Horfi bjartsýnn til næstu ára Kristinn Páll Teitsson. skrifar 11. febrúar 2019 12:00 Geir, Eggert og Guðni sem allir hafa gegnt starfi formanns KSÍ ræða málin á ársþingi KSÍ. Fréttablaðið/eyþór Guðni Bergsson vann afar sannfærandi sigur í formannskjörinu á 73. ársþingi KSÍ sem fór fram um helgina þegar hann var endurkjörinn með rúmum 80% atkvæða. Hann mun því leiða Knattspyrnusambandið áfram næstu tvö árin eftir að hafa tekið við starfinu fyrir tveimur árum. Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ og fyrrum formaður, bauð sig fram gegn Guðna og fékk tæplega 20% atkvæða en tveir auðir seðlar skiluðu sér á ársþinginu sem fór fram á laugardaginn. Það var ljóst í aðdraganda kosninganna að meðbyrinn var með Guðna enda búinn að fá stuðningsyfirlýsingu frá forseta UEFA. Skömmu fyrir ársþingið lýstu landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir yfir stuðningi við Guðna og stuttu síðar lýsti Hallgrímur Jónasson, sem lék á sínum tíma sextán leiki fyrir A-landsliðið, yfir stuðningi við Guðna í ljósi þess að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Geir þegar hann gegndi embætti formann. Þegar Fréttablaðið bar þetta undir Geir á ársþinginu var hann brattur og virtist hafa gert sér grein fyrir stöðunni í aðdraganda þingsins. „Ég vissi alltaf að þetta yrði brekka. Síðustu vikur hafa verið erfiðar. Það hafa óvænt ummæli komið upp síðustu daga sem mér hafa þótt ósanngjörn en ég gat lítið gert í því,“ sagði Geir sem sagðist stefna að því að halda áfram að vinna við þróunarverkefni knattspyrnunnar í öðrum heimsálfum. Guðni Bergsson sagðist í samtali við Fréttablaðið vera stoltur yfir að finna fyrir þessum stuðningi og að þetta væri viðurkenning á góðu starfi KSÍ undanfarin tvö ár. „Það var léttir þegar þetta var í höfn. Ég var bjartsýnn á sigur enda voru sterkar vísbendingar sem bentu til þess en maður veit aldrei fyrr en talið er upp úr kössunum. Geir hefur unnið frábært starf fyrir KSÍ og hefur mikla þekkingu svo að það mátti ekki vanmeta framboð hans. Þetta sterka fylgi er viðurkenning á því góða starfi sem KSÍ hefur unnið undanfarin ár og er hvatning fyrir næstu tvö ár,“ sagði Guðni og hélt áfram: „Ég varð hálf hrærður þegar tölurnar skiluðu sér en ég er ekki einn í þessu. Þetta er viðurkenning á því starfi sem stjórn KSÍ hefur unnið undanfarin ár. Við höfum verið að vinna í mörgum verkefnum og það eru fleiri spennandi verkefni fram undan svo að ég horfi bjartsýnum augum til næstu ára. Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi er á góðum stað og ég er spenntur að halda áfram þessu starfi næstu árin.“ Guðni segist skilja afstöðu Geirs sem gagnrýndi aðkomu utanaðkomandi aðila að kosningabaráttunni í viðtali sem birtist á frettabladid.is eftir kosningarnar. „Það eru allir komnir með rödd og það er erfitt að stýra umræðunni á samfélagsmiðlunum sem ratar oft í blöðin. Það eru kostir og gallar sem fylgja þessu en það ríkir málfrelsi. Þetta var aðeins sýnilegt í aðdraganda kosninganna 2017 en mun meira í dag og þetta sýnir hvað fótboltinn skiptir alla miklu máli sem er það jákvæða í þessu öllu saman.“ Heilt yfir var Guðni ánægður með ársþingið og hugmyndir sem komu upp, bæði á þinginu og á málþingi í aðdraganda ársþingsins. „Það var ánægjulegt hvað það var mikill samhugur á þinginu. Það komu fram margar áhugaverðar tillögur um hvernig hægt væri að fara með sjóði KSÍ enda eiginfjárstaða sambandsins góð. Svo var ánægjulegt hvað allir voru samróma í því að ræða ályktunina um endurgreiðslu á hluta byggingarkostnaðar og jöfnun ferðakostnaðar. Það eru góð skref fyrir öll félög landsins og eitthvað sem þau munu njóta góðs af.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Guðni Bergsson vann afar sannfærandi sigur í formannskjörinu á 73. ársþingi KSÍ sem fór fram um helgina þegar hann var endurkjörinn með rúmum 80% atkvæða. Hann mun því leiða Knattspyrnusambandið áfram næstu tvö árin eftir að hafa tekið við starfinu fyrir tveimur árum. Geir Þorsteinsson, heiðursformaður KSÍ og fyrrum formaður, bauð sig fram gegn Guðna og fékk tæplega 20% atkvæða en tveir auðir seðlar skiluðu sér á ársþinginu sem fór fram á laugardaginn. Það var ljóst í aðdraganda kosninganna að meðbyrinn var með Guðna enda búinn að fá stuðningsyfirlýsingu frá forseta UEFA. Skömmu fyrir ársþingið lýstu landsliðskonurnar Dagný Brynjarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir yfir stuðningi við Guðna og stuttu síðar lýsti Hallgrímur Jónasson, sem lék á sínum tíma sextán leiki fyrir A-landsliðið, yfir stuðningi við Guðna í ljósi þess að erfiðleikar hafi verið í samskiptum við Geir þegar hann gegndi embætti formann. Þegar Fréttablaðið bar þetta undir Geir á ársþinginu var hann brattur og virtist hafa gert sér grein fyrir stöðunni í aðdraganda þingsins. „Ég vissi alltaf að þetta yrði brekka. Síðustu vikur hafa verið erfiðar. Það hafa óvænt ummæli komið upp síðustu daga sem mér hafa þótt ósanngjörn en ég gat lítið gert í því,“ sagði Geir sem sagðist stefna að því að halda áfram að vinna við þróunarverkefni knattspyrnunnar í öðrum heimsálfum. Guðni Bergsson sagðist í samtali við Fréttablaðið vera stoltur yfir að finna fyrir þessum stuðningi og að þetta væri viðurkenning á góðu starfi KSÍ undanfarin tvö ár. „Það var léttir þegar þetta var í höfn. Ég var bjartsýnn á sigur enda voru sterkar vísbendingar sem bentu til þess en maður veit aldrei fyrr en talið er upp úr kössunum. Geir hefur unnið frábært starf fyrir KSÍ og hefur mikla þekkingu svo að það mátti ekki vanmeta framboð hans. Þetta sterka fylgi er viðurkenning á því góða starfi sem KSÍ hefur unnið undanfarin ár og er hvatning fyrir næstu tvö ár,“ sagði Guðni og hélt áfram: „Ég varð hálf hrærður þegar tölurnar skiluðu sér en ég er ekki einn í þessu. Þetta er viðurkenning á því starfi sem stjórn KSÍ hefur unnið undanfarin ár. Við höfum verið að vinna í mörgum verkefnum og það eru fleiri spennandi verkefni fram undan svo að ég horfi bjartsýnum augum til næstu ára. Knattspyrnuhreyfingin á Íslandi er á góðum stað og ég er spenntur að halda áfram þessu starfi næstu árin.“ Guðni segist skilja afstöðu Geirs sem gagnrýndi aðkomu utanaðkomandi aðila að kosningabaráttunni í viðtali sem birtist á frettabladid.is eftir kosningarnar. „Það eru allir komnir með rödd og það er erfitt að stýra umræðunni á samfélagsmiðlunum sem ratar oft í blöðin. Það eru kostir og gallar sem fylgja þessu en það ríkir málfrelsi. Þetta var aðeins sýnilegt í aðdraganda kosninganna 2017 en mun meira í dag og þetta sýnir hvað fótboltinn skiptir alla miklu máli sem er það jákvæða í þessu öllu saman.“ Heilt yfir var Guðni ánægður með ársþingið og hugmyndir sem komu upp, bæði á þinginu og á málþingi í aðdraganda ársþingsins. „Það var ánægjulegt hvað það var mikill samhugur á þinginu. Það komu fram margar áhugaverðar tillögur um hvernig hægt væri að fara með sjóði KSÍ enda eiginfjárstaða sambandsins góð. Svo var ánægjulegt hvað allir voru samróma í því að ræða ályktunina um endurgreiðslu á hluta byggingarkostnaðar og jöfnun ferðakostnaðar. Það eru góð skref fyrir öll félög landsins og eitthvað sem þau munu njóta góðs af.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira