Dæmdir fyrir líkamsárás á Akureyri: Hótuðu að henda Molotov-kokteil inn til dóttur brotaþola Andri Eysteinsson skrifar 10. febrúar 2019 22:15 Ari Rúnarsson var eftirlýstur af Interpol vegna málsins. Skjáskot/Interpol Tveir karlmenn, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson voru í vikunni sakfelldir í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna líkamsárásar að kvöldi 9.október 2017 á Akureyri. Ari var auk þess sakfelldur fyrir gripdeild með því að haft á brott með sér vegabréf í annarra eigu. Mennirnir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki og höfðu báðir verið dæmdir til fangelsisvistar fyrr á árinu sem árásin átti sér stað. Dómar vikunnar urðu þeim því að hegningarauka og hlaut Ari 15 mánaða fangelsisdóm og Marvin 12 mánaða dóm. Einnig var þeim gert að greiða brotaþola 600.000kr auk sakarkostnaðar.Eftirlýstur af Interpol Ákærðu eru báðir góðkunningjar lögreglunnar og lýsti Interpol meðal annars eftir Ara en talið var að hann hefði haldið úr landi áður en hægt væri að birta honum ákæru. Málið var þingfest í Héraðsdómi 10. September síðastliðinn. Í ákærunni er Ara og Marvin, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri. Við meðferð málsins kvað Ari ákæruna vera „algert rugl“ hann kvaðst ekki hafa hótað, barið eða sparkað í brotaþola og ekki lamið flösku í höfuð hans. Marvin sagði fyrir dómi að hann hafi sýnst brotaþola ætla að veitast að Ara og skýlt sér fyrir honum. Við það hafi hann rekið olnbogann í brotaþola. Myndir úr öryggismyndavél sýndu þó að sögur ákærðu stemmdu ekki. Fyrir dómi sagði brotaþoli að Marvin hafi hótað honum lífláti en báðir hafi hótað honum. Munu ákærðu hafa hótað að drepa dóttur brotaþola með því að henda Molotov-kokteil inn um herbergisglugga hennar. Í ákærunni kom einnig fram að félagarnir hafi sagst ætla að búta kærustu brotaþola niður og stinga hníf upp í heila hans.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Akureyri Lögreglumál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tveir karlmenn, Ari Rúnarsson og Marvin Haukdal Einarsson voru í vikunni sakfelldir í Héraðsdómi Norðurlands eystra vegna líkamsárásar að kvöldi 9.október 2017 á Akureyri. Ari var auk þess sakfelldur fyrir gripdeild með því að haft á brott með sér vegabréf í annarra eigu. Mennirnir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki og höfðu báðir verið dæmdir til fangelsisvistar fyrr á árinu sem árásin átti sér stað. Dómar vikunnar urðu þeim því að hegningarauka og hlaut Ari 15 mánaða fangelsisdóm og Marvin 12 mánaða dóm. Einnig var þeim gert að greiða brotaþola 600.000kr auk sakarkostnaðar.Eftirlýstur af Interpol Ákærðu eru báðir góðkunningjar lögreglunnar og lýsti Interpol meðal annars eftir Ara en talið var að hann hefði haldið úr landi áður en hægt væri að birta honum ákæru. Málið var þingfest í Héraðsdómi 10. September síðastliðinn. Í ákærunni er Ara og Marvin, gefið að sök að hafa slegið mann með flösku í höfuðið, kýlt hann ítrekað í andlitið og sparkað í hann við Nætursöluna við Strandgötu á Akureyri. Við meðferð málsins kvað Ari ákæruna vera „algert rugl“ hann kvaðst ekki hafa hótað, barið eða sparkað í brotaþola og ekki lamið flösku í höfuð hans. Marvin sagði fyrir dómi að hann hafi sýnst brotaþola ætla að veitast að Ara og skýlt sér fyrir honum. Við það hafi hann rekið olnbogann í brotaþola. Myndir úr öryggismyndavél sýndu þó að sögur ákærðu stemmdu ekki. Fyrir dómi sagði brotaþoli að Marvin hafi hótað honum lífláti en báðir hafi hótað honum. Munu ákærðu hafa hótað að drepa dóttur brotaþola með því að henda Molotov-kokteil inn um herbergisglugga hennar. Í ákærunni kom einnig fram að félagarnir hafi sagst ætla að búta kærustu brotaþola niður og stinga hníf upp í heila hans.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Akureyri Lögreglumál Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent