Ragnar átti von á mótframboði Sighvatur Arnmundsson skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Ragnar Þór Ingólfsson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Ég hef alltaf verið óhræddur við að setja mín störf í dóm félagsmanna og átti reyndar von á mótframboði. Um leið og ég fagna því að fá að halda áfram næstu tvö árin tekst ég á við það með mikilli auðmýkt og gleði,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Í gær rann út framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs í félaginu. Þar sem framboð Ragnars Þórs til formanns var það eina sem barst verður hann sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára. „Ég bauð fram mína starfskrafta í formannskjörinu síðast og vann afgerandi sigur. Ég vil meina að ég hafi gert nákvæmlega það sem ég sagðist ætla að gera.“ Aðspurður segir hann að svo virðist sem andstaðan við störf sín innan félagsins risti ekki dýpra en þetta. „Við erum með stórt og fjölbreytt félag og það er viðbúið að það sé einhver ágreiningur um stefnur og strauma. Félagsmenn voru allavega sammála um að það væri enginn tilbúinn til þess að bjóða sig fram með eitthvað annað en ég hef verið að leggja áherslu á.“ Varðandi framhald kjaraviðræðna segir Ragnar að stjórnvöld séu farin að gefa því gaum hversu mikils sé til að vinna að ná að lenda lengri samningi. „Ég reikna með að í þessari eða næstu viku muni skýrast hvort þessar viðræður við stjórnvöld beri árangur. Ég leyfi mér að vera bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu úr þeim viðræðum, þangað til annað kemur í ljós.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
„Ég hef alltaf verið óhræddur við að setja mín störf í dóm félagsmanna og átti reyndar von á mótframboði. Um leið og ég fagna því að fá að halda áfram næstu tvö árin tekst ég á við það með mikilli auðmýkt og gleði,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Í gær rann út framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs í félaginu. Þar sem framboð Ragnars Þórs til formanns var það eina sem barst verður hann sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára. „Ég bauð fram mína starfskrafta í formannskjörinu síðast og vann afgerandi sigur. Ég vil meina að ég hafi gert nákvæmlega það sem ég sagðist ætla að gera.“ Aðspurður segir hann að svo virðist sem andstaðan við störf sín innan félagsins risti ekki dýpra en þetta. „Við erum með stórt og fjölbreytt félag og það er viðbúið að það sé einhver ágreiningur um stefnur og strauma. Félagsmenn voru allavega sammála um að það væri enginn tilbúinn til þess að bjóða sig fram með eitthvað annað en ég hef verið að leggja áherslu á.“ Varðandi framhald kjaraviðræðna segir Ragnar að stjórnvöld séu farin að gefa því gaum hversu mikils sé til að vinna að ná að lenda lengri samningi. „Ég reikna með að í þessari eða næstu viku muni skýrast hvort þessar viðræður við stjórnvöld beri árangur. Ég leyfi mér að vera bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu úr þeim viðræðum, þangað til annað kemur í ljós.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira