Ekki hægt að líta fram hjá brotum Procar Sylvía Hall skrifar 13. febrúar 2019 20:08 Bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri SAF segir samtökin ekki getað litið hjá brotum Procar og því hafi þeim verið vísað úr þeim. Óeðlilegir viðskiptahættir bílaleigunnar hafi varpað óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu.Sjá einnig: Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Rætt var við Jóhannes og Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jóhannes segir SAF hafa fundað með fulltrúum bílaleiga innan samtakanna og stjórn samtakanna í dag vegna málsins og það hafi verið einróma niðurstaða að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög með því að lækka kílómetrastöðu bíla og þeim hafi verið vísað úr samtökunum á grundvelli þess. Í yfirlýsingu sem SAF sendi frá sér í kvöld er kallað eftir því að eftirlitskönnun verði framkvæmd á starfandi bílaleigum á landinu og það verði gert eins fljótt og auðið er. „Samtökin í heild telja að það sé mjög mikilvægt að það verði framkvæmd eftirlitskönnun á öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi á landinu til þess að efla traust á þessum markaði til þess að neytendur og lögaðilar í landinu geti treyst því að bílar sem þeir fá séu réttir og allt sé eins og það á að vera.“ Að sögn Breka Karlssonar er augljóst að um svik séu að ræða. Hann segir fólk geta sett sig í samband við Neytendasamtökin vilji það leita réttar síns. „Við teljum það vera augljóst að það sé réttur þeirra sem keyptu þessa bíla að rifta þessum samningum. Þetta eru augljós svik hjá þessum aðilum sem þeir hafa gengist við og við teljum að fólk eigi að leita réttar síns.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa lækkað ekna kílómetra á mælum bíla sinna við endursölu þeirra á árunum 2013 til 2015 en líkur eru á að svindlið hafi staðið eitthvað lengur. Fyrirtækið hagnaðist um hundruð milljóna á tímabilinu. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdarstjóri SAF segir samtökin ekki getað litið hjá brotum Procar og því hafi þeim verið vísað úr þeim. Óeðlilegir viðskiptahættir bílaleigunnar hafi varpað óréttmætum skugga á allar bílaleigur í landinu.Sjá einnig: Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Rætt var við Jóhannes og Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jóhannes segir SAF hafa fundað með fulltrúum bílaleiga innan samtakanna og stjórn samtakanna í dag vegna málsins og það hafi verið einróma niðurstaða að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög með því að lækka kílómetrastöðu bíla og þeim hafi verið vísað úr samtökunum á grundvelli þess. Í yfirlýsingu sem SAF sendi frá sér í kvöld er kallað eftir því að eftirlitskönnun verði framkvæmd á starfandi bílaleigum á landinu og það verði gert eins fljótt og auðið er. „Samtökin í heild telja að það sé mjög mikilvægt að það verði framkvæmd eftirlitskönnun á öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi á landinu til þess að efla traust á þessum markaði til þess að neytendur og lögaðilar í landinu geti treyst því að bílar sem þeir fá séu réttir og allt sé eins og það á að vera.“ Að sögn Breka Karlssonar er augljóst að um svik séu að ræða. Hann segir fólk geta sett sig í samband við Neytendasamtökin vilji það leita réttar síns. „Við teljum það vera augljóst að það sé réttur þeirra sem keyptu þessa bíla að rifta þessum samningum. Þetta eru augljós svik hjá þessum aðilum sem þeir hafa gengist við og við teljum að fólk eigi að leita réttar síns.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Procar Tengdar fréttir Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55 Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Biðjast afsökunar á að hafa breytt kílómetrastöðu bílanna Forsvarsmenn bílaleigunnar Procar hyggjast fá óháðan aðila til úrskurða um sanngjarnar bætur til þeirra sem keyptu bíla með ranga kílómetraskráningu hjá fyrirtækinu og þeir biðja viðskiptavini, almenning og starfsfólk afsökunar. 12. febrúar 2019 22:55
Samtök ferðaþjónustunnar vilja eftirlitsúttekt á öllum bílaleigum Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem farið er fram á að eftirlitsúttekt verði gerð til þess að eyða óvissu um sölu notaðra bílaeigubíla. 13. febrúar 2019 18:17