Lífið

Staður elskenda í Borgarfirði til sölu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sögufrægt hús komið á sölu.
Sögufrægt hús komið á sölu.
Hreðavatnsskáli í Borgarfirði er nú kominn á söluskrá en ásett verð er um 100 milljónir. Hreðavatnsskáli gengur einnig undir nafninu Staður elskenda og hefur gert það í fjöldamörg ár.

Hreðavatnsskáli skiptist í nokkra eignarhluta. Aðalhúsið, sem 450 fermetrar að stærð, ásamt verslun og íbúð.

Gistiskálinn er með 6 sex herbergjum með baðherbergi sem er 117 fermetrar, þrír sumarbústaðir og eru tveir þeirra 44 fermetrar og hinn 104 fermetra og er skráður sem einbýlishús.

Lóðin sem eignirnar standa á er skráð fimm hektarar en á lóðinni er dælustöð Orkunnar.

Hreðavatnssjáli er sögufræg bygging í Borgarfirði þar sem fjölmörg sveitaböll hafa farið fram en eignirnar eru samanlagt um þúsund fermetrar að stærð. Þar eru fimmtán svefnherbergi og tíu baðherbergi. Fasteignamatið er 60 milljónir en aftur á móti er brunabótamat um 250 milljónir.

 

 

Lóðin er alls fimm hektarar.
Bústaðir fylgja með í kaupunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.