Aron Einar og félagar fengu ekki að fara til Tene Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2019 09:00 Aron Einar Gunnarsson í bol með mynd af Emiliano Sala. Getty/Ian Cook Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff City unnu mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni um helgina og áttu í framhaldinu að fá ferð til Tenerife. Ekkert varð þó af þeirri ferð. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, ákvað að flauta af fjögurra daga æfingaferð liðsins til Kanaríeyjunnar Tenerife.Neil Warnock has abandoned plans to take his Cardiff City squad for a four-day break to Tenerife. He believes his players will benefit from time with their families. More here: https://t.co/mbeiCpQHSrpic.twitter.com/b4zHMBrhgX — BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2019Cardiff er dottið úr ensku bikarkeppninni og spilar ekki um næstu helgi. Næsti leikur liðsins er því ekki fyrr en 22. febrúar á móti Watford. Í stað þess að fara með liðið í sólina á Tenerife þá taldi Warnock að það væri betra fyrir leikmenn sína að eyða tíma með fjölskyldum sínum. Ástæðan er skelfileg lífreynsla allra hjá félaginu eftir að flugvél með nýjan leikmann félagsins, Emiliano Sala, fórst á Ermarsundi á leiðinni til Cardiff."After what's happened, I'd rather cuddle my kids and see my missus because it's been a long two weeks." Neil Warnock has cancelled Cardiff's trip to Tenerife. More: https://t.co/mbeiCpQHSrpic.twitter.com/FYasx1AU0Y — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019 Cardiff borgaði metupphæð fyrir Emiliano Sala sem var ekki búinn að ná einni æfingu með félaginu þegar hann fórst í flugslysinu. „Eftir það sem gerðist þá vil ég frekar faðma börnin mín og eyða tíma með konunni. Þetta hafa verið tvær mjög langar vikur,“ sagði Neil Warnock. Emiliano Sala var 28 ára gamall og hafði farið til Nantes til að kveðja sína gömlu liðsfélaga. Hann átti að mæta á sína fyrstu æfingu daginn eftir. Lík Emiliano Sala fannst í síðustu viku en lík flugmannsins hefur enn ekki fundist. „Ég hef aldrei gengið í gegnum neitt svona í mínu lífi og ég hef nú séð flest á minni ævi. Allir mínir leikmenn eru að hugsa um það sem gerðist og þá er fjölskyldan mikilvægari en fótboltinn er það ekki?,“ sagði Neil Warnock. Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff City unnu mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni um helgina og áttu í framhaldinu að fá ferð til Tenerife. Ekkert varð þó af þeirri ferð. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, ákvað að flauta af fjögurra daga æfingaferð liðsins til Kanaríeyjunnar Tenerife.Neil Warnock has abandoned plans to take his Cardiff City squad for a four-day break to Tenerife. He believes his players will benefit from time with their families. More here: https://t.co/mbeiCpQHSrpic.twitter.com/b4zHMBrhgX — BBC Sport (@BBCSport) February 11, 2019Cardiff er dottið úr ensku bikarkeppninni og spilar ekki um næstu helgi. Næsti leikur liðsins er því ekki fyrr en 22. febrúar á móti Watford. Í stað þess að fara með liðið í sólina á Tenerife þá taldi Warnock að það væri betra fyrir leikmenn sína að eyða tíma með fjölskyldum sínum. Ástæðan er skelfileg lífreynsla allra hjá félaginu eftir að flugvél með nýjan leikmann félagsins, Emiliano Sala, fórst á Ermarsundi á leiðinni til Cardiff."After what's happened, I'd rather cuddle my kids and see my missus because it's been a long two weeks." Neil Warnock has cancelled Cardiff's trip to Tenerife. More: https://t.co/mbeiCpQHSrpic.twitter.com/FYasx1AU0Y — BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2019 Cardiff borgaði metupphæð fyrir Emiliano Sala sem var ekki búinn að ná einni æfingu með félaginu þegar hann fórst í flugslysinu. „Eftir það sem gerðist þá vil ég frekar faðma börnin mín og eyða tíma með konunni. Þetta hafa verið tvær mjög langar vikur,“ sagði Neil Warnock. Emiliano Sala var 28 ára gamall og hafði farið til Nantes til að kveðja sína gömlu liðsfélaga. Hann átti að mæta á sína fyrstu æfingu daginn eftir. Lík Emiliano Sala fannst í síðustu viku en lík flugmannsins hefur enn ekki fundist. „Ég hef aldrei gengið í gegnum neitt svona í mínu lífi og ég hef nú séð flest á minni ævi. Allir mínir leikmenn eru að hugsa um það sem gerðist og þá er fjölskyldan mikilvægari en fótboltinn er það ekki?,“ sagði Neil Warnock.
Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira