Innlent

Fatlaður drengur týndur í þrjá tíma eftir að hafa verið skutlað á rangt sambýli

Sylvía Hall skrifar
Drengurinn hafði verið að Gylfaflöt þar sem boðið er upp á dagsþjónustu fyrir fatlaða. Mynd úr safni.
Drengurinn hafði verið að Gylfaflöt þar sem boðið er upp á dagsþjónustu fyrir fatlaða. Mynd úr safni. Fréttablaðið/Anton Brink
Fatlaður drengur týndist í þrjár klukkustundir síðdegis eftir að akstursþjónusta skutlaði honum á rangt heimilisfang. Þetta staðfesti Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdarstjóri Strætó í samtali við Fréttablaðið.

Samkvæmt heimildum Vísis var drengurinn, sem notast við hjólastól og er ekki fær um að tjá sig, að Gylfaflöt í dagsþjónustu þar sem hann var sóttur og var skutlað í skammtímavistun á sambýli þar sem hann hafði áður verið. Drengurinn hafði þó nýlega verið fluttur á annað sambýli og var farið að spyrjast fyrir um drenginn þegar hann skilaði sér ekki þangað.

Viðbragðsáætlun var virkjuð þegar í ljós kom að drengurinn fannst ekki en illa gekk að ná í bílstjóra akstursþjónustunnar sem varð til þess að það tók lengri tíma að finna drenginn. Samkvæmt heimildum Vísis fannst drengurinn um klukkan hálf sjö í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×