsað – það er alfarið þitt mál. Við erum að fara fram á að ólöglegt uppboð verði ógilt! Á öllum stigum hefur EMBÆTTIÐ svarað! Gautur Elvar hefur aldrei svarað neinu en situr í skjóli ríkisins og bankans sem hann á í svo góðu samstarfi við, varinn í bak og fyrir! Embættismaður, sem ekki var viðstaddur gjörðina, hefur virkilega lagst svo lágt að fremja meinsæri. Hann sendi bréf til dómstóla í nafni embættisins, og sagði að samkvæmt lögum væri allt rétt í gerðarbók og að embættið stæði við hana. HANN VAR EKKI VIÐSTADDUR! Hann veit þar af leiðandi ekkert um málið! Má tala gegn betri vitund í nafni embættis? Við erum hins vegar með upptöku. Upptöku sem hefur verið vottuð af einum helsta hljóðmanni landsins. Hann vottaði að afritin sem dómstólar fengju væru í samræmi við frum-upptökuna og að ekkert hefði verið átt við hana. Hún er heil og óbrotin og nær frá þeim tíma sem við erum ávörpuð með nafni þangað til við erum búin að skrifa undir og komin fram á gang. Á henni heyrist hvert einasta orð. Hvergi á henni heyrist sýslumannsfulltrúin kalla eftir boði í eignina. Á henni eru vissulega þagnir, eins og héraðsdómari benti á, því það er yfirleitt þögn þegar engin segir neitt. Ég hef ekki hugmynd um hvað héraðsdómarinn er vanur að heyra í þögn.Ber almenningur ábyrgð á gjörðum sýslumanna?Eins og alltaf er öllu snúið á hvolf í þessu máli. Við erum einstaklingar í baráttu við kerfi sem fór ekki að lögum og braut gróflega á okkur. En VIÐ, Ásta og Haffi, venjuleg Jón og Gunna, erum gerð ábyrg fyrir því að sýslumaður fór ekki að lögum. Það að við skrifuðum undir gerðarbókina, er gert að stóra málinu. VIÐ hefðum átt að vita betur. Hver er ábyrgð hinna löglærðu fulltrúa ríkisins? Fyrst engrar þekkingar eða ábyrgðar er krafist af þeim getum við alveg eins haft leikskólabörn í þessum hlutverkum. Eru virðing og ábyrgð embætta ríkisins virkilega orðin tóm þegar á reynir? Gautur sagði orðrétt: „Ætlið þið að koma og skrifa undir“ og við gerðum það að sjálfsögðu, við vorum viðstödd og sjálfsagt að staðfesta það. Við vorum í töluverðu uppnámi þegar við skrifuðum undir illa handskrifaða gerðarbókin og gerðum okkur því miður ekki grein fyrir að með undirskrift okkar værum við að skrifa undir það sem ekki hafði gerst eða það sem skrifað yrði í hana eftir undirritun – og gerðarbók er þannig uppsett að það er ekkert mál að breyta henni hvenær sem er eftir að allir hafa skrifað undir. Það var ekki sagt við okkur: Komið og skrifið undir að kallað hafi verið eftir fyrsta boði“. Það var ekki heldur sagt við okkur „Komið og skrifið undir að hér hafi allt farið lögformlega fram“ enda er það ekki á okkar ábyrgð að vita hvort svo sé. Það er á ábyrgð sýslumanna að allt fari fram samkvæmt lögum en í öllum málaferlunum og meðförum ríkissaksóknara er ábyrgðinni á því velt yfir á okkur. Þú Sigríður bregst ekki við neinu af þessu. Þér virðist vera alveg sama um lög, rétt og sannleika. Þú og þitt embætti ræður ekki við einfalt upptökumál. Mál sem er eins klippt og skorið og hægt er að hugsa sér. Það er bara ein spurning sem þú og þitt embætti þurfið að svara:Var kallað eftir fyrsta boði eða ekki?Ekkert annað skiptir máli og allt annað er útúrdúr gerður til að komast hjá þessari spurningu. Ef þú svarar spurningunni játandi, þarftu að sýna fram á hvenær það var gert og þá þarftu að rannsaka upptökuna og sýna fram á fölsun hennar. Ef þú svarar henni neitandi mun ég ekki fara fram á neina eftirmála fyrir embættið eða embættismanninn. Minn tilgangur er fyrst og fremst sá að fá ólögmætu uppboði hnekkt og losna úr snöru bankans. Eftirmálar að öðru leiti væru í höndum ríkisins og allra þeirra embætta sem að komu. Ég fer fram á að þú svarir þessari spurninga án allra málalenginga, og til þess að gera það þarftu bara að skoða ljósrit gerðabókar og hlusta á 10 mínútna upptöku. Er til of mikils mælst? Ef þú ert ekki tilbúin til þess, ítreka ég kröfu mína um að þú ákærir mig fyrir að ljúga upp á vammlausan embættismann og draga hann í gegnum allt dómskerfið og lögreglurannsókn vegna upploginna saka! Að mínu mati er fáir glæpir alvarlegri en að ljúga upp á og eyðileggja mannorð saklauss manns og það er ekki nema um tvennt að ræða, annað hvort er hann að ljúga eða ég og í báðum tilfellum eru gífurlegir hagsmunir í húfi. Ég skora á þig að rannsaka málið og leggja svo fram ákæru gegn mér, getir þú staðið við hana. Ég vil a.m.k. vera hreinsuð af því að hafa logið eiðsvarin fyrir rétti og hafa sett upptöku á svið eða sakfelld á sönnunum fyrir það sama. Kær kveðja Ásthildur Lóa Þórsdóttir -----------------------------------------Hugleiðingar um vammleysi og heiðarleika embættismannaEru embættismenn vammlausir. Lögin ganga út frá því að svo sé. En eru þeir það? Það er sjálfsagt til heiðarlegir lögfræðingar, en ímynd lögfræðinga er slæm. Það eru fáar stéttir sem njóta jafn lítils trausts og lögfræðingar hvort sem það er með réttu eða röngu. Höldum við í alvörunni að ef við dubbum upp (óheiðarlegan) lögfræðing og setjum hann í embætti, hvort sem er hjá sýslumanni eða gerum hann að dómara, að hann breytist allt í einu í mann sem jafnast á við guðlega veru í heiðarleika og dómum? Dómarar, sýslumannsfulltrúar, alþingismenn, ráðherrar, embættismenn í ráðuneytum, eru einfaldlega lögfræðingar … ég meina menn. Menn sem gera mistök eins og aðrir menn. Spilling verður ekki til án þess að margir, menn og konur, séu til í að taka þátt í henni. Það er spilling af versta tagi að láta ranga skráningu í gerðarbók óátalda! Það er spilling af versta tagi þegar rangar embættisfærslur eru varðar í gegnum allt kerfið! Það er spilling af versta tagi þegar lög og réttur eru brotin á almenningi! Það er spilling af versta tagi þegar lögbrotin eru varin með útúrsnúningum í gegnum allt dómskerfið! Það er spilling af versta tagi þegar lögregla neitar að rannsaka og ver spillingu með kjafti og klóm! Erum við kannski að horfa á birtingamynd e.k. „djúpríkis“? Skiptir þetta einhverju máli?Já þetta skiptir máli. Í fyrsta lagi þá er ALDREI í lagi að ríkið eða embætti ríkisins fari ekki að lögum. Sýslumenn höndla með risastór hagsmunamál og þeim ber án undantekninga að fara að lögum og stundum eru þessi lög eina vernd borgaranna fyrir ólöglegum aðgerðum. Í öðru lagi, hvað varðar okkar persónulega mál, þá er ALLT það mál ólöglegt frá upphafi til enda. Þar hefur verið valtað yfir okkur með ólöglegar kröfur í krafti mikilla yfirburða og fjármuna, án tillits til laga og réttlætis. Allt sem stöðvar valtarann sem er að fara yfir okkur gefur okkur tækifæri til sigurs. Í þriðja lagi þá er það eina sem við förum fram á að uppboðið verði ógilt. Það hefði aldrei átt að kosta svona mikla fyrirhöfn eða verða að svona miklu máli. Ef það hefði verið gert strax hefði bankinn bara þurft að byrja upp á nýtt með ferlið sem hefði í „versta“ falli tafið hann um ca. 6 mánuði, okkur hefði munað um það því þegar staðan er skelfilega þá munar um allt. Þessi mikli varnarviðbrögð embættismanna ríkisins vekja fleiri spurningar en þau svara. Af hverju er öllu þessum embættismönnum svona rosalega annt um að fella ekki fordæmisgefandi dóm í máli sem varðar fölsun á gerðarbók? Hvað vita þeir sem við vitum ekki? Er þetta kannski ormagryfja spillingar, sem hver dómarinn og embættismaðurinn á fætur öðrum, er til í að fórna mannorði sínu fyrir, bara til að koma í veg fyrir að hún verði opnuð? Spyr sá sem ekki veit – en ég óttast að nákvæmlega það sé málið. Þetta er orðið sorglegt land sem við búum í – við þurfum að fara að opna fílabeinsturna embættismannanna! Þetta mál er bara einn liður í því! Ég þakka ykkur sem lásuð og sé ykkur ofboðið, bið ég ykkur um dreifa þessari grein sem víðast! Stöndum saman gegn spillingunni sem gegnsýrir réttakerfið og stjórnkerfið! Öðruvísi breytist ekkert! Ásthildur Lóa Þórsdóttirkennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Þú verður að ákæra mig – afbrot var framið! Opið bréf til Ríkissaksóknara, Sigríðar J. Friðjónsdóttur. 13. desember 2018 18:00
Einhver er að ljúga – ég bíð enn eftir ákæru! Annað opið bréf til Ríkissaksóknara, Sigríðar J. Friðjónsdóttur 14. janúar 2019 10:41
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun