Óvænt tap Arsenal í Hvíta-Rússlandi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 20:00 Þessu kvöldi vilja leikmenn Arsenal gleyma sem fyrst vísir/getty Verðandi liðsfélagar Willums Þórs Willumssonar í Bate Borisov unnu nokkuð óvæntan sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Arsenal var miklu meira með boltann en skapaði sér þó lítið með honum. Heimamenn í Bate voru þéttir til baka og það gekk illa hjá Skyttunum að skjóta sig í gegn. Heimamenn fengu hornspyrnu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks sem Stanislav Dragun skallaði í netið úr teignum og staðan því 1-0 fyrir Bate í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama. Arsenal var með boltann en gerði ekkert við hann. Gestirnir komu boltanum þó í netið á 56. mínútu en Alexandre Lacazette var réttilega dæmdur rangstæður. Kvöldið varð svo enn verra fyrir Arsenal undir lok leiksins þegar Lacazette var sendur snemma í sturtu fyrir að fara með olnbogann í andlit Aleksandar Filipovic. Augljóst pirringsbrot sem verðskuldaði rautt spjald. Pirringurinn varð ennþá meiri þegar dómarinn flautaði til leiksloka og ljóst að Arsenal tapaði 1-0. Það er þó enn seinni leikurinn eftir viku á Emirates. Bate hefur aldrei í sögu félagsins komist upp úr 32-liða úrslitunum og það yrði svo sannarlega saga til næsta bæjar ef þeir gerðu það í fyrsta skipti með því að leggja enska stórveldið að velli. Evrópudeild UEFA
Verðandi liðsfélagar Willums Þórs Willumssonar í Bate Borisov unnu nokkuð óvæntan sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Arsenal var miklu meira með boltann en skapaði sér þó lítið með honum. Heimamenn í Bate voru þéttir til baka og það gekk illa hjá Skyttunum að skjóta sig í gegn. Heimamenn fengu hornspyrnu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks sem Stanislav Dragun skallaði í netið úr teignum og staðan því 1-0 fyrir Bate í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama. Arsenal var með boltann en gerði ekkert við hann. Gestirnir komu boltanum þó í netið á 56. mínútu en Alexandre Lacazette var réttilega dæmdur rangstæður. Kvöldið varð svo enn verra fyrir Arsenal undir lok leiksins þegar Lacazette var sendur snemma í sturtu fyrir að fara með olnbogann í andlit Aleksandar Filipovic. Augljóst pirringsbrot sem verðskuldaði rautt spjald. Pirringurinn varð ennþá meiri þegar dómarinn flautaði til leiksloka og ljóst að Arsenal tapaði 1-0. Það er þó enn seinni leikurinn eftir viku á Emirates. Bate hefur aldrei í sögu félagsins komist upp úr 32-liða úrslitunum og það yrði svo sannarlega saga til næsta bæjar ef þeir gerðu það í fyrsta skipti með því að leggja enska stórveldið að velli.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti