Krafðist bóta vegna minni flugvélar en gert var ráð fyrir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. febrúar 2019 11:45 Maðurinn taldi sig hafa orðið fyrir óþægindum sem farþegi Icelandair. Vísir/vilhelm Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu manns sem krafðist bóta vegna þess að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var á flugmiða mannsins er hann ferðaðist með flugfélaginu. Stofnunin segir að maðurinn verði að leita réttar síns á öðrum vettvangi.Maðurinn átti bókað flug með Icelandair frá Dublin til Keflavíkur og þaðan til Seattle síðastliðið sumar. Sagðist hann hafa orðið fyrir „margvíslegum truflunum“ í ferðunum tveimur með flugfélaginu en kvörtun hans til Samgöngustöfu snerist um tegund flugvéla sem notuð var til flugsins.Kvartaði maðurinn undan því að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var þegar maðurinn keypti flugmiðana. Varð það til þess að sæti hans og ferðafélaga mannsins hafi færst úr því að vera gluggasæti og gangsæti yfir í gluggasæti og miðjusæti innan sama farrýmis.Taldi maðurinn truflunina hafa verið án fyrirvara og ónauðsynlega og krafðist hann bóta á grundvelli reglugerðar ESB.Hafði fengið 30 þúsund vildarpunkta frá Icelandair vegna óþæginda Í svari Icelandair til Samgöngustofu segir að flugfélagið hafi þegar látið manninum 30 þúsund vildarpunkta í té vegna þeirra óþæginda sem hann varð fyrir er hann flaug með flugfélaginu. Ekki stæði til að aðhafast meira í málinu þar sem það væri mat Icelandair að reglugerðin sem maðurinn vísaði til í kvörtuninni ætti ekki við þau atvik sem maðurinn kvartaði undan.Þá hafi færslan á sætum mannsins og ferðafélaga hans ekki falið í sér niðurfærslu á farrými þar sem að staðsetning sætanna í minni flugvélunum hafi verið innan sama farrýmis og sætin sem maðurinn gerði ráð fyrir að sitja í.Samgöngustofa tók undir með Icelandair að kvörtun mannsins hafi ekki fallið undir gildissvið reglugerðarinnar og því ekki á hendi Samgöngustofu að taka ákvörðun í slíkum málum. Maðurinn yrði að leita réttar síns á öðrum vettvangi og var kröfu mannsins því hafnað. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Samgöngustofa hefur hafnað bótakröfu manns sem krafðist bóta vegna þess að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var á flugmiða mannsins er hann ferðaðist með flugfélaginu. Stofnunin segir að maðurinn verði að leita réttar síns á öðrum vettvangi.Maðurinn átti bókað flug með Icelandair frá Dublin til Keflavíkur og þaðan til Seattle síðastliðið sumar. Sagðist hann hafa orðið fyrir „margvíslegum truflunum“ í ferðunum tveimur með flugfélaginu en kvörtun hans til Samgöngustöfu snerist um tegund flugvéla sem notuð var til flugsins.Kvartaði maðurinn undan því að Icelandair notaðist við minni flugvélar en tilgreint var þegar maðurinn keypti flugmiðana. Varð það til þess að sæti hans og ferðafélaga mannsins hafi færst úr því að vera gluggasæti og gangsæti yfir í gluggasæti og miðjusæti innan sama farrýmis.Taldi maðurinn truflunina hafa verið án fyrirvara og ónauðsynlega og krafðist hann bóta á grundvelli reglugerðar ESB.Hafði fengið 30 þúsund vildarpunkta frá Icelandair vegna óþæginda Í svari Icelandair til Samgöngustofu segir að flugfélagið hafi þegar látið manninum 30 þúsund vildarpunkta í té vegna þeirra óþæginda sem hann varð fyrir er hann flaug með flugfélaginu. Ekki stæði til að aðhafast meira í málinu þar sem það væri mat Icelandair að reglugerðin sem maðurinn vísaði til í kvörtuninni ætti ekki við þau atvik sem maðurinn kvartaði undan.Þá hafi færslan á sætum mannsins og ferðafélaga hans ekki falið í sér niðurfærslu á farrými þar sem að staðsetning sætanna í minni flugvélunum hafi verið innan sama farrýmis og sætin sem maðurinn gerði ráð fyrir að sitja í.Samgöngustofa tók undir með Icelandair að kvörtun mannsins hafi ekki fallið undir gildissvið reglugerðarinnar og því ekki á hendi Samgöngustofu að taka ákvörðun í slíkum málum. Maðurinn yrði að leita réttar síns á öðrum vettvangi og var kröfu mannsins því hafnað.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira