Viðskipti innlent

Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
25 lykilstjórnendur bankanna þriggja fengu alls 944 milljónir í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur í fyrra.
25 lykilstjórnendur bankanna þriggja fengu alls 944 milljónir í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur í fyrra.
Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. Að baki þessum kostnaði eru 22 framkvæmdastjórar og þrír bankastjórar. Að meðaltali nemur kostnaður við hvern lykilstjórnanda því 37,8 milljónum króna á ári, eða ríflega þremur milljónum á mánuði.

Launahæstur lykilstjórnenda er Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, með ríflega 6,2 milljónir króna á mánuði.

Í úttekt Fréttablaðsins í fyrra kom fram að heildarkostnaður vegna launa, hlunninda og árangurstengdra greiðslna lykilstjórnenda bankanna árið 2017 nam 1.023 milljónum. Þá vegna 26 manns. Hefur heildarlaunakostnaður vegna lykilstjórnenda því dregist saman um rúm 7 prósent milli ára.

Nú virðist það almennt ekki vera þannig að laun lykilstjórnenda hafi lækkað heldur stafar mismunurinn fyrst og fremst af því að við árið 2017 var lykilstjórnendum fækkað en uppgjör vegna starfsloka þeirra bókfærð það ár. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×