Vildi bætur eftir að vél Wow var snúið við vegna meðvitundarlausra farþega Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 10:13 Farþeginn kom á áfangastað sex tímum of seint. Vísir/Vilhelm Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega Wow Air sem krafðist þess að fá bætur eftir að flugvél flugfélagsins var snúið við svo koma mætti tveimur öðrum farþegum undir læknishendur. Seinkunin sem varð vegna þess varð til þess að farþeginn missti af tengiflugi sínu í París. Maðurinn var farþegi í flugi Wow Air frá Keflavík til Parísar þann 27. september 2017. Eftir um einnar klukkustundar flug urðu áhafnarmeðlimir þess varir að tveir farþegar vélarinnar voru meðvitundarlausir. Var því tekin ákvörðun um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur til þess að koma farþegunum undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Þetta varð til þess að flugvélin lenti í París um sex og hálfum tíma eftir áætluðum komutíma. Þar missti maðurinn af tengifluginu sínu. Krafðist hann því að fá staðlaðar bætur samkvæmt reglugerð ESB, 400 evrur, auk endurgreiðslu kostnaðar.Öryggi farþega trompi rétt annarra farþega til að koma á réttum tíma Wow Air hafnaði hins vegar bótaskyldu á þeim grundvelli að flugfélaginu hafi borið skylda til þess að bregðast við líkt og gert var, þegar ljóst var að tveir farþegar í flugvélinni væru meðvitundarlausir. „Öryggi farþega hefur alltaf forgang gagnvart rétti annarra farþega til þess að lenda á áfangastað sínum á upphaflegum áætluðum komutíma,“ segir í svari Wow Air til Samgöngustofu vegna kröfu mannsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ljóst sé að ákvörðun flugstjóra um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur hafi verið tekin á þeim forsendum að tryggja öryggi viðkomandi farþega og koma þeim undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Stofnunin endurskoði ekki ákvarðanir flugstjóra þegar kemur að öryggi farþega og var því fallist á að óviðráðanlegar aðstæður hafi valdið seinkun á fluginu.Var bótakröfu mannsins því hafnað. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu farþega Wow Air sem krafðist þess að fá bætur eftir að flugvél flugfélagsins var snúið við svo koma mætti tveimur öðrum farþegum undir læknishendur. Seinkunin sem varð vegna þess varð til þess að farþeginn missti af tengiflugi sínu í París. Maðurinn var farþegi í flugi Wow Air frá Keflavík til Parísar þann 27. september 2017. Eftir um einnar klukkustundar flug urðu áhafnarmeðlimir þess varir að tveir farþegar vélarinnar voru meðvitundarlausir. Var því tekin ákvörðun um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur til þess að koma farþegunum undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Þetta varð til þess að flugvélin lenti í París um sex og hálfum tíma eftir áætluðum komutíma. Þar missti maðurinn af tengifluginu sínu. Krafðist hann því að fá staðlaðar bætur samkvæmt reglugerð ESB, 400 evrur, auk endurgreiðslu kostnaðar.Öryggi farþega trompi rétt annarra farþega til að koma á réttum tíma Wow Air hafnaði hins vegar bótaskyldu á þeim grundvelli að flugfélaginu hafi borið skylda til þess að bregðast við líkt og gert var, þegar ljóst var að tveir farþegar í flugvélinni væru meðvitundarlausir. „Öryggi farþega hefur alltaf forgang gagnvart rétti annarra farþega til þess að lenda á áfangastað sínum á upphaflegum áætluðum komutíma,“ segir í svari Wow Air til Samgöngustofu vegna kröfu mannsins. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ljóst sé að ákvörðun flugstjóra um að snúa vélinni aftur til Keflavíkur hafi verið tekin á þeim forsendum að tryggja öryggi viðkomandi farþega og koma þeim undir læknishendur svo fljótt sem auðið var. Stofnunin endurskoði ekki ákvarðanir flugstjóra þegar kemur að öryggi farþega og var því fallist á að óviðráðanlegar aðstæður hafi valdið seinkun á fluginu.Var bótakröfu mannsins því hafnað.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Sjá meira