Skammast sín ekki fyrir að enduróma málflutning félagsmanna Sighvatur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 14:15 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. Fleiri verkalýðsforystumenn hafa fengið slíkar aðvaranir. Stéttarfélag verkamannanna hefur falið lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Framkvæmdastjóri Eflingar og tveir starfsmenn Alþýðusambands Íslands hafa fengið lögfræðibréf frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Hjá ASÍ fengu Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri og Drífa Snædal forseti bréf. „Mér barst pakki í gærkvöldi þar sem er krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta með hótun um málsókn,“ segir Drífa Snædal. Hún segir að farið sé fram á eina milljón króna í miskabætur og greiðslu lögfræðikostnaðar. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, greindi frá því á Facebook í gær, að farið væri fram á sömu bótaupphæð í bréfi sem honum barst ásamt því sem krafist er afsökunarbeiðni frá honum. Málið snýst um ummæli fólksins vegna umfjöllunar um aðbúnað rúmenskra verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í kjölfar fréttar á Stöð 2 um málið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að hún sé gagnrýnd fyrir ummæli vegna málsins á heimasíðu félagsins. „Ég tel mig eiga að enduróma málflutning okkar félagsmanna, standa með þeim og ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Drífa. Rúmensku verkamennirnir eru í stéttarfélaginu Eflingu. Félagið hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Ragnar og lögmönnum hans er veitt umboð til að innheimta vangoldin laun fyrir mennina, afla gagna og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur, segir í tilkynningu frá Eflingu. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Forseti Alþýðusambans Íslands segir það hlutverk sitt að enduróma málflutning félagsmanna og standa með þeim. Forsetinn hefur fengið aðvörun um málshöfðun frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu vegna ummæla í máli rúmenskra verkamanna. Fleiri verkalýðsforystumenn hafa fengið slíkar aðvaranir. Stéttarfélag verkamannanna hefur falið lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Framkvæmdastjóri Eflingar og tveir starfsmenn Alþýðusambands Íslands hafa fengið lögfræðibréf frá starfsmannaleigunni Menn í vinnu. Hjá ASÍ fengu Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdarstjóri og Drífa Snædal forseti bréf. „Mér barst pakki í gærkvöldi þar sem er krafa um afsökunarbeiðni og greiðslu miskabóta með hótun um málsókn,“ segir Drífa Snædal. Hún segir að farið sé fram á eina milljón króna í miskabætur og greiðslu lögfræðikostnaðar. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, greindi frá því á Facebook í gær, að farið væri fram á sömu bótaupphæð í bréfi sem honum barst ásamt því sem krafist er afsökunarbeiðni frá honum. Málið snýst um ummæli fólksins vegna umfjöllunar um aðbúnað rúmenskra verkamanna hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu í kjölfar fréttar á Stöð 2 um málið. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að hún sé gagnrýnd fyrir ummæli vegna málsins á heimasíðu félagsins. „Ég tel mig eiga að enduróma málflutning okkar félagsmanna, standa með þeim og ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Drífa. Rúmensku verkamennirnir eru í stéttarfélaginu Eflingu. Félagið hefur falið Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni að gæta hagsmuna þeirra. Ragnar og lögmönnum hans er veitt umboð til að innheimta vangoldin laun fyrir mennina, afla gagna og krefjast opinberrar rannsóknar á hugsanlega refsiverðu athæfi Manna í vinnu og kæra ef til þess kemur, segir í tilkynningu frá Eflingu.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira