Sport

Hólmfríður í 49. sæti og Freydís í 53. sæti í úrslitum í stórsvígi á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hólmfríður og Freydís
Hólmfríður og Freydís mynd/skí
Hólmfríður Dóra Friðgerisdóttir og Freydís Halla Einarsdóttir náðu báðar að bæta stöðu sína í úrslitum í stórsvigi á HM í alpagreinum sem fram fer í Åre í Svíþjóð.

Hólmfríður var í 56. sæti eftir fyrri ferðina en vann sig upp í 49. sætið í seinni ferðinni í kvöld við erfiðar aðstæður.

Aðeins sextíu efstu keppendurnir eftir fyrri ferðina fengu að fara þá síðari og slapp Freydís Halla þar rétt í gegn, hún var 59. eftir fyrri ferðina.

Freydís komst upp í 53. sætið í seinni ferðinni í aðalkeppninni.

Petra Vlhova frá Slóvakíu varð í fyrsta sæti og Viktoria Rebensburg frá Þýskalandi hreppti silfrið. Samanlagður tími Vlhova var 2:01,97.

Hólmfríður kláraði á samanlagt 2:15,41 eftir ferðirnar tvær og Freydís var með tímann 2:18,75.

Á morgun fer fram aðalkeppnin í stórsvigi karla þar sem Sturla Snær Snorrason er á meðal keppenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×