Opnar sýningu um túristastrauminn til landsins Stefán Árni Pálsson skrifar 14. febrúar 2019 17:30 Ragnheiður opnar sýninguna á laugardaginn. Ragnheiður Þorgrímsdóttir lauk BA námi í myndlist frá Academia Di Belle Arti i Flórens á Ítalíu 2015 og stundaði framhaldsnám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist 2017. Túristinn sem blessaði Ísland er fyrsta opinbera einkasýning Ragnheiðar á Íslandi. Sýningin verður opnuð á laugardaginn í Gallery Port við Laugaveg 23b. Helsti miðill Ragnheiðar hefur hingað til verið málverkið. Verkin hennar síðustu ár sýna vel þrá hennar í íslenska náttúru og melankólíu eftir langa dvöl erlendis. Nú fæst hún við mannveruna í náttúrunni og afleiðingar massa túrisma. Í verkum hennar er ekki einnig verið að tala um hvað ferðamannastraumurinn og við erum að gera náttúrunni á Íslandi, heldur mætti einnig túlka hvað mannveran er að gera heiminum. Verkin hafa dularfullt og klassískt yfirbragð en inn á milli má einnig skynja í þeim húmórískan undirtón.Hér að neðan má lesa ljóð eftir Ragnheiði sem tengist sýningunni:Túristinn sem blessaði Ísland.Ég átti stað. Lítil paradís í miðju hrauninu. Hún geymir æskuminningar, vinavitleysu og ástarævintýri. Það var spariferð að sækja sér orku hjá vinkonu minni lauginni og skíra sig í faðmi náttúrunnar.Í dag er litla laugin farin, allir andarnir sem bjuggu þar eru fluttir. Brú hefur verið byggð yfir litla lækinn og gamli malarvegurinn er opið sár. Ég er í röð. Á undan mér eru 10 bílar og kringum laugina eru tjöld og tjaldvagnar, og “kúka kamping” bílar.Mig langar ekki að baða mig þarna meir.Klósettpappír fýkur í vindinum. Fuglarnir blygðast sín. Allir líta undan og segja ekkert.Laugin er dáin. Það eina sem ég get gert er að minnast hennar einsog hún var. Mála portrett af henni.Ég gleymi þér aldrei. Ferðamennska á Íslandi Myndlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Ragnheiður Þorgrímsdóttir lauk BA námi í myndlist frá Academia Di Belle Arti i Flórens á Ítalíu 2015 og stundaði framhaldsnám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist 2017. Túristinn sem blessaði Ísland er fyrsta opinbera einkasýning Ragnheiðar á Íslandi. Sýningin verður opnuð á laugardaginn í Gallery Port við Laugaveg 23b. Helsti miðill Ragnheiðar hefur hingað til verið málverkið. Verkin hennar síðustu ár sýna vel þrá hennar í íslenska náttúru og melankólíu eftir langa dvöl erlendis. Nú fæst hún við mannveruna í náttúrunni og afleiðingar massa túrisma. Í verkum hennar er ekki einnig verið að tala um hvað ferðamannastraumurinn og við erum að gera náttúrunni á Íslandi, heldur mætti einnig túlka hvað mannveran er að gera heiminum. Verkin hafa dularfullt og klassískt yfirbragð en inn á milli má einnig skynja í þeim húmórískan undirtón.Hér að neðan má lesa ljóð eftir Ragnheiði sem tengist sýningunni:Túristinn sem blessaði Ísland.Ég átti stað. Lítil paradís í miðju hrauninu. Hún geymir æskuminningar, vinavitleysu og ástarævintýri. Það var spariferð að sækja sér orku hjá vinkonu minni lauginni og skíra sig í faðmi náttúrunnar.Í dag er litla laugin farin, allir andarnir sem bjuggu þar eru fluttir. Brú hefur verið byggð yfir litla lækinn og gamli malarvegurinn er opið sár. Ég er í röð. Á undan mér eru 10 bílar og kringum laugina eru tjöld og tjaldvagnar, og “kúka kamping” bílar.Mig langar ekki að baða mig þarna meir.Klósettpappír fýkur í vindinum. Fuglarnir blygðast sín. Allir líta undan og segja ekkert.Laugin er dáin. Það eina sem ég get gert er að minnast hennar einsog hún var. Mála portrett af henni.Ég gleymi þér aldrei.
Ferðamennska á Íslandi Myndlist Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira